Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings úr Reykjavík, segir leikmenn liðsins fulla tilhlökkunar fyrir úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Inter d‘Escaldes frá Andorra á Víkingsvelli annað kvöld.
„Þetta er virkilega mikilvægur leikur fyrir okkur. Ég held að við séum allir fullir tilhlökkunar, sérstaklega eftir góða frammistöðu í síðasta leik. Þá erum við kannski ennþá jákvæðari.
Ef við hefðum tapað þeim leik væri að sjálfsögðu allt annar bragur á okkur. Við erum mjög vel stemmdir. Það er kannski full stutt á milli leikja en við erum mjög spenntir,“ sagði Júlíus í samtali við mbl.is.
Víkingur gjörsigraði Eistlandsmeistara Levadia Tallinn síðastliðinn þriðjudag í undanúrslitum forkeppninnar, 6:1. Á sama tíma vann Inter d‘Escaldes, meistaraliðið frá Andorra, 2:1-sigur á meisturunum frá San Marínó, La Fiorita.
Hvað vita Víkingar um andstæðinga sína í Inter?
„Ég held að það sé bara það sama og við vissum um Levadia Tallinn áður en við mættum þeim á þriðjudaginn. Við leikmennirnir vorum ekki búnir að fá neina leiki í hendurnar, við vorum meira búnir að sjá klippur af leikmönnum.
Það sama gildir um liðið frá Andorra. Við getum náttúrlega horft á leikinn sem þeir spiluðu á þriðjudaginn svolítið oft og það er bara fínt. Þá sér maður hvert uppleggið þeirra er. Það er svona það sem við tökum aðallega mark á eins og er,“ sagði fyrirliðinn.
Fyrirfram er Víkingur talið sigurstranglegra liðið en Júlíus sagði það mikilvægt að falla ekki í gryfju vanmats.
„Ég tel að við verðum að nálgast leikinn alveg eins og við gerðum á móti Levadia Tallinn. Það má alls ekki vanmeta neitt lið frá öðru landi án þess að þekkja það neitt. Ég ætla persónulega ekki að koma minna stemmdur en í síðasta leik.
Ég ætla að gera mitt besta til að gera það ekki vegna þess að maður veit aldrei þegar maður þekkir ekki liðin sem maður er að spila á móti. Þá getur alltaf eitthvað óvænt gerst. Við verðum bara að mæta með sama hugarfari og við gerðum á þriðjudaginn.“
Spurður út í stöðuna á leikmannahópi Víkings eftir stórsigurinn á Levadia á þriðjudag sagðist hann ekki vita til þess að neinn leikmaður hafi bæst á meiðslalistann síðan þá.
„Ekki svo ég viti. Ég held að allir séu bara í toppstandi.“
Athygli vakti að Ingvar Jónsson markvörður var á varamannabekknum í leiknum gegn Levadia. Hann er þrátt fyrir það enn meiddur.
„Hann er ennþá á þeim lista þó hann sé hægt og rólega að koma sér í gang. Við erum auðvitað spenntir fyrir því að fá hann aftur,“ sagði Júlíus að lokum í samtali við mbl.is.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
03.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
07.04 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 17:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
29.05 22:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
02.06 22:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
02.06 22:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |