Ennþá jákvæðari eftir frammistöðuna í síðasta leik

Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, í leiknum gegn Levadia Tallinn á …
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, í leiknum gegn Levadia Tallinn á þriðjudag. mbl.is/Hákon Pálsson

Júlí­us Magnús­son, fyr­irliði Vík­ings úr Reykja­vík, seg­ir leik­menn liðsins fulla til­hlökk­un­ar fyr­ir úr­slita­leik for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu gegn In­ter d‘Escaldes frá Andorra á Vík­ings­velli annað kvöld.

„Þetta er virki­lega mik­il­væg­ur leik­ur fyr­ir okk­ur. Ég held að við séum all­ir full­ir til­hlökk­un­ar, sér­stak­lega eft­ir góða frammistöðu í síðasta leik. Þá erum við kannski ennþá já­kvæðari.

Ef við hefðum tapað þeim leik væri að sjálf­sögðu allt ann­ar brag­ur á okk­ur. Við erum mjög vel stemmd­ir. Það er kannski full stutt á milli leikja en við erum mjög spennt­ir,“ sagði Júlí­us í sam­tali við mbl.is.

Vík­ing­ur gjör­sigraði Eist­lands­meist­ara Levadia Tall­inn síðastliðinn þriðju­dag í undanúr­slit­um for­keppn­inn­ar, 6:1. Á sama tíma vann In­ter d‘Escaldes, meist­araliðið frá Andorra, 2:1-sig­ur á meist­ur­un­um frá San Marínó, La Fio­rita.

Geta kynnt sér upp­leggið

Hvað vita Vík­ing­ar um and­stæðinga sína í In­ter?

„Ég held að það sé bara það sama og við viss­um um Levadia Tall­inn áður en við mætt­um þeim á þriðju­dag­inn. Við leik­menn­irn­ir vor­um ekki bún­ir að fá neina leiki í hend­urn­ar, við vor­um meira bún­ir að sjá klipp­ur af leik­mönn­um.

Það sama gild­ir um liðið frá Andorra. Við get­um nátt­úr­lega horft á leik­inn sem þeir spiluðu á þriðju­dag­inn svo­lítið oft og það er bara fínt. Þá sér maður hvert upp­leggið þeirra er. Það er svona það sem við tök­um aðallega mark á eins og er,“ sagði fyr­irliðinn.

Veit aldrei þegar maður þekk­ir ekki liðin

Fyr­ir­fram er Vík­ing­ur talið sig­ur­strang­legra liðið en Júlí­us sagði það mik­il­vægt að falla ekki í gryfju van­mats.

„Ég tel að við verðum að nálg­ast leik­inn al­veg eins og við gerðum á móti Levadia Tall­inn. Það má alls ekki van­meta neitt lið frá öðru landi án þess að þekkja það neitt. Ég ætla per­sónu­lega ekki að koma minna stemmd­ur en í síðasta leik.

Ég ætla að gera mitt besta til að gera það ekki vegna þess að maður veit aldrei þegar maður þekk­ir ekki liðin sem maður er að spila á móti. Þá get­ur alltaf eitt­hvað óvænt gerst. Við verðum bara að mæta með sama hug­ar­fari og við gerðum á þriðju­dag­inn.“

Eng­in ný meiðsli

Spurður út í stöðuna á leik­manna­hópi Vík­ings eft­ir stór­sig­ur­inn á Levadia á þriðju­dag sagðist hann ekki vita til þess að neinn leikmaður hafi bæst á meiðslalist­ann síðan þá.

„Ekki svo ég viti. Ég held að all­ir séu bara í topp­st­andi.“

At­hygli vakti að Ingvar Jóns­son markvörður var á vara­manna­bekkn­um í leikn­um gegn Levadia. Hann er þrátt fyr­ir það enn meidd­ur.

„Hann er ennþá á þeim lista þó hann sé hægt og ró­lega að koma sér í gang. Við erum auðvitað spennt­ir fyr­ir því að fá hann aft­ur,“ sagði Júlí­us að lok­um í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert