HK og Fylkir komin í toppsætin

Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir HK í kvöld.
Stefán Ingi Sigurðarson skoraði tvö mörk fyrir HK í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

HK og Fylk­ir, liðin sem féllu úr úr­vals­deild karla í fót­bolta síðasta haust, komust í tvö efstu sæt­in í 1. deild karla, Lengju­deild­inni, með góðum sigr­um í kvöld.

HK er komið með 15 stig á toppi deild­ar­inn­ar og hef­ur nú unnið fjóra leiki í röð und­ir stjórn Ómars Inga Guðmunds­son­ar. Fylk­ir og Sel­foss eru með 14 stig og Grótta og Grinda­vík 13 stig. Þar á eft­ir koma Fjöln­ir með 11 stig og Kórdreng­ir með 10.

HK tók á móti Kórdrengj­um í Kórn­um og eft­ir marka­laus­an fyrri hálfleik skoruðu Stefán Ingi Sig­urðar­son og Ásgeir Marteins­son fyr­ir HK á fyrstu tíu mín­út­um síðari hálfleiks. Kórdreng­ir minnkuðu strax mun­inn í 2:1 með marki Þóris Rafns Þóris­son­ar en Stefán Ingi skoraði aft­ur á 73. mín­útu, 3:1.

HK missti Eið Atla Rún­ars­son af velli með rautt spjald rétt fyr­ir leiks­lok.

Fylk­ir sótti Gróttu heim á Seltjarn­ar­nes og vann stór­sig­ur, 5:2, en Gróttu­menn voru í öðru sæti fyr­ir leiki kvölds­ins. Nikulás Val Gunn­ars­son og Mat­hi­as Laur­sen skoruðu fyr­ir Fylki í fyrri hálfleik. Kjart­an Kári Hall­dórs­son minnkaði mun­inn fyr­ir Gróttu úr víta­spyrnu í byrj­un síðari hálfleiks en Bene­dikt Daríus Garðars­son svaraði strax fyr­ir Fylki, 3:1.

Róður Grótt­unn­ar þyngd­ist þegar Kjart­an Kári fékk rauða spjaldið skömmu síðar og þeir Þórður Gunn­ar Hafþórs­son og Ómar Björn Stef­áns­son nýttu liðsmun­inn og komu Fylki í 5:1. Luke Rae náði að laga stöðuna fyr­ir Gróttu rétt fyr­ir leiks­lok.

Upp­lýs­ing­ar eru fengn­ar af urslit.net

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert