Margt breyst frá fyrsta stórmótinu

Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir með viðurkenningar fyrir að …
Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir með viðurkenningar fyrir að leika landsleiki númer 100 gegn Hvíta-Rússlandi í Belgrad í undankeppni HM í apríl. Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir er, þrátt fyr­ir ung­an ald­ur, einn allra reynd­asti leikmaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, sem held­ur í næsta mánuði á sitt fimmta Evr­ópu­mót í sög­unni, EM 2022 á Englandi.

Gló­dís, sem verður 27 ára næst­kom­andi mánu­dag, hef­ur leikið 101 lands­leik og skorað í þeim sex mörk. Hún er sjálf á leið á sitt þriðja stór­mót á ferl­in­um.

Hún lék þrjá af fjór­um leikj­um liðsins á EM 2013 í Svíþjóð, þar af einn í byrj­un­arliði, þá aðeins átján ára göm­ul, og byrjaði alla þrjá leiki þess á EM 2017 í Svíþjóð. Gló­dís kvaðst af­skap­lega spennt fyr­ir því að halda brátt á sitt þriðja Evr­ópu­mót með ís­lenska landsliðinu.

„Það leggst bara vel í mig. Þau eru öll búin að vera mjög mis­mun­andi. Þetta byrjaði mjög smátt í Svíþjóð, var svo stærra í Hollandi og verður ein­hvern veg­inn ennþá stærra núna. Svo er ég að spila mik­il­væg­ara hlut­verk núna en þegar ég fór á mitt fyrsta mót, þannig að ég er bara ótrú­lega spennt. Við erum með flott­an hóp,“ sagði Gló­dís í sam­tali við Morg­un­blaðið fyr­ir æf­ingu liðsins á Laug­ar­dals­velli í gær­morg­un.

Íslenska landsliðinu hef­ur vegnað vel að und­an­förnu og er til að mynda á toppi C-riðils í undan­keppni HM 2023, einu stigi fyr­ir ofan ríkj­andi Evr­ópu­meist­ara Hol­lands. Liðið er skipað fjölda ungra og öfl­ugra leik­manna, auk gíf­ur­lega sterkra, þaul­reyndra eldri leik­manna.

Skemmri und­ir­bún­ing­ur

Á EM á Englandi er liðið í erfiðum D-riðli með Frakklandi, Ítal­íu og Belg­íu. Franska liðið er talið lang­sig­ur­strang­leg­ast en hörð bar­átta gæti orðið milli Ítal­íu, Íslands og Belg­íu um annað sætið. Hversu langt tel­ur Gló­dís að nú­ver­andi leik­manna­hóp­ur Íslands geti kom­ist á mót­inu? „Þetta er nátt­úr­lega gríðarlega sterk­ur riðill sem við erum í. Við erum með mjög spenn­andi hóp, erum með góða blöndu af ung­um, mjög efni­leg­um og bara góðum leik­mönn­um í bland við reynslu­meiri, eldri leik­menn.

Við för­um inn í þetta mót og tök­um einn leik í einu. Við ætl­um að vinna fyrsta leik, af því að ef þú vinn­ur leik ertu í góðri stöðu til þess að kom­ast upp úr riðlin­um. Þetta verður hörku­erfitt. Belg­ar, og nán­ast öll hin liðin, hafa und­ir­búið sig tölu­vert leng­ur en við. Við erum að koma hingað á fyrstu æf­ing­una í dag [gær] þar sem við erum all­ar sam­an, á meðan flest­ir eru bún­ir að æfa sam­an síðan 1. júní,“ sagði Gló­dís, sem í vor lauk sínu fyrsta tíma­bili með þýska stórliðinu Bayern München. Hún samdi við fé­lagið til þriggja ára síðasta sum­ar.

Viðtalið við Gló­dísi má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert