Þessi mörk eru gjöf frá okkur

Atli Sigurjónsson og Mikkel Qvist eigast við í kvöld.
Atli Sigurjónsson og Mikkel Qvist eigast við í kvöld. mbl.is/Hákon

„Það er sárt að tapa 4:0,“ var það fyrsta sem Rún­ar Krist­ins­son, þjálf­ari KR, sagði í sam­tali við mbl.is eft­ir 0:4-tap gegn Breiðabliki í Bestu deild­inni í fót­bolta í kvöld. Rún­ar var ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleik, þrátt fyr­ir að vera tveim­ur mörk­um und­ir.

„Mér fannst við frá­bær­ir í fyrri hálfleik og mér fannst við stjórna leikn­um og vera betra liðið. Við náum hins­veg­ar ekki að skora og svo gef­um við fyrsta markið á silf­urfati og svo kem­ur víta­spyrn­an fljót­lega eft­ir það sem var mjög klaufa­leg líka,“ sagði Rún­ar.

Breiðablik bætti við tveim­ur mörk­um snemma í seinni hálfleik og var ekki í vand­ræðum með að sigla sigr­in­um í höfn eft­ir það.

„Fyrstu tvö mörk­in var ekk­ert sem Blikar bjuggu til. Þetta kom eft­ir að við átt­um þrjú færi. Þeir áttu jú skot í slá en eft­ir það eru þeir ekki að skapa neitt og þessi mörk eru gjöf frá okk­ur. Við feng­um tölu­vert af horn­spyrn­um og nýtt­um okk­ur þenn­an vind sem við erum með í bakið. Við kom­um þeim í vand­ræði og þess vegna var súrt að koma inn í hálfleik­inn með 2:0.

Það er ofboðslega erfið staða á móti Blik­um. Þeir eru mjög sterk­ir þegar þeir eru komn­ir yfir. Þeir voru svo með vind­inn í bakið í seinni hálfleik sem auðveldaði þeim að verj­ast. Þeir vaxa svo þegar líður á leik­inn. Þeir eiga skot í varn­ar­mann og bolt­inn breyt­ir um stefnu, 3:0. Þeir hefðu getað skorað fleiri og þetta er fúlt.

Rúnar Kristinsson
Rún­ar Krist­ins­son Ljós­mynd/​Sig­fús Gunn­ar

Okk­ar skila­boð í hálfleik var að halda áfram að trúa að við gæt­um komið til baka og unnið þenn­an leik. Við vild­um halda jafn­væg­inu og ekki fara of marg­ir fram of snemma. Þriðja markið kom hins­veg­ar óþægi­lega snemma því við ætluðum hægt og ró­lega að koma okk­ur í betri stöðu en á móti Blik­um sem eru mjög hraðir, sterk­ir og góðir í skynd­isókn­um er það erfitt, sér­stak­lega þegar þú ert 0:2 und­ir,“ sagði Rún­ar.

Sig­urður Bjart­ur Halls­son fékk tæki­færið í fram­línu KR-inga í dag og var Rún­ar ánægður með hans fram­lag. „Við vild­um fá Sigga inn, hann er fljót­ur og við vild­um koma þeim aðeins á óvart. Þetta var til­raun því ég hafði trú á að Siggi myndi nýt­ast okk­ur í dag. Hann gerði það í fyrri hálfleik og ég var mjög ánægður með hvað hann hljóp mikið, barðist og pressaði mjög vel. Það vantaði að fá fær­in,“ sagði Rún­ar.

Hann seg­ist ekki hafa sett Kjart­an Henry Finn­boga­son á bekk­inn vegna ein­hvers kon­ar ósætt­is með frammistöðu fram­herj­ans. „Alls ekki. Kjart­an stend­ur sig vel og er bú­inn að vera fínn hjá okk­ur. Við eig­um leik strax á sunnu­dag­inn aft­ur og ég vildi aðeins dreifa álag­inu,“ sagði Rún­ar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert