Fimmtán nýliðar fengu skráðan sinn fyrsta A-landsleik kvenna í fótbolta í dag þegar Ísland sigraði Eistland 2:0 í vináttulandsleik í Pärnu.
Ísland tefldi fram U23 ára liði gegn A-landsliði Eista, allir leikmenn liðsins eru fæddir á árunum 1999 til 2004, og engin í íslenska hópnum er á meðal þeirra sem fara í lokakeppni EM á Englandi.
Aðeins þrír leikmenn af átján höfðu áður leikið A-landsleik og það voru tveir af nýliðunum, Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Dagný Rún Pétursdóttir, sem skoruðu mörkin og tryggðu íslenskan sigur.
Ísland náði forystunni á 27. mínútu þegar Sólveig Jóhannesdóttir Larsen fylgdi vel á eftir í markteignum þegar markvörður Eista varði vel og skoraði af stuttu færi, 1:0 fyrir Ísland.
Mínútu síðar munaði engu að Diljá Ýr Zomers bætti við marki þegar eistneski markvörðurinn varði mjög vel frá henni.
Ásdís Karen Halldórsdóttir var nærri því að skora á 43. mínútu þegar hörkuskot hennar úr vítateignum var varið. Staðan í hálfleik var því 1:0, Íslandi í hag.
Eistar fengu gott færi í byrjun síðari hálfleiks, hörkuskot rétt yfir mark Íslands. Á 58. mínútu fékk Diljá Ýr Zomers langa sendingu innfyrir vörn Eista og skallaði yfir úthlaupandi markvörðinn en boltinn fór hárfínt framhjá markinu.
Ásdís Karen fékk tvöfalt dauðafæri á 60. mínútu þegar hún slapp innfyrir vörn Eistlands. Markvörðurinn varði frá henni, Ásdís fékk boltann aftur en skaut þá framhjá markinu.
Auður Scheving markvörður kom í veg fyrir að Eistar jöfnuðu á 69. mínútu þegar hún varði vel skalla af stuttu færi.
Ásdís Karen komst enn og aftur í færi á 73. mínútu þegar markvörðurinn varði frá henni af stuttu færi.
Ísland komst í 2:0 á 81. mínútu þegar Dagný Rún Pétursdóttir skoraði af örstuttu færi eftir hornspyrnu Ásdísar Karenar frá hægri.
Átta nýliðar voru í byrjunarliðinu en aðeins Hlín Eiríksdóttir fyrirliði, sem lék sinn 20. landsleik, Barbára Sól Gísladóttir og Ída Marín Hermannsdóttir, sem báðar léku sinn þriðja landsleik, höfðu áður leikið A-landsleiki.
Lið Íslands: Auður Scheving (Tinna Brá Magnúsdóttir 75.) – Barbára Sól Gísladóttir, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Arna Eiríksdóttir (Sóley María Steinarsdóttir 64.), Karen María Sigurgeirsdóttir – Katla María Þórðardóttir (Unnur Dóra Bergsdóttir 64.), Ásdís Karen Halldórsdóttir, Ída Marín Hermannsdóttir (Gyða Kristín Gunnarsdóttir 75.) – Hlín Eiríksdóttir (Birta Georgsdóttir 64.), Sólveig J. Larsen (Andrea Rut Bjarnadóttir 75.), Diljá Ýr Zomers (Dagný Rún Pétursdóttir 75.)
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |