Okkar heimavöllur og hér líður okkur vel

Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrir Breiðabliki á Kópavogsvelli.
Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrir Breiðabliki á Kópavogsvelli. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Breiðablik varð í gær­kvöldi fyrsta ís­lenska knatt­spyrnuliðið í sög­unni til að vinna sex­tán heima­leiki í röð í efstu deild karla. Með 4:0-sigr­in­um á KR á Kópa­vogs­velli í gær bætti Breiðablik 23 ára met ÍBV en Eyjaliðið vann fimmtán heima­leiki í röð á ár­un­um 1997 til 1999. 

Breiðablik hef­ur alls unnið nítj­án leiki í röð í keppn­is­leikj­um á heima­velli. „Þetta eru sex­tán leik­ir í deild, tveir í Evr­ópu og einn í bik­arn­um. Þetta eru nítj­án sigr­ar alls,“ sagði Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir leik­inn í gær. Hann var með töl­urn­ar á hreinu.

„Það er gam­an og gott og liðinu líður vel hérna. Við erum með frá­bæra stuðnings­menn, stemn­ing­in, and­rúms­loftið og völl­ur­inn er allt gott. Þetta er okk­ar heima­völl­ur og hér líður okk­ur vel. Hér vilj­um við spila vel og gera vel fyr­ir stuðnings­menn­ina okk­ar,“ bætti Óskar við. 

Um­fjöll­un um metið magnaða má sjá í Morg­un­blaðinu í dag. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert