Þarf að vera þolinmóður og grípa tækifærið

Karl Friðleifur Gunnarsson og fleiri Víkingar fagna að leikslokum.
Karl Friðleifur Gunnarsson og fleiri Víkingar fagna að leikslokum. Hákon Pálsson

Karl Friðleif­ur Gunn­ars­son var feg­inn þegar að blaðamaður mbl.is talaði við hann eft­ir 1:0 sig­ur Vík­ings á in­ter d'Escaldes frá Andorra í úr­slita­leik for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla á Vík­ings­velli í kvöld. Karl kom inn á völl­inn á 55. mín­útu og var einn af þeim sem gerðu gæfumun­inn í dag. 

„Mér fannst þetta ekk­ert spes leik­ur hjá okk­ur, sér­stak­lega í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu góða vörn og náðu að loka á okk­ur. Svo í seinni hálfleik þá náðum við að opna þá aðeins með breyttu kerfi og fersk­um löpp­um inn þar sem menn voru kannski þreytt­ir eft­ir síðasta leik. Svo vor­um við heppn­ir að klára þetta í lok­in.“

Karl Friðleif­ur spilaði vel eft­ir að hann kom inn og átti tvær frá­bær­ar fyr­ir­gjaf­ir í leikn­um, ein sem endaði með skoti rétt fram­hjá og svo hin sem endaði með skalla Krist­als Mána Inga­son­ar í netið. Aðspurður út í hvað hon­um fannst um sína frammistöðu sagði Karl:

„Ég er klár­lega sátt­ur með mína frammistöðu. Ég er alltaf svekkt­ur að byrja á bekkn­um og þetta var smá raun­veru­leikatékk fyr­ir mig. En það var gam­an að sjá Stalla skalla bolt­ann í netið. 

Við þurf­um að nýta hæfi­leika hvers og eins í þess­um hóp. Það þurfa all­ir að fá mín­út­ur þannig maður þarf að vera þol­in­móður og grípa tæki­færið þegar það kem­ur að manni.“

Þið eruð bún­ir að vinna sex leiki í röð eft­ir erfiða byrj­un, hvernig?

Við höf­um ekki beint breytt neinu. Úrslit­in eru bara loks­ins far­in að detta. Mér finnst við bún­ir að spila vel allt tíma­bilið og það var bara spurn­ing um hvenær þetta myndi þetta, og þetta er farið að detta með okk­ur núna, “ sagði Karl Friðleif­ur að lok­um. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert