Erum ekkert fallbyssufóður

Víkingarnir fagna eftir leikinn í gær.
Víkingarnir fagna eftir leikinn í gær. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þetta er í eina skiptið sem ég ætla ekki að vera pirraður yfir frammistöðunni,“ sagði Arn­ar Berg­mann Gunn­laugs­son, þjálf­ari Vík­ings, í sam­tali við mbl.is eft­ir 1:0 sig­ur á In­ter d'Escaldes frá Andorra í úr­slita­leik for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla á Vík­ings­velli í gær.

„Það skipt­ir svo miklu máli fyr­ir okk­ur að kom­ast áfram, þess vegna er þetta eina skiptið sem ég æta ekki að vera pirraður yfir frammistöðunni. Þetta var mjög erfiður leik­ur sem sýn­ir kannski helst hversu góð frammistaðan var á móti Levadia Tall­inn. 

Við vor­um pirraðir og náðum ekki takt­in­um okk­ar. Þá þurft­um við að grafa djúpt og finna sig­ur­inn ein­hversstaðar, sem við gerðum.“

Skipt­ir máli að hafa breiðan hóp

Það skipt­ir máli að hafa breiðan hóp. Vík­ing­ur gerði fjór­ar breyt­ing­ar á fyrstu 22 mín­út­un­um af síðari hálfleik. Leik­menn­irn­ir sem komu inn á komu með mik­inn frísk­leika og gerðu gæfumun­inn.

„Mér fannst við ekki vera stressaðir í fyrri hálfleik. Meira svona þegar leið á seinni hálfleik­inn og markið var ekki að koma og allt var að klikka hjá okk­ur. Menn voru að reyna of mikið og spila gegn sjálf­um sér í staðinn fyr­ir okk­ar leik. Með réttu skipt­ing­un­um þá náðum við aðeins að kveikja á mönn­um og sem bet­ur fer náðum við inn mark­inu. 

Það skipt­ir máli að hafa breiðan hóp. Það eru marg­ir bún­ir að fá mín­út­ur í sum­ar og við dreif­um álag­inu mikið. Svo akkúrat þegar það kem­ur að svona tím­um á tíma­bil­inu þar sem það er mikið af leikj­um, og mikið af leikj­um þar sem þú þarft öðru­vísi taktík þá skipt­ir hóp­ur­inn svo miklu máli. Maður er kannski að spila tvær til þrjár taktík­ur í hverj­um ein­asta leik.

Þannig það skipt­ir gríðarlega miklu máli að hafa menn á bekkn­um sem eru til­bún­ir að tak­ast á við það og ekki bara vera í fýlu að hafa verið á bekkn­um. Þannig ég er gríðarlega ánægður með inn­koma leik­mann­ana sem komu inn í dag.“

Vík­ings­menn eru komn­ir á skrið 

Þið hafið nú unnið sex leiki í röð eft­ir erfiða byrj­un, hvernig?

„Það hef­ur mikið breyst. Varn­ar­lín­an er miklu ör­ugg­ari í sín­um aðgerðum. Þegar að það ger­ist, eins og í fyrra, þá smit­ast það út frá sér til leik­manna fram­ar á vell­in­um. Ein­falda ástæðan af­hverju varn­ar­lín­an sé að verða ör­ugg­ari er því hún er að spila meira sam­an. Um leið og varn­ar­lín­an fer að spila upp á sitt allra besta verðum við skeinu­hætt­ir.“

Erum ekk­ert fall­byssu­fóður 

Vík­ing­ur mæt­ir Svíþjóðar­meist­ur­um Mal­mö í 1. um­ferð und­an­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar.

„Við erum klár­lega litla liðið þar en æv­in­týr­in ger­ast í fót­bolt­an­um. Við erum ekki að fara að mæta í þá viður­eign og vera eitt­hvað fall­byssu­fóður. Við verðum að halda ein­beit­ingu og sýna þroska. En við ger­um okk­ur auðvitað grein fyr­ir því að það verður mjög erfitt. Við eig­um samt mögu­leika ef við sín­um tvær topp­frammistöður,“ sagði Arn­ar að lok­um. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert