„Þetta er í eina skiptið sem ég ætla ekki að vera pirraður yfir frammistöðunni,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við mbl.is eftir 1:0 sigur á Inter d'Escaldes frá Andorra í úrslitaleik forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla á Víkingsvelli í gær.
„Það skiptir svo miklu máli fyrir okkur að komast áfram, þess vegna er þetta eina skiptið sem ég æta ekki að vera pirraður yfir frammistöðunni. Þetta var mjög erfiður leikur sem sýnir kannski helst hversu góð frammistaðan var á móti Levadia Tallinn.
Við vorum pirraðir og náðum ekki taktinum okkar. Þá þurftum við að grafa djúpt og finna sigurinn einhversstaðar, sem við gerðum.“
Skiptir máli að hafa breiðan hóp
Það skiptir máli að hafa breiðan hóp. Víkingur gerði fjórar breytingar á fyrstu 22 mínútunum af síðari hálfleik. Leikmennirnir sem komu inn á komu með mikinn frískleika og gerðu gæfumuninn.
„Mér fannst við ekki vera stressaðir í fyrri hálfleik. Meira svona þegar leið á seinni hálfleikinn og markið var ekki að koma og allt var að klikka hjá okkur. Menn voru að reyna of mikið og spila gegn sjálfum sér í staðinn fyrir okkar leik. Með réttu skiptingunum þá náðum við aðeins að kveikja á mönnum og sem betur fer náðum við inn markinu.
Það skiptir máli að hafa breiðan hóp. Það eru margir búnir að fá mínútur í sumar og við dreifum álaginu mikið. Svo akkúrat þegar það kemur að svona tímum á tímabilinu þar sem það er mikið af leikjum, og mikið af leikjum þar sem þú þarft öðruvísi taktík þá skiptir hópurinn svo miklu máli. Maður er kannski að spila tvær til þrjár taktíkur í hverjum einasta leik.
Þannig það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa menn á bekknum sem eru tilbúnir að takast á við það og ekki bara vera í fýlu að hafa verið á bekknum. Þannig ég er gríðarlega ánægður með innkoma leikmannana sem komu inn í dag.“
Víkingsmenn eru komnir á skrið
Þið hafið nú unnið sex leiki í röð eftir erfiða byrjun, hvernig?
„Það hefur mikið breyst. Varnarlínan er miklu öruggari í sínum aðgerðum. Þegar að það gerist, eins og í fyrra, þá smitast það út frá sér til leikmanna framar á vellinum. Einfalda ástæðan afhverju varnarlínan sé að verða öruggari er því hún er að spila meira saman. Um leið og varnarlínan fer að spila upp á sitt allra besta verðum við skeinuhættir.“
Erum ekkert fallbyssufóður
Víkingur mætir Svíþjóðarmeisturum Malmö í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar.
„Við erum klárlega litla liðið þar en ævintýrin gerast í fótboltanum. Við erum ekki að fara að mæta í þá viðureign og vera eitthvað fallbyssufóður. Við verðum að halda einbeitingu og sýna þroska. En við gerum okkur auðvitað grein fyrir því að það verður mjög erfitt. Við eigum samt möguleika ef við sínum tvær toppframmistöður,“ sagði Arnar að lokum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |