Gísli skaut Blikum í 8-liða úrslit

Kristinn Steindórsson skorar fyrsta mark leiksins í kvöld.
Kristinn Steindórsson skorar fyrsta mark leiksins í kvöld. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki

Í kvöld mættust ÍA og Breiðablik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu.

Fyrri hálfleikur fór hressilega af stað því strax á 11. mínútu komst Breiðablik yfir með marki frá Kristni Steindórssyni. Dagur Dan Þórhallsson átti frábæran sprett upp að marki ÍA, renndi honum á Kristin sem afgreiddi boltann snyrtilega í fjærhornið.

Á 35. mínútu komst Breiðablik í 2:0 eftir mark frá Antoni Loga Lúðvíkssyni eftir sendingu frá Kristni Steindórssyni. 2:0 í hálfleik og útlitið ekki gott fyrir ÍA.

Seinni hálfleikur fór hressilega af stað því strax á 51. mínútu fengu ÍA vítaspyrnu þegar Höskuldur Gunnlaugsson braut á Gísla Laxdal.

Kaj Leo í Bartalsstovu tók vítið og skoraði af miklu öryggi.

Á 74. mínútu dró heldur betur til tíðinda þegar Wout Droste átti sendingu upp völlinn sem Anton Ari Einarsson markmaður Breiðabliks kom út í og missti boltann undir sig, Kaj Leo var fyrstur að bregðast við og skoraði í autt markið, staðan orðin 2:2.

Á 90. mínútu komst Omar Sowe á hörkusprett upp vinstri kantinn, lagði boltann út á Gísla Eyjólfsson sem afgreiddi boltann snyrtilega í fjærhornið. Staðan orðin 3:2 fyrir Breiðablik og það voru lokaúrslit leiksins.

Breiðablik eru því komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en ÍA sitja eftir og geta því einbeitt sér að deildinni þar sem þeir eru nálægt botninum.

ÍA 2:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) skorar Mark!! 2:3 Gísli Eyjólfsson að fara langt með að tryggja Breiðablik sæti í 8 liða úrslitum. Frábær sprettur upp vinstri kantinn hjá Omar Sowe sem gefur hann út á Gísla sem á frábært skot í fjærhornið. Árni Snær hreyfðist ekki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka