Eyjamenn fyrstir til að ná jafntefli gegn Blikum

Barist um boltann í leiknum í dag.
Barist um boltann í leiknum í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Botnlið ÍBV tók á móti toppliði Breiðabliks á Hásteinsvelli í dag í Bestu deild karla. Mikil spenna einkenndi leikinn sem endaði þó með markalausu jafntefli, 0:0.

Eyjamenn höfðu verið að spila ágætlega í sumar en uppskeran rýr. Fyrir leik var ÍBV í neðsta sæti með 4 stig, jafn mikið og Leiknir í því næstneðsta. Breiðablik voru hinsvegar fyrir leikinn með átta stiga forystu á toppi deildarinnar.

Leikurinn byrjaði vel og var strax ljóst að hann yrði opinn og spennandi. Breiðablik sýndi meiri gæði á boltanum en Eyjamenn voru kraftmiklir og beinskeittir í sínum aðgerðum.

Fyrsta korterið þurfti Guðjón Orri, markvörður ÍBV, að gera virkilega vel til að koma í veg fyrir að Blikar brytu ísinn strax í byrjun. Eftir það tóku þó Eyjamenn við sér og áttu sín færi hinumegin.

Bæði lið komust oftar en einusinni í álitlega stöðu en allt kom fyrir ekki og þegar flautað var til háflleiks var staðan markalaus og markmenn liðanna í aðalhlutverki.

Síðari hálfleikur spilaðist ekkert ólíkt þeim fyrri. Blikar liprir á boltann en Eyjamenn fastir fyrir og beinskeittir. Líkt og í fyrri hálfleik var síðari hálfleikur nokkuð opin og bæði lið fengu sín færi.

Á 56. mínútu fékk Telmo, miðjumaður ÍBV, dauðafæri fyrir opnu marki eftir að Anton Ari í marki Blika hafði varið frá Andra Rúnari. Anton Ari gerði hinsvegar mjög vel og náði að komast fyrir frákastið hjá Telmo.

Þegar um 20 mínútur lifðu leiks fékk Omar Sowe, varamaður Breiðabliks, svipað færi hinumegin. Hann fann sig fyrir nánast opnu marki en Guðjón Ernir, bakvörður ÍBV, gerði vel og komst fyrir skot Omars.

Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, fékk stuttu seinna annað dauðafæri fyrir Blika en hitti boltann illa úr meters hæð og boltinn yfir mark Eyjamanna.

Þegar u.þ.b. korter var eftir að leiknum virtist Ísak Snær, framherji Blika, slá til Telmo, miðjumanns ÍBV, sem varð til þess að allt sauð upp úr. Vilhjálmur dómari sleppti Ísaki með gult spjald sem fór illa í leikmenn og stuðningsmenn ÍBV.

Undir lokin sóttu Blikar stíft og freistuðu þess að koma inn sigurmarki. Það var þó Kundai Benyu, miðjumaður ÍBV, sem komst óvænt inn fyrir vörn Blika á síðstu sekúndum leiksins. Honum brást þó bogalistin þegar hann reyndi að setja boltann yfir Anton Ara markmann Blika.

Það var því markalaust þegar Vilhjálmur flautaði til leiksloka og bæði lið eflaust að naga handabökin yfir úrslitunum, sem voru þó vissulega sanngjörn.

Eftir leikinn sitja Eyjamenn í fallsæti með 5 stig, stigi á undan Leiknismönnum sem spila á mánudaginn. Blikar eru hinsvegar enþá þægilega á toppnum, en Víkingur getur núna minnkað bilið niður í 6 stig með sigri í leik sem þeir eiga á Blika.

ÍBV 0:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka