Langþráður fyrsti sigur Leiknis kom gegn ÍA

Skagamaðurinn Eyþór Aron Wöhler og Leiknismasðurinn Birgir Baldvinsson eigast við.
Skagamaðurinn Eyþór Aron Wöhler og Leiknismasðurinn Birgir Baldvinsson eigast við. mbl.is/Arnþór Birkisson

Leikn­ir vann sinn fyrsta sig­ur í Bestu deild karla í knatt­spyrnu á tíma­bil­inu og þann fyrsta í tæpt ár þegar liðið fékk ÍA í heim­sókn í Breiðholtið í kvöld. Lauk leikn­um með 1:0-sigri Leikn­ismanna.

Leik­ur­inn byrjaði nokkuð fjör­lega þar sem bæði lið fengu prýðis færi til þess að ná for­yst­unni en tókst ekki.

Um miðjan fyrri hálfleik­inn fóru leik­ar að ró­ast um­tals­vert og gerðist fátt markvert þar til und­ir lok hans þegar Skaga­menn fengu tvö góð skot­færi.

Fyrst gerði Bene­dikt Warén sig lík­leg­an eft­ir lag­leg­an sprett en skot hans rétt fyr­ir utan víta­teig fór naum­lega fram­hjá.

Skömmu síðar náði Eyþór Aron Wöhler skoti ut­ar­lega úr víta­teign­um en Vikt­or Freyr Sig­urðsson varði það.

Und­ir blálok hálfleiks­ins átti Emil Ber­ger svo hættu­lega til­raun fyr­ir Leikni við víta­teigs­lín­una í kjöl­far horn­spyrnu en lag­legt vinstri­fót­ar skot hans á lofti fór naum­lega fram­hjá nær­stöng­inni.

Marka­laust var því í leik­hléi.

Í upp­hafi síðari hálfleiks áttu bæði lið nokkr­ar ágæt­is skottilraun­ir fyr­ir utan víta­teig en eng­in opin færi.

Á 64. mín­útu gerði Leikn­ir tvö­falda breyt­ingu og aðeins mín­útu seinna átti ann­ar þeirra, Ró­bert Hauks­son, þátt í sig­ur­mark­inu.

Reyndi hann send­ingu á Mikk­el Dahl sem náði að pota í bolt­ann, í Wout Droste þaðan sem bolt­inn rúllaði til Mikk­el Jak­ob­sen sem þakkaði fyr­ir sig og renndi bolt­an­um niður í nær­hornið af stuttu færi.

Í kjöl­far marks­ins gengu Leikn­is­menn á lagið og gerðu sig trekk í trekk lík­lega til þess að tvö­falda for­yst­una.

Ró­bert fékk frá­bært færi á 72. mín­útu þegar Jak­ob­sen fann hann í víta­teign­um, Ró­bert klöngraðist ein­hvern veg­inn í gegn­um varn­ar­mann ÍA og þrumaði að marki af stuttu færi en Árni Snær Ólafs­son varði vel.

Enn betra færi fékk Dahl á 79. mín­útu þegar hann slapp einn í gegn eft­ir send­ingu Maciej Mak­uszewski en renndi bolt­an­um naum­lega fram­hjá mark­inu.

Á fjórðu mín­útu upp­bót­ar­tíma fékk Kaj Leo í Bartals­stovu beint rautt spjald fyr­ir að hrinda Birgi Bald­vins­syni í aug­lýs­inga­skiltið. Mak­uszewski kom aðvíf­andi og ýtti Kaj Leo. Fékk hann sömu­leiðis beint rautt spjald.

Skaga­menn náðu ann­ars ekki að skapa sér neitt það sem eft­ir lifði leiks og sigldu Leikn­is­menn því af­skap­lega kær­komn­um sigri í höfn, þeim fyrsta í deild­inni í um 11 mánuði.

Leikn­ir fer með sigr­in­um upp fyr­ir ÍBV í 11. sæti og er nú með 7 stig, aðeins einu stigi á eft­ir ÍA sem er með 8 stig í 10. sæti.

Leikn­ir R. 1:0 ÍA opna loka
skorar Mikkel Jakobsen (65. mín.)
Mörk
fær gult spjald Birgir Baldvinsson (57. mín.)
fær gult spjald Róbert Hauksson (80. mín.)
fær gult spjald Leiknir (83. mín.)
fær rautt spjald Maciej Makuszewski (90. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Gísli Laxdal Unnarsson (45. mín.)
fær gult spjald Benedikt V. Warén (74. mín.)
fær rautt spjald Kaj Leo i Bartalsstovu (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90+7 Leiknir siglir langþráðum og kærkomnum sigri í höfn!
90 Brynjar Snær Pálsson (ÍA) á skalla sem fer framhjá
+7 Skallinn úr þröngu færi fer framhjá.
90 Maciej Makuszewski (Leiknir R.) fær rautt spjald
+4 Pólverjinn fær líka beint rautt spjald! Einhver handalögmál í kjölfar rauða spjalds Kaj Leo.
90 Kaj Leo i Bartalsstovu (ÍA) fær rautt spjald
+4 Beint rautt! Hrindir Birgi á auglýsingaskilti!
90 ÍA fær hornspyrnu
+1 Hún er skölluð frá, Kaj Leo reynir svo aðra fyrirgjöf og þá eru Skagamenn dæmdir brotlegir.
90 Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) kemur inn á
90 Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) fer af velli
90 Leiknir R. fær hornspyrnu
Tekin stutt og rennur út í sandinn.
86 Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) á skalla sem er varinn
Skallinn utarlega úr teignum setur Viktor Frey ekki í nein vandræði.
85 Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) á skot framhjá
Skotið fyrir utan teig fer talsvert yfir markið.
83 Leiknir (Leiknir R.) fær gult spjald
Á Halldór Geir Heiðarsson, einn í teymi Leiknis, sýndist mér.
81 Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) á skot framhjá
Skotið framhjá úr þröngu færi, Viktor Freyr var kominn nokkuð út úr marki sínu.
81 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) kemur inn á
Varnarsinnuð skipting.
81 Mikkel Dahl (Leiknir R.) fer af velli
80 Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) kemur inn á
80 Benedikt V. Warén (ÍA) fer af velli
80 Róbert Hauksson (Leiknir R.) fær gult spjald
Kemur of seint í Steinar.
79 Mikkel Dahl (Leiknir R.) á skot framhjá
Dauðafæri! Dahl sleppur einn í gegn eftir sendingu Makuszewski, Dahl rennir boltanum framhjá Árna Snæ en einnig rétt framhjá markinu!
75 Brynjar Hlöðvers (Leiknir R.) á skalla sem er varinn
Skallinn í kjölfarið beint á Árna Snæ.
75 Emil Berger (Leiknir R.) á skot sem er varið
Fínasta skot úr aukaspyrnunni sem Árni Snær ver vel til hliðar.
74 Benedikt V. Warén (ÍA) fær gult spjald
Aukaspyrna á stórhættulegum stað.
72 Leiknir R. fær hornspyrnu
Brynjar fellur við í teignum og Leiknismenn vilja vítaspyrnu en ekkert dæmt. Virtust hafa talsvert til síns máls þarna.
72 Emil Berger (Leiknir R.) á skot sem er varið
Boltinn berst til Berger sem þrumar að marki en skotið af varnarmanni og aftur fyrir.
72 Róbert Hauksson (Leiknir R.) á skot sem er varið
Dauðafæri! Jakobsen finnur Róbert í teignum, hann klöngrast einhvern veginn í gegn og þrumar að marki af stuttu færi en Árni Snær ver!
70 Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) kemur inn á
70 Wout Droste (ÍA) fer af velli
69 Emil Berger (Leiknir R.) á skot sem er varið
Laglegt spil sem endar með skoti af vítateigslínunni en það fer beint á Árna Snæ!
68 Maciej Makuszewski (Leiknir R.) á skot framhjá
Svakalegt skot á vítateigslínunni sem virðist vera að fara rakleitt upp í samskeytin en boltinn rétt yfir!
66 Kaj Leo i Bartalsstovu (ÍA) kemur inn á
66 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) fer af velli
65 MARK! Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) skorar
1:0 Leiknir tekur forystuna! Róbert reynir sendingu inn á teig, Dahl potar í boltann sem fer af Droste og þaðan til Jakobsen sem er einn á auðum sjó nálægt vítapunktinum og rennir honum niður í nærhornið!
64 Sindri Björnsson (Leiknir R.) kemur inn á
64 Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) fer af velli
64 Róbert Hauksson (Leiknir R.) kemur inn á
64 Kristófer Konráðsson (Leiknir R.) fer af velli
63 Kristófer Konráðsson (Leiknir R.) á skot sem er varið
Hörkuskot fyrir utan teig en Vall gerir mjög vel í að renna sér fyrir það.
62 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skot sem er varið
Skotið fyrir utan teig fer í varnarmann.
61 Benedikt V. Warén (ÍA) á skot sem er varið
Kemur sér í gott skotfæri og tekur skotið í nærhornið en Viktor Freyr er vandanum vaxinn.
57 Birgir Baldvinsson (Leiknir R.) fær gult spjald
Fyrir kröftug mótmæli eftir að það er dæmd aukaspyrna á hann, sem virtist sannarlega rangur dómur. Var á undan Steinari í boltann.
54 Kristófer Konráðsson (Leiknir R.) á skot framhjá
Skotið fyrir utan teig mjög hátt yfir markið.
53 Mikkel Dahl (Leiknir R.) á skot sem er varið
Dahl nær prýðis viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf Birgis en Árni Snær ekki í neinum vandræðum með það.
51 Johannes Björn Vall (ÍA) á skot framhjá
Þrumuskot fyrir utan teig en það fer naumlega yfir samskeytin.
49 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skalla sem er varinn
Skallinn nánast af vítateigslínu, Viktor Freyr ekki í neinum vandræðum með að verja hann.
47
Hlynur Sævar kemur beint inn í miðvörðinn, Droste færir sig niður við hlið hans, Steinar fer aftar á miðjuna og Lindberg í holuna.
46 Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) á skot framhjá
Lindberg kemur boltanum á Gísla, hann reynir skot rétt utan teigs en það fer talsvert hátt yfir markið.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Leiknismenn hefja síðari hálfleikinn.
46 Kristian Lindberg (ÍA) kemur inn á
Tvöföld skipting í hálfleik! Báðir miðverðirnir þurfa að fara af velli.
46 Aron Bjarki Jósepsson (ÍA) fer af velli
46 Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) kemur inn á
46 Oliver Stefánsson (ÍA) fer af velli
45 Hálfleikur
+2 Það er markalaust í leikhléi.
45 Emil Berger (Leiknir R.) á skot framhjá
+2 Hornspyrnan er skölluð frá, Berger nær til boltans og tekur flott vinstri fótar skot rétt utan teigs en það fer naumlega framhjá nærstönginni.
45 Leiknir R. fær hornspyrnu
+1
45 Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) fær gult spjald
Kemur allt of seint í Viktor Frey.
44
Steinar með stórhættulega fyrirgjöf af vinstri kanti á nærstöngina, Eyþór Aron er hársbreidd frá því að ná til boltans en hann rúllar yfir á hinn kantinn.
43 Emil Berger (Leiknir R.) á skot framhjá
Þrumuskot fyrir utan teig, það fer talsvert yfir markið.
42 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skot sem er varið
Hörkuskot hægra megin úr teignum en Viktor Freyr ver það út í teig og Eyþór Aron brýtur svo á Brynjari.
41 Benedikt V. Warén (ÍA) á skot framhjá
Frábær sprettur hjá Benedikt í kjölfar þess að Vall vann boltann við miðjulínu, skotið rétt fyrir utan teig fer hins vegar naumlega framhjá!
39
Síðari hluti fyrri hálfleiks verið ansi tíðindalítill.
32 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skot framhjá
Jón Gísli með langt innkast inn á teig, Aron Bjarki fleytir boltanum áfram og Eyþór Aron reynir bakfallsspyrnu en skotið talsvert framhjá markinu.
23
Vall steinsofandi við miðjuna og missir boltann, Makusewski brunar fram og á stórhættulega þversendingu með jörðinni en hún er aðeins of innarlega fyrir Dahl.
22 ÍA fær hornspyrnu
Viktor Freyr grípur hana.
19 ÍA fær hornspyrnu
Hún fer yfir allan pakkann og aftur fyrir.
17 Emil Berger (Leiknir R.) á skot framhjá
Hornspyrnan er tekin stutt og boltanum er komið út á Berger sem er með mikið pláss rétt fyrir utan teig en skotið úr afar góðri stöðu framhjá nærstönginni!
16 Leiknir R. fær hornspyrnu
16 Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) á skot sem er varið
Skot úr D-boganum en aftur er Aron Bjarki fyrir því.
15 Kristófer Konráðsson (Leiknir R.) á skot sem er varið
Boltinn berst til Kristófers sem reynir skot úr erfiðari stöðu og það fer í varnarmann.
14 Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) á skot sem er varið
Dauðafæri! Jakobsen kominn í frábæra stöðu í teignum og nær loks skotinu en Aron Bjarki kemst fyrir það.
10
Makuszewski nálægt því að ná til boltans á teignum en Oliver tekst að hreinsa í hann og boltinn fer svo aftur fyrir.
9 Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) á skot sem er varið
Færi! Skagamenn geysast í sókn, Gísli fær boltann utarlega í teignum og reynir skot en Viktor Freyr ver það út í teiginn. Hefði frekar átt að renna boltanum þvert fyrir markið á Eyþór Aron sem var í betri stöðu.
9 Leiknir R. fær hornspyrnu
Skagamenn koma boltanum frá.
4 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skalla sem fer framhjá
Færi! Brynjar Snær með flottan bolta úr hornspyrnunni, Eyþór Aron nær skalla af stuttu færi en hann fer yfir markið!
3 ÍA fær hornspyrnu
2 ÍA fær hornspyrnu
Hún er hreinsuð frá.
1 Leikur hafinn
Skagamenn hefja leikinn.
0
Liðin ganga hér inn á völlinn. Leikurinn hefst ekki alveg á tilsettum tíma.
0
Hjá Leikni eru Árni Elvar Árnason, Hjalti Sigurðsson, Ósvald Jarl Traustason og Óttar Bjarni Guðmundsson fjarri góðu gamni.
0
Hjá ÍA eru þeir Christian Köhler, Alexander Davey, Garðar Gunnlaugsson og Hallur Flosason fjarverandi.
0
Athygli vekur að Kaj Leo í Bartalsstovu byrjar á varamannabekk ÍA í kvöld. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2:3-tapi gegn Breiðabliki í Mjólkurbikarnum fyrir viku síðan.
0
Skagamenn hafa einungis unnið einn deildarleik í sumar og vilja spyrna sér enn lengra frá tveimur neðstu liðunum, ÍBV og Leikni.
0
Óhætt er að segja að um mikilvægan leik sé að ræða fyrir bæði lið. Leiknir er enn í leit að sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar og nái liðið því í kvöld myndi einungis eitt lið skilja það og ÍA að.
0
Leiknir er í 12. sæti, botnsætinu, með aðeins 4 stig og ÍA er í 10. sæti með 8 stig. Bæði lið hafa leikið tíu leiki.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Leiknis úr Reykjavík og ÍA í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Leiknir R.: (4-3-3) Mark: Viktor Freyr Sigurðsson. Vörn: Dagur Austmann Hilmarsson, Bjarki Aðalsteinsson, Brynjar Hlöðvers, Birgir Baldvinsson. Miðja: Daði Bærings Halldórsson (Sindri Björnsson 64), Emil Berger, Kristófer Konráðsson (Róbert Hauksson 64). Sókn: Maciej Makuszewski, Mikkel Dahl (Gyrðir Hrafn Guðbrandsson 81), Mikkel Jakobsen (Arnór Ingi Kristinsson 90).
Varamenn: Bjarki Arnaldarson (M), Sindri Björnsson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Jón Hrafn Barkarson, Róbert Hauksson, Loftur Páll Eiríksson, Arnór Ingi Kristinsson.

ÍA: (4-3-3) Mark: Árni Snær Ólafsson. Vörn: Jón Gísli Eyland, Aron Bjarki Jósepsson (Kristian Lindberg 46), Oliver Stefánsson (Hlynur Sævar Jónsson 46), Johannes Björn Vall. Miðja: Wout Droste (Ingi Þór Sigurðsson 70), Brynjar Snær Pálsson, Steinar Þorsteinsson. Sókn: Gísli Laxdal Unnarsson, Eyþór Aron Wöhler (Kaj Leo i Bartalsstovu 66), Benedikt V. Warén (Guðmundur Tyrfingsson 80).
Varamenn: Árni Marinó Einarsson (M), Kaj Leo i Bartalsstovu, Guðmundur Tyrfingsson, Haukur Andri Haraldsson, Ingi Þór Sigurðsson, Hlynur Sævar Jónsson, Kristian Lindberg.

Skot: Leiknir R. 17 (11) - ÍA 14 (6)
Horn: ÍA 5 - Leiknir R. 5.

Lýsandi: Gunnar Egill Daníelsson
Völlur: Domusnova-völlurinn

Leikur hefst
4. júlí 2022 19:15

Aðstæður:
Tíu gráðu hiti, skýjað og smá vindur. Völlurinn flottur.

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Ragnar Þór Bender

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert