Stjörnumenn jöfnuðu á lokakaflanum

Guðmundur Baldvin Nökkvason úr Stjörnunni og FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson eigast …
Guðmundur Baldvin Nökkvason úr Stjörnunni og FH-ingurinn Matthías Vilhjálmsson eigast við. Ljósmynd/Kristinn Steinn

FH og Stjarn­an skildu jöfn, 1:1, í Bestu deild karla í fót­bolta á Kaplakrika­velli í kvöld. Með úr­slit­un­um fór FH upp í átt­unda sæti og upp fyr­ir Fram þar sem liðið er með tíu stig. Stjarn­an er í þriðja sæti með 20 stig.

Fyrri hálfleik­ur­inn var með allra ró­leg­asta móti og gekk liðunum afar illa að skapa sér færi. Bald­ur Logi Guðlaugs­son fékk besta færi FH í fyrri hálfleik þegar hann tók við bolt­an­um í teign­um, fór fram­hjá Har­aldi Björns­syni í marki Stjörn­unn­ar, en setti bolt­ann fram­hjá úr þröngu færi.

Ísak Andri Sig­ur­geirs­son og Óskar Örn Hauks­son reyndu báðir lang­skot fyr­ir Stjörn­una í fyrri hálfleik en Ísak skaut beint á Gunn­ar Niel­sen í marki FH og Óskar skaut rétt fram­hjá. Fátt annað markvert gerðist í hálfleikn­um og voru hálfleikstöl­ur því 0:0.

Sú staða breytt­ist í 1:0 fyr­ir FH á 57. mín­útu þegar Steven Lennon skoraði af stuttu færi eft­ir send­ingu frá Birni Daní­el Sverris­syni í kjöl­far þess að Stjörnu­mönn­um gekk illa að verj­ast horn­spyrnu. Markið er það fyrsta sem Lennon skor­ar frá því í 1. um­ferðinni gegn Vík­ingi.

Því miður fyr­ir Lennon reynd­ist það ekki sig­ur­mark því Stjörnu­menn jöfnuðu á 87. mín­útu. Gunn­ar Niel­sen fór þá í skóg­ar­hlaup eft­ir horn­spyrnu og bolt­inn datt á Ad­olf Daða Birg­is­son ut­ar­lega í teign­um og strák­ur­inn ungi kláraði glæsi­lega upp í þak­netið.

Þrátt fyr­ir góð færi beggja liða í upp­bót­ar­tíma urðu mörk­in ekki fleiri og skiptu þau því með sér stig­un­um. 

FH 1:1 Stjarn­an opna loka
skorar Steven Lennon (57. mín.)
Mörk
skorar Adolf Daði Birgisson (87. mín.)
fær gult spjald Logi Hrafn Róbertsson (35. mín.)
fær gult spjald Ástbjörn Þórðarson (55. mín.)
fær gult spjald Steven Lennon (80. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Daníel Laxdal (82. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Heilt yfir frekar sanngjörn úrslit. Þetta var rólegt framan af en lifnaði aðeins við í seinni og lifnaði svo rosalega við í uppbótartímanum.
90 Matthías Vilhjálmsson (FH) á skot framhjá
Brunar í sókn hinum megin og á skot hársbreidd framhjá fjærstönginni. Heldur betur fjör í uppbótartímanum!
90 Stjarnan fær hornspyrnu
90 Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) á skot framhjá
Boltinn fer svo á Adolf, sem er nánast á marklínunni, en tekst einhvern veginn að setja boltann yfir áður en FH-ingar bjarga í horn. Stjörnumenn svo rosalega nálægt því að skora sigurmark.
90 Óli Valur Ómarsson (Stjarnan) á skot í stöng
Glæsilegt skot af 20 metra færi eða svo en boltinn í stöngina. Hársbreidd frá því að skora fallegt sigurmark.
90 Máni Austmann Hilmarsson (FH) á skot sem er varið
Sleppur einn í gegn en kemur sjálfum sér í mun þrengra færi en hann þurfti og að lokum gerir Haraldur mjög vel í að verja.
87 MARK! Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) skorar
1:1 - Stjörnumenn jafna! Gunnar Nielsen í skógarhlaup eftir hornspyrnu og boltinn endar á Adolf sem klárar þetta glæsilega úr teignum. Setti boltann bara upp í þaknetið utarlega úr teignum.
87
Ísak Andri með stórhættulega fyrirgjöf en Adolf og Haurits rétt missa af boltanum í markteignum.
86 Stjarnan fær hornspyrnu
86 Máni Austmann Hilmarsson (FH) kemur inn á
86 Kristinn Freyr Sigurðsson (FH) fer af velli
82 Daníel Laxdal (Stjarnan) fær gult spjald
Fyrir flotta tæklingu í boltann. Kolrangur dómur.
80 Steven Lennon (FH) fær gult spjald
Fer illa í Björn Berg. Klárt spjald.
78 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) kemur inn á
78 Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) fer af velli
78 Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) kemur inn á
78 Guðmundur Baldvin Nökkvason (Stjarnan) fer af velli
76 FH fær hornspyrnu
76 Steven Lennon (FH) á skalla sem er varinn
Hættulegur skalli eftir hornið en Haraldur gerir vel að slá boltann yfir.
75 FH fær hornspyrnu
Oliver með svakalegan sprett upp hægri kantinn og hann nær í horn.
75
Lennon fer niður innan teigs og vill víti en Jóhann Ingi segir nei. Það var ekkert að þessu.
71
Björn Berg liggur eftir meiddur og fær aðhlynningu. Hann ætlar að hrista þetta af sér og halda áfram.
67 Oliver Heiðarsson (FH) kemur inn á
67 Baldur Logi Guðlaugsson (FH) fer af velli
66 Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) á skot sem er varið
Ástbjörn missir boltann klaufalega á eigin vallarhelmingi og Ísak Andri finnur Adolf Daða en strákurinn ungi skýtur beint á Gunnar Nielsen sem er vel staðsettur.
64 Kristinn Freyr Sigurðsson (FH) á skot sem er varið
Kristinn Freyr með fína sendingu á Lennon sem reynir skotið utarlega í teignum en boltinn rúllar í fangið á Haraldi sem ver örugglega. Allt annað að sjá Lennon eftir þetta mark. Kærkomið var það fyrir hann.
62 Oliver Haurits (Stjarnan) á skalla sem fer framhjá
Eftir fyrirgjöf frá Óskari. Færið erfitt og boltinn nokkuð framhjá. Fram að þessu færi hafði FH verið sterkari aðilinn eftir markið. Greinilega gefið heimamönnum aukinn kraft að ná inn markinu.
61 Björn Daníel Sverrisson (FH) á skot framhjá
Reynir skotið af 25 metra færi úr aukaspyrnu en boltinn vel yfir.
57 Oliver Haurits (Stjarnan) kemur inn á
57 Emil Atlason (Stjarnan) fer af velli
57 Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) kemur inn á
57 Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) fer af velli
57 MARK! Steven Lennon (FH) skorar
1:0 - FH er komið yfir! Lennon skorar af stuttu færi í teignum eftir hornið. Björn Daníel kom boltanum á Skotann eftir smá vandræðagang í vörninni hjá Stjörnunni. Fyrsta mark Lennon frá því í 1. umferðinni.
56 FH fær hornspyrnu
Þórarinn Ingi skallar boltann frekar klaufalega framhjá eigin marki og FH fær ódýra hornspyrnu.
55 Ástbjörn Þórðarson (FH) fær gult spjald
Pesytog á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar. Stöðvaði sókn og tók á sig spjaldið.
51 Kristinn Freyr Sigurðsson (FH) á skot framhjá
Vel framhjá úr teignum eftir vandræðagang í vörn Stjörnunnar.
50 Steven Lennon (FH) á skot framhjá
Eitt besta færi leiksins til þessa. Ástbjörn með flottan sprett upp hægri kantinn og fyrirgjöf inn í teiginn þar sem Lennon kemur á fleygiferð en setur boltann nokkuð framhjá.
46 Seinni hálfleikur hafinn
FH byrjar með boltann í seinni hálfleik.
46 Lasse Petry (FH) kemur inn á
46 Logi Hrafn Róbertsson (FH) fer af velli
45 Hálfleikur
Langt frá því að vera skemmtilegasti fyrri hálfleikurinn til þessa í sumar. Það gerðist býsna lítið og er stðaan því markalaus í leikhléi.
45
Daníel Finns Matthíasson með nóg af plássi hægra megin en hann setur boltann beint í fangið á Gunnari Nielsen í marki FH. Saga leiksins til þessa.
42 Baldur Logi Guðlaugsson (FH) á skot framhjá
Ólafur með fyrirgjöf frá vinstri en Baldur hittir boltann illa í teignum. Í þessi fáu skipti sem FH hefur komist í vítateig Stjörnunnar hafa skotin verið mjög misheppnuð.
37 Baldur Logi Guðlaugsson (FH) á skot framhjá
Í fínasta færi í teignum en hittir boltann afar illa. Setur hann þrjá metra framhjá eða svo.
35 Logi Hrafn Róbertsson (FH) fær gult spjald
Stöðvar skyndisókn með peysutogi.
33
Boltinn er meira og minna búinn að vera á miðjum vellinum síðasta korterið. Liðunum gengur illa að skapa sér færi.
28 Stjarnan fær hornspyrnu
Eftir sókn upp vinstri kantinn. Vonandi er þetta að lifna við hjá okkur í Hafnarfirðinum.
25
Rólegar síðustu mínútur. Varnirnar eru að gera betur en sóknirnar og markverðirnir hafa það náðugt.
19
Liðin skiptast á að vera með boltann. Þeim gengur frekar illa að komast í góð færi. Bæði lið búin að fá nokkrar hornspyrnur en ekkert komið út úr þeim.
18 FH fær hornspyrnu
Nú fá FH-ingar horn eftir sókn upp hægri kantinn.
15 Stjarnan fær hornspyrnu
Stjörnumenn fá aðra tilraun, núna hægra megin. FH-ingar koma boltanum hinsvegar í burtu. Markverðirnir ekki þurft að taka á honum stóra sínum enn þá.
15 Stjarnan fær hornspyrnu
14 Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) á skot framhjá
Sækir að miðri vörn FH og lætur vaða rétt utan teigs en boltinn nokkuð framhjá fjærstönginni. Fínasta tilraun.
9 Stjarnan fær hornspyrnu
Fínn sprettur hjá Ísaki Andra en hann skýtur að lokum í varnarmann og rétt framhjá.
8 Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Fast skot af 20 metra færi eða svo en beint á Gunnar Nielsen sem grípur boltann.
7 Baldur Logi Guðlaugsson (FH) á skot framhjá
Færi! Björn Daníel með flotta fyrirgjöf og Baldur Logi tekur við boltanum í teignum, leikur á Harald en nær ekki að koma boltanum í netið þar sem færið var orðið býsna þröngt.
4 Logi Hrafn Róbertsson (FH) á skot framhjá
Ástbjörn með fyrirgjöf frá hægri en Logi hittir boltann afar illa og skólfar honum framhjá.
3
Lennon með spyrnuna en hún er mjög slök. Boltinn endar á fyrsta manni Stjörnunnar á nærstönginni.
2 FH fær hornspyrnu
Heimamenn fá fyrstu hornspyrnuna í kvöld eftir sókn upp hægri kantinn.
1 Leikur hafinn
Stjörnumenn byrja með boltann og sækja í áttina að Kópavogi.
0
Liðin eru komin inn á völlinn. FH er í sínum hvítu treyjum og Stjarnan í sínum bláu.
0
Matthías Vilhjálmsson gerði tvö mörk fyrir FH og Baldur Logi Guðlaugsson og Jónatan Ingi Jónsson sitt markið hvor í 4:0-útisigri á Stjörnunni á síðustu leiktíð.
0
Þessi lið gerðu 1:1-jafntefli á þessum velli á síðasta ári. Jónatan Ingi Jónsson kom FH yfir en Einar Karl Ingvarsson jafnaði fyrir Stjörnuna.
0
Þessi lið hafa mæst 32 sinnum í efstu deild. FH er með fimmtán sigra, Stjarnan sex og ellefu sinnum hafa þau gert jafntefli.
0
Síðasti sigur FH í deildinni kom 15. maí. Liðið er aðeins með tvo sigra í deildinni í sumar.
0
Stjarnan hefur gert tvö jafntefli í röð eftir þrjá sigra í röð þar á undan. Stjörnumenn vilja komast aftur á sigurbraut gegn grönnum sínum.
0
Þetta er annar leikurinn sem FH spilar í deildinni eftir að Eiður Smári Guðjohnsen tók við af Ólafi Jóhannessyni. Í frumraun Eiðs gerði FH jafntefli á útivelli gegn ÍA, 1:1.
0
FH er í 9. sæti með 9 stig og Stjarnan í 3. sæti með 19 stig. Bæði lið hafa leikið tíu leiki.
0
Gott kvöld og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik FH og Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

FH: (4-3-3) Mark: Gunnar Nielsen. Vörn: Ástbjörn Þórðarson, Guðmundur Kristjánsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Ólafur Guðmundsson. Miðja: Kristinn Freyr Sigurðsson (Máni Austmann Hilmarsson 86), Logi Hrafn Róbertsson (Lasse Petry 46), Björn Daníel Sverrisson. Sókn: Baldur Logi Guðlaugsson (Oliver Heiðarsson 67), Matthías Vilhjálmsson, Steven Lennon.
Varamenn: Atli Gunnar Guðmundsson (M), Haraldur Einar Ásgrímsson, Lasse Petry, Oliver Heiðarsson, Máni Austmann Hilmarsson, Jóhann Ægir Arnarsson, Vuk Oskar Dimitrijevic.

Stjarnan: (4-3-3) Mark: Haraldur Björnsson. Vörn: Óli Valur Ómarsson, Daníel Laxdal, Björn Berg Bryde, Þórarinn Ingi Valdimarsson. Miðja: Óskar Örn Hauksson (Ólafur Karl Finsen 78), Guðmundur Baldvin Nökkvason (Einar Karl Ingvarsson 78), Eggert Aron Guðmundsson. Sókn: Daníel Finns Matthíasson (Adolf Daði Birgisson 57), Emil Atlason (Oliver Haurits 57), Ísak Andri Sigurgeirsson.
Varamenn: Viktor Reynir Oddgeirsson (M), Þorsteinn Aron Antonsson, Einar Karl Ingvarsson, Ólafur Karl Finsen, Adolf Daði Birgisson, Kjartan Már Kjartansson, Oliver Haurits.

Skot: FH 12 (4) - Stjarnan 7 (4)
Horn: FH 5 - Stjarnan 6.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Kaplakrikavöllur
Áhorfendafjöldi: 1192

Leikur hefst
4. júlí 2022 19:15

Aðstæður:
Þungskýjað og smá rok en nokkuð hlýtt og flottur grasvöllur.

Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Aðstoðardómarar: Oddur Helgi Guðmundsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert