Grótta á toppinn - dramatískur sigur HK

HK-ingurinn Birkir Valur Jónsson og Grindvíkingurinn Örvar Logi Örvarsson í …
HK-ingurinn Birkir Valur Jónsson og Grindvíkingurinn Örvar Logi Örvarsson í leik liðanna í Kórnum í kvöld. mbl.is/Arnþór Birkisson

Grótta er komið á topp 1. deild­ar karla í knatt­spyrnu, Lengju­deild­ar­inn­ar, eft­ir að hafa unnið ör­ugg­an sig­ur á Fjölni í kvöld. Sel­foss, Fylk­ir og HK koma þar á eft­ir, öll aðeins einu stigi á eft­ir Gróttu.

Á Seltjarn­ar­nesi komu Óli­ver Dag­ur Thorlacius og Kristó­fer Orri Pét­urs­son Gróttu í 2:0 áður en Reyn­ir Har­alds­son minnkaði mun­inn fyr­ir Fjölni.

Í síðari hálfleik bætti Kjart­an Kári Hall­dórs­son við tveim­ur mörk­um fyr­ir Gróttu og inn­siglaði þannig 4:1-sig­ur. Kjart­an Kári er nú marka­hæst­ur í deild­inni með níu mörk.

Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í kvöld …
Kjart­an Kári Hall­dórs­son skoraði tvö mörk fyr­ir Gróttu í kvöld og er nú marka­hæst­ur í Lengju­deild­inni með níu mörk. mbl.is/Ó​ttar Geirs­son

Fylk­ir gerði góða ferð í Vog­ana þar sem liðið heim­sótti botnlið Þrótt­ar. Gerðu Árbæ­ing­ar út um leik­inn með þrem­ur mörk­um í fyrri hálfleik.

Fyrst skoraði Dan­inn Mat­hi­as Laur­sen, þá Þórður Gunn­ar Hafþórs­son og loks Arn­ór Gauti Jóns­son. Staðan 3:0 í hálfleik og reynd­ust það sömu­leiðis loka­töl­ur.

HK hafði þá bet­ur gegn Grinda­vík í æsispenn­andi leik í Kórn­um. Örvar Eggerts­son kom HK yfir strax á ann­arri mín­útu.

Val­geir Val­geirs­son hjá HK fékk rautt spjald um miðjan síðari hálfleik­inn og sömu­leiðis Bjarni Páll Linn­et Run­ólfs­son sem sat á vara­manna­bekkn­um.

Virt­ist HK vera að sigla sigr­in­um í höfn þegar liðið fékk dæmda á sig víta­spyrnu í upp­bót­ar­tíma. Úr henni skoraði Tóm­as Leó Ásgeirs­son á sjöttu mín­útu upp­bót­ar­tíma.

Mín­útu síðar tryggði hins veg­ar Bruno Soares HK drama­tísk­an sig­ur, 2:1.

Loks hafði Aft­ur­eld­ing bet­ur gegn Kórdrengj­um í Mos­fells­bæn­um, 2:1. Fatai Gba­da­mosi kom Kórdrengj­um yfir strax á þriðju mín­útu en aðeins mín­útu síðar jafnaði Elm­ar Kári Enes­son Cogic met­in fyr­ir heima­menn.

Á 76. mín­útu skoraði Spán­verj­inn Javier Onti­veros sig­ur­mark Aft­ur­eld­ing­ar, hans fyrsta mark fyr­ir liðið.

Grótta er nú á toppn­um með 19 stig og svo koma Sel­foss, Fylk­ir og HK í sæt­un­um fyr­ir neðan, öll með 18 stig.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert