Eyjamenn voru okkur mjög erfiðir

Hrannar Björn Steingrímsson.
Hrannar Björn Steingrímsson. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA lagði ÍBV 4:3 í Bestu deild karla í fót­bolta í dag. Leik­ur­inn var bráðfjör­ug­ur og staðan 2:2 eft­ir 21 mín­útu. ÍBV leiddi 3:2 í hálfleik en KA sneri tafl­inu sér í vil og skoraði tví­veg­is í seinni hálfleikn­um.

Einn af leik­mönn­um KA í dag var Hrann­ar Björn Stein­gríms­son en hann hef­ur verið frá í heilt ár. Hann fékk átta mín­út­ur á mánu­dag í leik gegn Val en spilaði all­an leik­inn í dag og lagði upp eitt mark. Hrann­ar kom í viðtal eft­ir leik og bar þar margt á góma. 

Þú ert að koma bæði snarpt og óvænt inn í KA-liðið núna eft­ir að hafa verið að ná upp leik­formi með upp­eld­is­fé­lag­inu Völsungi á Húsa­vík. 

„Já þetta var fyrsti al­vöru­leik­ur­inn minn með KA frá því í lok júní í fyrra. Það er hrika­lega ljúft að vera kom­inn aft­ur og ekki verra að hafa náð að kreista út sig­ur í þess­um erfiða leik. Við lent­um tvisvar und­ir og vor­um 3:2 und­ir í hálfleik. Eyja­menn voru okk­ur mjög erfiðir og pressuðu okk­ur í að gera mis­tök sem þeir nýttu sér. Við viss­um al­veg að þeir myndu mæta mjög ákaf­ir og harðir.

Ég sá fyr­ir mér að við mynd­um díla bet­ur við þessa pressu en við svo gerðum. Við vor­um að gefa þeim færi á að sækja hratt á okk­ur og gerðum okk­ar mis­tök, eitt­hvað sem við erum ekki van­ir að gera. Við fór­um bara inn í hálfleik­inn til að laga aðeins til hjá okk­ur og það voru all­ir sala­ró­leg­ir. Ég upp­lifði ekki að við vær­um í neinu stressi. Við höfðum bara fulla trú á þessu enda gal­op­inn leik­ur. Þetta var allt annað hjá okk­ur í seinni hálfleikn­um og við náðum að skora og snúa þessu okk­ur í vil, sem var bara geggjað.“ 

Það hef­ur verið mikið púslu­spil að raða sam­an öft­ustu lín­unni hjá ykk­ur. Oleks­iy var til staðar akkúrat þegar Dus­an var í banni og svo þegar Bry­an var meidd­ur. Þú kem­ur svo akkúrat inn í hóp­inn þegar Þorri Mar meiðist. Svo spil­ar þú bara 90 mín­út­ur í dag eins og ekk­ert sé. 

„Þetta hef­ur ein­mitt verið þannig. Einn dett­ur inn þegar ann­ar er að detta út. Ég þakka bara Guði fyr­ir að þetta féll svona vel sam­an. Ég er alla vega kom­inn til baka til KA á rétt­um tíma.“ 

Nú varst þú í Völsungi í júní til að koma þér í leik­form. Var ekk­ert sárt að yf­ir­gefa Völsung til að fara aft­ur í KA? 

„Jú, mér fannst geggjað að fara í Völsung til að koma mér af stað aft­ur. Það kom ekk­ert annað lið til greina og ég er þakk­lát­ur fyr­ir að fá að hafa fengið að vera hjá þeim í þenn­an stutta tíma. Ég er mjög þakk­lát­ur fyr­ir það og það gerði hell­ing fyr­ir mig og KA. Það er því hrika­lega leiðin­legt að þurfa að yf­ir­gefa Völsung­ana. Maður var rétt far­inn að kynn­ast strák­un­um en flest­ir þarna voru bara poll­ar þegar ég var síðast í Völsungi. KA er samt málið núna og ég vil spila á eins háu stigi og ég get.“ 

Við get­um ekki sagt annað en að þú byrj­ir vel. Þú átt­ir stoðsend­ingu í dag og skapaðir dauðafæri í síðasta leik gegn Val. 

Nú bros­ir Hrann­ar. „Jú ég náði að senda Nökkva í gegn á móti Val en mér fannst hann full lengi að klára færið. Nú bara bætti hann fyr­ir það og af­greiddi send­ing­una frá mér beint í markið.“ 

Þá er komið að allt öðru umræðuefni. Gamli Ak­ur­eyr­ar­völl­ur­inn hef­ur verið lagður af. Munt þú sakna hans Hrann­ar? 

„Við get­um orðað það þannig að ég mun sakna vall­ar­svæðis­ins. Mér fannst ógeðslega gam­an að spila þarna, sér­stak­lega fyrstu árin mín í KA á meðan völl­ur­inn var enn þá góður. Það er samt al­gjör bylt­ing að vera komn­ir með þenn­an völl hér á KA-svæðinu.

Ég var að vinna á Ak­ur­eyr­ar­velli í mörg ár með Raj­ko og Ívari Erni. Hann á því aðeins stærri stað í hjarta mínu fyr­ir vikið. Völl­ur­inn fór ekki að versna fyrr en eft­ir að við hætt­um og Dal­vík­ing­arn­ir fóru að vinna þarna, tví­bur­arn­ir meðal annarra. Völl­ur­inn var í topp­mál­um á meðan ég var að vinna þarna“ sagði Hrann­ar Björn að lok­um. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert