KA lagði ÍBV 4:3 í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Leikurinn var bráðfjörugur og staðan 2:2 eftir 21 mínútu. ÍBV leiddi 3:2 í hálfleik en KA sneri taflinu sér í vil og skoraði tvívegis í seinni hálfleiknum.
Einn af leikmönnum KA í dag var Hrannar Björn Steingrímsson en hann hefur verið frá í heilt ár. Hann fékk átta mínútur á mánudag í leik gegn Val en spilaði allan leikinn í dag og lagði upp eitt mark. Hrannar kom í viðtal eftir leik og bar þar margt á góma.
Þú ert að koma bæði snarpt og óvænt inn í KA-liðið núna eftir að hafa verið að ná upp leikformi með uppeldisfélaginu Völsungi á Húsavík.
„Já þetta var fyrsti alvöruleikurinn minn með KA frá því í lok júní í fyrra. Það er hrikalega ljúft að vera kominn aftur og ekki verra að hafa náð að kreista út sigur í þessum erfiða leik. Við lentum tvisvar undir og vorum 3:2 undir í hálfleik. Eyjamenn voru okkur mjög erfiðir og pressuðu okkur í að gera mistök sem þeir nýttu sér. Við vissum alveg að þeir myndu mæta mjög ákafir og harðir.
Ég sá fyrir mér að við myndum díla betur við þessa pressu en við svo gerðum. Við vorum að gefa þeim færi á að sækja hratt á okkur og gerðum okkar mistök, eitthvað sem við erum ekki vanir að gera. Við fórum bara inn í hálfleikinn til að laga aðeins til hjá okkur og það voru allir salarólegir. Ég upplifði ekki að við værum í neinu stressi. Við höfðum bara fulla trú á þessu enda galopinn leikur. Þetta var allt annað hjá okkur í seinni hálfleiknum og við náðum að skora og snúa þessu okkur í vil, sem var bara geggjað.“
Það hefur verið mikið púsluspil að raða saman öftustu línunni hjá ykkur. Oleksiy var til staðar akkúrat þegar Dusan var í banni og svo þegar Bryan var meiddur. Þú kemur svo akkúrat inn í hópinn þegar Þorri Mar meiðist. Svo spilar þú bara 90 mínútur í dag eins og ekkert sé.
„Þetta hefur einmitt verið þannig. Einn dettur inn þegar annar er að detta út. Ég þakka bara Guði fyrir að þetta féll svona vel saman. Ég er alla vega kominn til baka til KA á réttum tíma.“
Nú varst þú í Völsungi í júní til að koma þér í leikform. Var ekkert sárt að yfirgefa Völsung til að fara aftur í KA?
„Jú, mér fannst geggjað að fara í Völsung til að koma mér af stað aftur. Það kom ekkert annað lið til greina og ég er þakklátur fyrir að fá að hafa fengið að vera hjá þeim í þennan stutta tíma. Ég er mjög þakklátur fyrir það og það gerði helling fyrir mig og KA. Það er því hrikalega leiðinlegt að þurfa að yfirgefa Völsungana. Maður var rétt farinn að kynnast strákunum en flestir þarna voru bara pollar þegar ég var síðast í Völsungi. KA er samt málið núna og ég vil spila á eins háu stigi og ég get.“
Við getum ekki sagt annað en að þú byrjir vel. Þú áttir stoðsendingu í dag og skapaðir dauðafæri í síðasta leik gegn Val.
Nú brosir Hrannar. „Jú ég náði að senda Nökkva í gegn á móti Val en mér fannst hann full lengi að klára færið. Nú bara bætti hann fyrir það og afgreiddi sendinguna frá mér beint í markið.“
Þá er komið að allt öðru umræðuefni. Gamli Akureyrarvöllurinn hefur verið lagður af. Munt þú sakna hans Hrannar?
„Við getum orðað það þannig að ég mun sakna vallarsvæðisins. Mér fannst ógeðslega gaman að spila þarna, sérstaklega fyrstu árin mín í KA á meðan völlurinn var enn þá góður. Það er samt algjör bylting að vera komnir með þennan völl hér á KA-svæðinu.
Ég var að vinna á Akureyrarvelli í mörg ár með Rajko og Ívari Erni. Hann á því aðeins stærri stað í hjarta mínu fyrir vikið. Völlurinn fór ekki að versna fyrr en eftir að við hættum og Dalvíkingarnir fóru að vinna þarna, tvíburarnir meðal annarra. Völlurinn var í toppmálum á meðan ég var að vinna þarna“ sagði Hrannar Björn að lokum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |