KA vann ÍBV í sveiflukenndum markaleik

Nökkvi Þeyr Þórisson með boltann í fyrri leik liðanna í …
Nökkvi Þeyr Þórisson með boltann í fyrri leik liðanna í Vestmannaeyjum í vor og Telmo Castanheira eltir hann. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Tveir leik­ir fóru fram í Bestu deild karla í fót­bolta kl. 16 í dag. Á Ak­ur­eyri mætt­ust KA og ÍBV en sá leik­ur átti að byrja kl. 14. Hon­um var frestað um tvo tíma og virðist það orðin regla með leiki á Ak­ur­eyri að það þurfi að fresta þeim um ein­hverja klukku­tíma vegna vand­ræða með sam­göng­ur.  

Fyr­ir leik sat KA í fimmta sæti með átján stig en Eyja­menn voru á botni deild­ar­inn­ar með fimm stig. Hvor­ugt lið hafði unnið leik í deild­inni í síðustu fimm um­ferðum og höfðu sam­tals safnað fimm stig­um í þeim. KA vann síðast deild­ar­leik 15. maí en Eyja­menn voru án sig­urs í deild­inni.  

Eft­ir mikla markasúpu og spennuþrung­inn leik vann KA 4:3 en staðan var 3:2 fyr­ir ÍBV í hálfleik. 

Gest­irn­ir í ÍBV byrjuðu leik­inn af mikl­um krafti og pressuðu KA stíft hátt uppi á vell­in­um. Skilaði það marki strax á 6. mín­útu leiks­ins þegar Jose Sito komst inn í send­ingu og renndi bolt­an­um fram hjá Kristij­an Jajalo í marki KA. Heima­menn svöruðu þessu með tveim­ur mörk­um og voru komn­ir yfir á 18. mín­útu. Ívar Örn Árna­son jafnaði með skalla eft­ir horn og skömmu seinna skoraði Nökkvi Þeyr sjö­unda mark sitt á tíma­bil­inu. KA-menn gáfu svo víti í næstu sókn ÍBV. Ívar Örn Árna­son fékk á sig víti en bolt­inn átti að hafa farið í hönd hans inni í teig.  Í sam­tali við blaðamann eft­ir leik staðfesti Ívar Örn að bolt­inn hafi strok­ist við hönd­ina á sér. Jose Sito skoraði af ör­yggi og jafnaði í 2:2. Liðin skipt­ust svo á að sækja og var KA tvisvar nærri því að skora. ÍBV átti loka­sókn fyrri hálfleiks og þá kom þriðja mark þeirra. Arn­ar Breki Gunn­ars­son komst inn fyr­ir vörn KA og hann renndi bolt­an­um á Hall­dór J. S. Þórðar­son sem var á und­an varn­ar­manni KA og skilaði hon­um í netið. ÍBV var því 3:2 yfir í hálfleik, sem bauð upp á mis­tök og fullt af mörk­um. 

ÍBV hélt áfram að hrella KA-menn með hápressu í byrj­un seinni hálfleiks og skilaði það næst­um marki þegar Kristij­an Jajalo átti feil­send­ingu beint á Alex Frey Hilm­ars­son, sem var nán­ast einn fyr­ir fram­an mark KA. Skot hans fór fram­hjá mark­inu og sluppu heima­menn þar með skrekk­inn. KA jafnaði svo leik­inn í 3:3 þegar Daní­el Haf­steins­son stangaði bolt­ann í markið eft­ir fyr­ir­gjöf af vinstri kant­in­um. 

Síðan var hrein­lega bar­ist til síðasta blóðdropa á báðum end­um vall­ar­ins. Lítið var um færi en bar­átt­an þeim mun meiri. KA skoraði sig­ur­markið þegar kortér var eft­ir af leikn­um og var þar að verki Elf­ar Árni Aðal­steins­son. Þá hrein­lega tættu KA-menn vörn ÍBV í sund­ur og Elf­ar Árni rak smiðshöggið með hæl­spyrnu. 

Fleiri urðu mörk­in ekki í leikn­um og gengu því Eyja­menn sár­svekkt­ir af velli eft­ir harða bar­áttu. KA kreisti fram sig­ur og kom sér upp í þriðja sætið en ÍBV er enn á botn­in­um. 

Það þarf eng­an að undra að þessi leik­ur hafi verið skemmti­leg­ur og spenn­andi. Hvort lið tók for­ustu tvisvar í leikn­um og mátti alltaf eiga von á marki. Eyja­menn voru yfir í bar­átt­unni inni á miðjum vell­in­um og voru mun ákafari í leik sín­um. Pressa þeirra olli KA mikl­um vand­ræðum og var Arn­ar Breki Gunn­ars­son sér­lega erfiður heima­mönn­um. Það sem hann hljóp og djöflaðist. Aðrir leik­menn skiluðu sínu virki­lega vel og get­ur Her­mann Hreiðars­son þjálf­ari ekki annað en verið hreyk­inn af vinnu­semi leik­manna. KA-menn fengu hrein­lega eng­an frið til að spila sinn leik en þegar þeir komust fram á völl­inn voru þeir oft hættu­leg­ir. Andri Snær Stef­áns­son kom inn á í hálfleik hjá KA og færði það liðinu ákveðna ró og festu. KA-menn sýndu gæði sín nógu oft í leikn­um til að landa sigr­in­um og sig­ur­mark þeirra verður lengi í minn­um haft. Þar sýndu Húsa­vík­ur­fé­lag­arn­ir Hall­grím­ur Mar Stein­gríms­son og Elf­ar Árni Aðal­steins­son mikla snilli. Hrann­ar Björn Stein­gríms­son byrjaði leik­inn hjá KA eft­ir að hafa verið frá vegna meiðsla í ár. 

KA 4:3 ÍBV opna loka
skorar Ívar Örn Árnason (12. mín.)
skorar Ingimar Torbjörnsson Stöle (18. mín.)
skorar Daníel Hafsteinsson (56. mín.)
skorar Elfar Árni Aðalsteinsson (76. mín.)
Mörk
skorar José Sito (6. mín.)
skorar úr víti José Sito (21. mín.)
skorar Halldór J. S. Þórðarson (45. mín.)
fær gult spjald Harley Willard (38. mín.)
fær gult spjald Elfar Árni Aðalsteinsson (79. mín.)
fær gult spjald Daníel Hafsteinsson (83. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Nökkvi Már Nökkvason (34. mín.)
fær gult spjald Halldór J. S. Þórðarson (36. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+5 KA sigur í miklum markaleik. Það er ekki annað hægt en að vorkenna leikmönnum ÍBV sem lögðu allt í leikinn en uppskáru ekkert.
90 KA fær hornspyrnu
+4
90
Fimm uppbótamínútur.
90 KA fær hornspyrnu
89
ÍBV vill víti eftir mikil læti í teig KA eftir innkast.
88 Jakob Snær Árnason (KA) kemur inn á
88 Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) fer af velli
88 Bjarni Aðalsteinsson (KA) kemur inn á
88 Daníel Hafsteinsson (KA) fer af velli
84 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) á skot framhjá
Ekki gott skot.
83 Daníel Hafsteinsson (KA) fær gult spjald
Togar Guðjón Pétur niður.
79 Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) fær gult spjald
78 Andri Rúnar Bjarnason (ÍBV) kemur inn á
78 Telmo Castanheira (ÍBV) fer af velli
78 Óskar Elías Óskarsson (ÍBV) kemur inn á
78 Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) fer af velli
76 MARK! Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) skorar
4:3. Vá vá vá. Þvílíkt mark og sundurspil hjá KA. Elfar Árni afgreiðir boltann með hælnum eftir að KA hafði tætt vörn ÍBV í sig.
71 Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) á skot sem er varið
Tekur strauið inn að marki með marga möguleika í kringum sig og hleður í skot. Það fer beint á Guðjón Orra.
70 Atli Hrafn Andrason (ÍBV) á skot framhjá
69 Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) kemur inn á
69 Ásgeir Sigurgeirsson (KA) fer af velli
68 Eiður Aron Sigurbjörnsson (ÍBV) á skalla sem fer framhjá
Hörkuskalli eftir fasta hornspyrnu Guðjóns.
68 ÍBV fær hornspyrnu
67 ÍBV fær hornspyrnu
65 Breki Ómarsson (ÍBV) kemur inn á
65 Halldór J. S. Þórðarson (ÍBV) fer af velli
63 Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) á skot sem er varið
Nökkvi leikur inn í teig eftir hornspyrnuna en skot hans fer beint á Guðjón Orra.
63 KA fær hornspyrnu
63 Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) á skot sem er varið
Guðjón Orri bjargar marki með flottu úthlaupi. Elfar Árni þurfti að teygja sig í þennan.
56 MARK! Daníel Hafsteinsson (KA) skorar
3:3. Skalli á nærstöngina eftir fyrirgjöf af vinstri kantinum frá Bryan. Einfalt mark og enginn varnarmaður ÍBV nálægt Daníel.
53 Atli Hrafn Andrason (ÍBV) á skot framhjá
Úr aukaspyrnu.
51 KA fær hornspyrnu
49 Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV) á skot framhjá
Ótrúlegt. Kristijan markvörður rennir boltanum beint á Alex Frey. Hann er eiginlega svo hissa að hann hittir ekki markið í algjöru dauðafæri.
46 Seinni hálfleikur hafinn
46 Andri Fannar Stefánsson (KA) kemur inn á
Rodri er kominn í miðvörðinn hjá KA.
46 Dusan Brkovic (KA) fer af velli
45 Hálfleikur
45 MARK! Halldór J. S. Þórðarson (ÍBV) skorar
+2 2:3. Einhver sofandaháttur á vörn KA og ÍBV kemst inn fyrir varnarlínuna. Arnar Breki kemst inn að markteig vinstra megin og rennir boltanum fyrir á Halldór, sem kemur á siglingunni inn í teiginn. Hann gat ekki klúðrað þessu færi.
45
Það eru þrjár aukamínútur í fyrri hálfleik.
45 Rodrigo Gómez (KA) á skot framhjá
Mjög gott skot sem sleikir stöngina utanverða.
45 KA fær hornspyrnu
42
Alex Freyr liggur nú á vellinum eftir árekstur við Elfar Árna.
40 Guðjón Pétur Lýðsson (ÍBV) kemur inn á
40 José Sito (ÍBV) fer af velli
39
Sito er meiddur. Hann tognaði á harðaspretti áðan og situr nú í grasinu. Þetta lítur illa út.
38 Harley Willard (KA) fær gult spjald
Klippti Guðjón Erni bara niður eftir að hafa misst boltann.
36 Halldór J. S. Þórðarson (ÍBV) fær gult spjald
Alvöru spark þarna. Halldór tók Nökkva Þey niður.
35 KA fær hornspyrnu
34 Nökkvi Már Nökkvason (ÍBV) fær gult spjald
Stöðvaði nafna sinn í hraðri sókn KA.
34 ÍBV fær hornspyrnu
30 KA fær hornspyrnu
30
Eiður Aron fær aðhlynningu eftir höfuðhögg. KA á horn.
23 Telmo Castanheira (ÍBV) á skot sem er varið
Kristijan rétt nær að koma þessu frá. KA er enn í vandræðum með pressu Eyjamanna.
21 MARK! José Sito (ÍBV) skorar úr víti
2:2. Vinstrifótarskot í vinstra hornið Kristijan fór í hægra hornið.
21 ÍBV fær víti
KA maður setur hönd í boltann þegar hann berst inn í teiginn. Þorvaldur er snöggur að dæma þetta. Það var ómögulegt að sjá hver það var sem fékk þetta dæmt á sig.
20 ÍBV fær hornspyrnu
20 Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) á skot sem er varið
Kristijan rétt nær að verja þetta hörkuskot.
18 MARK! Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) skorar
2:1. Vel að þessu marki staðið. Hrannar Björn á flotta sendingu inn á teig ÍBV af hægri kantinum. Nökkvi Þeyr kemur hlaupandi að boltanum og afgreiðir mann innanfótar á nærsvæðið. Guðjón Orri var alveg bjargarlaus.
14 Rodrigo Gómez (KA) á skot sem er varið
Rodri fylgir skoti Ásgeirs eftir en boltinn fer beint á Guðjón Orra.
14 Daníel Hafsteinsson (KA) á skot sem er varið
Dauðafæri, sem Guðjón ver út í teiginn. Ásgeir fylgir svo á eftir og skýtun boltanum í Halldór.
12 MARK! Ívar Örn Árnason (KA) skorar
1:1. Einfalt mark hjá KA. Hornspyrnan kom frá vinstri inn á fjærsvæðið á markteig ÍBV. Þar stóð Ívar Örn aleinn og skallaði boltann yfir allan pakkann og í netið. Jón Ingason reyndi að bjarga á línu en það tókst ekki. Boltinn var líklega kominn inn. Annars skallaði Jón boltann í slána en þaðan fór hann í Guðjón Orra og í netið.
12 KA fær hornspyrnu
12 Sveinn Margeir Hauksson (KA) á skot sem er varið
9 José Sito (ÍBV) á skot sem er varið
Enn valda Eyjamenn usla við vítateig KA. Sito á fínt skot en það fer beint á Kristijan.
7
Eyjamenn byrjuðu þennan leik á hápressu upp allan völlinn til að reyna að vinna boltann ofarlega og sækja mark. Þetta plan þeirra gekk fullkomlega upp og KA-menn eru í basli með að komast fram á völlinn.
6 MARK! José Sito (ÍBV) skorar
0:1. Sito stelur boltanum að KA-mönnum við vítateig KA. Hann kemst inn í teig og rennir boltanum framhjá Kristijan Jajalo.
3 KA fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
ÍBV hefur leik. KA sækir upp í Hlíðarfjall en ÍBV í átt að Vaðlaheiðinni.
0
Þá fer þetta loks að byrja. Stúkan er rétt svo hálf á KA-vellinum í dag.
0
Heimir Hallgrímsson er liðsstjóri hjá ÍBV í dag eins og í síðasta leik.
0
Þeir fjórir sem koma inn í byrjunarlið ÍBV eru Nökkvi Már Nökkvason, Jón Ingason, Arnar Breki Gunnarsson og Atli Hrafn Arnarson.
0
Varnarmennirnir Felix Örn Friðriksson og Sigurður Arnar Magnússon eru báðir í leikbanni hjá ÍBV. Kundai Benyu er ekki í hóp og Andri Rúnar Bjarnason er á bekknum í dag.
0
Lið ÍBV er með þunnskipaðan hóp í dag og eru bara fimm varamann á bekknum. Einn þeirra er markvörðurinn Kristján Logi Jónsson en hann er í fyrsta skipti í hóp hjá ÍBV.
0
KA-menn gera breytingar á liðinu sem gerði jafntefli gegn Val á mánudag. Daníel Hafsteinsson og Rodrigo Gomez koma aftur inn í byrjunarliðið eftir að hafa tekið út leikbann. Hallgrímur Mar og Andri Fannar setjast á bekinn. Hrannar Björn Steingrímsson kemur svo inn í hægri bakvarðarstöðuna í stað Þorra Mars Þórissonar. Hann er meiddur en Hrannar Björn en kominn til leiks á ný eftir árs fjarveru.
0
KA gerði 1:1-jafntefli gegn Val í síðustu umferð í hörkuleik á Akureyri.
0
Gengi beggja liða hefur verið slæmt í síðustu umferðum en KA vann síðast deildarleik fyrir átta vikum. KA hefur aðeins náð sér í tvö stig í síðustu fimm leikjum. ÍBV á enn eftir að vinna leik í sumar en batamerki hafa sést á leik liðsins upp á síðkastið. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn Blikum í síðasta leik.
0
Leikurinn er í 12. umferð Bestu deildarinnar. KA er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með átján stig en ÍBV situr í botnsætinu, með fimm stig.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik KA og ÍBV í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

KA: (4-3-3) Mark: Kristijan Jajalo. Vörn: Hrannar Björn Steingrímsson, Dusan Brkovic (Andri Fannar Stefánsson 46), Ívar Örn Árnason, Harley Willard. Miðja: Daníel Hafsteinsson (Bjarni Aðalsteinsson 88), Rodrigo Gómez, Sveinn Margeir Hauksson. Sókn: Ásgeir Sigurgeirsson (Hallgrímur Mar Steingrímsson 69), Elfar Árni Aðalsteinsson (Jakob Snær Árnason 88), Ingimar Torbjörnsson Stöle.
Varamenn: Steinþór Már Auðunsson (M), Pætur Petersen, Hallgrímur Mar Steingrímsson, Andri Fannar Stefánsson, Jakob Snær Árnason, Kári Gautason, Bjarni Aðalsteinsson.

ÍBV: (4-4-2) Mark: Guðjón Orri Sigurjónsson. Vörn: Guðjón Ernir Hrafnkelsson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Nökkvi Már Nökkvason, Jón Ingason. Miðja: Halldór J. S. Þórðarson (Breki Ómarsson 65), Alex Freyr Hilmarsson, Telmo Castanheira (Andri Rúnar Bjarnason 78), Atli Hrafn Andrason. Sókn: José Sito (Guðjón Pétur Lýðsson 40), Arnar Breki Gunnarsson (Óskar Elías Óskarsson 78).
Varamenn: Kristján Logi Jónsson (M), Guðjón Pétur Lýðsson, Breki Ómarsson, Óskar Elías Óskarsson, Andri Rúnar Bjarnason.

Skot: KA 12 (10) - ÍBV 10 (6)
Horn: ÍBV 4 - KA 9.

Lýsandi: Einar Sigtryggsson
Völlur: Greifavöllurinn

Leikur hefst
9. júlí 2022 16:00

Aðstæður:
Andvari, sólskin og 18°C hiti. Gervigras.

Dómari: Þorvaldur Árnason
Aðstoðardómarar: Jóhann Gunnar Guðmundsson og Andri Vigfússon

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert