Fimm leikjum í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildinni, var að ljúka. Selfoss komst aftur á topp deildarinnar með sigri í Vesturbæ á meðan Grótta tapaði í Grindavík auk þess sem HK missti niður tveggja marka forystu á Ísafirði.
Selfoss heimsótti KV í Vesturbæinn.
Selfoss náði forystunni strax á annarri mínútu þegar Ómar Castaldo Einarsson í marki KV varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Tveimur mínútum síðar fékk KV vítaspyrnu en Einari Má Þórissyni brást bogalistin af vítapunktinum.
Hann bætti hins vegar upp fyrir vítaklúðrið þegar hann jafnaði metin á 34. mínútu.
Á 81. mínútu skoraði Gary Martin sigurmark Selfyssinga, tryggði liðinu 2:1-sigur og toppsæti deildarinnar að nýju.
Grindavík og Grótta mættust þá í Grindavík.
Grindavík náði forystunni undir lok fyrri hálfleiks þegar Tómas Leó Ásgeirsson skoraði.
Strax í upphafi síðari hálfleiks tvöfölduðu Grindvíkingar forystuna þegar Arnar Þór Helgason, miðvörður Gróttu, varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Á 82. mínútu minnkaði Kjartan Kári Halldórsson muninn fyrir Gróttu er hann skoraði sitt tíunda deildarmark á tímabilinu. Er hann áfram markahæstur í deildinni.
Aðeins fimm mínútum síðar svaraði Grindavík með þriðja marki sínu þegar Kenan Turudija skoraði og tryggði liðinu þannig 3:1-sigur.
HK hélt til Ísafjarðar þar sem liðið mætti Vestra.
HK var komið í 2:0-forystu þegar rétt tæplega hálftími var liðinn af leiknum. Nicolaj Madsen skoraði fyrst sjálfsmark á 14. mínútu og Stefán Ingi Sigurðarson tvöfaldaði forystuna á 29. mínútu.
Madsen minnkaði muninn fyrir Vestra á 36. mínútu og staðan því 2:1 í leikhléi.
Á 55. mínútu náðu gestirnir úr Kópavoginum aftur tveggja marka forystu þegar Ívar Örn Jónsson skoraði.
Aðeins fimm mínútum síðar minnkaði Vestri muninn að nýju þegar Daniel Osafo-Badu skoraði.
Fimm mínútum fyrir leikslok jafnaði Vestri svo metin í fyrsta skipti í leiknum. Það gerði Friðrik Þórir Hjaltason og lokatölur því 3:3.
Fjölnir og Afturelding mættust í grannaslag í Grafarvoginum.
Hans Viktor Guðmundsson kom Fjölni yfir á 38. mínútu.
Lúkas Logi Heimisson tvöfaldaði svo forystu heimamanna á 55. mínútu með marki úr vítaspyrnu.
Eftir rúmlega klukkutíma leik minnkaði Andi Hoti muninn fyrir Aftureldingu en lengra komust Mosfellingar ekki.
2:1-sigur Fjölnis því niðurstaðan. Gunnar Bergmann Sigmarsson hjá Aftureldingu fékk beint rautt spjald undir lok leiksins.
Kórdrengir mættu loks botnliði Þróttar úr Vogum í Safamýrinni og unnu nauman sigur.
Guðmann Þórisson skoraði sigurmarkið á 65. mínútu, hans fyrsta mark fyrir félagið.
Áfram er allt í einum hnapp í toppbaráttunni í deildinni. Selfoss er á toppnum með 21 stig, Grótta í öðru sæti með 19 stig og HK er í því þriðja, einnig með 19 stig.
Fylkir er í fjórða sæti með 18 stig og getur með sigri á Þór frá Akureyri í dag komist upp fyrir Selfoss og farið á toppinn.
Grindavík og Fjölnir eru annars skammt undan í fimmta og sjötta sæti, bæði með 17 stig.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |