Selfoss aftur á toppinn

Fjölnismenn fagna öðru marka sinna gegn Aftureldingu í dag.
Fjölnismenn fagna öðru marka sinna gegn Aftureldingu í dag. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Fimm leikj­um í 1. deild karla í knatt­spyrnu, Lengju­deild­inni, var að ljúka. Sel­foss komst aft­ur á topp deild­ar­inn­ar með sigri í Vest­ur­bæ á meðan Grótta tapaði í Grinda­vík auk þess sem HK missti niður tveggja marka for­ystu á Ísaf­irði.

Sel­foss heim­sótti KV í Vest­ur­bæ­inn.

Sel­foss náði for­yst­unni strax á ann­arri mín­útu þegar Ómar Castaldo Ein­ars­son í marki KV varð fyr­ir því óláni að skora sjálfs­mark.

Tveim­ur mín­út­um síðar fékk KV víta­spyrnu en Ein­ari Má Þóris­syni brást boga­list­in af víta­punkt­in­um.

Hann bætti hins veg­ar upp fyr­ir víta­klúðrið þegar hann jafnaði met­in á 34. mín­útu.

Á 81. mín­útu skoraði Gary Mart­in sig­ur­mark Sel­fyss­inga, tryggði liðinu 2:1-sig­ur og topp­sæti deild­ar­inn­ar að nýju.

Grinda­vík minn­ir á sig

Grinda­vík og Grótta mætt­ust þá í Grinda­vík.

Grinda­vík náði for­yst­unni und­ir lok fyrri hálfleiks þegar Tóm­as Leó Ásgeirs­son skoraði.

Strax í upp­hafi síðari hálfleiks tvö­földuðu Grind­vík­ing­ar for­yst­una þegar Arn­ar Þór Helga­son, miðvörður Gróttu, varð fyr­ir því óláni að setja bolt­ann í eigið net.

Á 82. mín­útu minnkaði Kjart­an Kári Hall­dórs­son mun­inn fyr­ir Gróttu er hann skoraði sitt tí­unda deild­ar­mark á tíma­bil­inu. Er hann áfram marka­hæst­ur í deild­inni.

Aðeins fimm mín­út­um síðar svaraði Grinda­vík með þriðja marki sínu þegar Ken­an Turudija skoraði og tryggði liðinu þannig 3:1-sig­ur.

HK glutraði niður for­yst­unni

HK hélt til Ísa­fjarðar þar sem liðið mætti Vestra.

HK var komið í 2:0-for­ystu þegar rétt tæp­lega hálf­tími var liðinn af leikn­um. Nicolaj Madsen skoraði fyrst sjálfs­mark á 14. mín­útu og Stefán Ingi Sig­urðar­son tvö­faldaði for­yst­una á 29. mín­útu.

Madsen minnkaði mun­inn fyr­ir Vestra á 36. mín­útu og staðan því 2:1 í leik­hléi.

Á 55. mín­útu náðu gest­irn­ir úr Kópa­vog­in­um aft­ur tveggja marka for­ystu þegar Ívar Örn Jóns­son skoraði. 

Aðeins fimm mín­út­um síðar minnkaði Vestri mun­inn að nýju þegar Daniel Osa­fo-Badu skoraði.

Fimm mín­út­um fyr­ir leiks­lok jafnaði Vestri svo met­in í fyrsta skipti í leikn­um. Það gerði Friðrik Þórir Hjalta­son og loka­töl­ur því 3:3.

Fjöln­ir nálg­ast efstu lið

Fjöln­ir og Aft­ur­eld­ing mætt­ust í granna­slag í Grafar­vog­in­um.

Hans Vikt­or Guðmunds­son kom Fjölni yfir á 38. mín­útu.

Lúkas Logi Heim­is­son tvö­faldaði svo for­ystu heima­manna á 55. mín­útu með marki úr víta­spyrnu.

Eft­ir rúm­lega klukku­tíma leik minnkaði Andi Hoti mun­inn fyr­ir Aft­ur­eld­ingu en lengra komust Mos­fell­ing­ar ekki.

2:1-sig­ur Fjöln­is því niðurstaðan. Gunn­ar Berg­mann Sig­mars­son hjá Aft­ur­eld­ingu fékk beint rautt spjald und­ir lok leiks­ins.

Guðmann hetja Kórdrengja

Kórdreng­ir mættu loks botnliði Þrótt­ar úr Vog­um í Safa­mýr­inni og unnu naum­an sig­ur.

Guðmann Þóris­son skoraði sig­ur­markið á 65. mín­útu, hans fyrsta mark fyr­ir fé­lagið.

Áfram er allt í ein­um hnapp í topp­bar­átt­unni í deild­inni. Sel­foss er á toppn­um með 21 stig, Grótta í öðru sæti með 19 stig og HK er í því þriðja, einnig með 19 stig.

Fylk­ir er í fjórða sæti með 18 stig og get­ur með sigri á Þór frá Ak­ur­eyri í dag kom­ist upp fyr­ir Sel­foss og farið á topp­inn.

Grinda­vík og Fjöln­ir eru ann­ars skammt und­an í fimmta og sjötta sæti, bæði með 17 stig.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert