Víkingur hafði betur í hörkuleik

Logi Tómasson kom Víkingi á bragðið gegn ÍA í dag.
Logi Tómasson kom Víkingi á bragðið gegn ÍA í dag. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Óstöðvandi Vík­ing­ar unnu 3:2 sig­ur á ÍA í 12. um­ferð Bestu deild­ar í knatt­spyrnu í Foss­vog­in­um fyrr í dag. 

Vík­ing­ar byrjuðu fyrri hálfleik­inn af mikl­um krafti og strax á ann­arri mín­útu fékk Logi Tóm­as­son send­ingu frá Ara Sig­urpáls­syni inn í gegn og skaut en Árni Snær Ólafs­son varði vel í marki ÍA. 

Logi svaraði fyr­ir klúðrið ell­efu mín­út­um síðar er hann vann bolt­ann á miðsvæðinu, klobbaði Jón Gísla Ey­land og smellti svo bolt­an­um í fjær­hornið neðra meg­in, óverj­andi og Vík­ing­ar komn­ir 1:0 yfir. 

Logi vann svo auka­spyrnu sjö mín­út­um síðar. Vikt­or Örlyg­ur Andra­son steig til að taka auka­spyrn­una og setti bolt­ann í netið, 2:0 og heima­menn komn­ir í þægi­lega for­ystu eft­ir 20. mín­útna leik.

Skaga­menn komust aðeins inn í leik­inn er leið á  fyrri hálfleik­inn en fleiri urðu mörk­in ekki og hálfleikstöl­ur því 2:0 fyr­ir Vík­ing. 

Seinni hálfleik­ur­inn fór ró­lega af stað en á 67. mín­útu vann Eyþór Aron Wöhler bolt­ann af Vikt­ori og sendi hann svo á Inga Þór Sig­urðsson sem setti knött­inn lag­lega í netið, 2:1 og ÍA komið aft­ur inn í leik­inn. 

Það end­ist ekki lengi þar sem Erl­ing­ur Agn­ar­son kom Vík­ing­um aft­ur tveim­ur mörk­um yfir fjór­um mín­út­um síðar. Þá fékk hann bolt­ann frá Loga og setti hann einnig lag­lega í fjær­hornið, 3:1 og Vík­ing­ar aft­ur komn­ir í góða stöðu. 

Ingi Þór skoraði svo sitt annað mark á 87. mín­útu og glæsi­legt var það. Þar skaut hann fyr­ir utan teig hægra meg­in og bolt­inn fór beint í fjær­hornið, glæsi­legt mark og spenna kom­in í leik­inn. 

Fleiri urðu mörk­in ekki og við stóð, 3:2 fyr­ir Vík­ingi. 

Næsti leik­ur Vík­ings er gegn Mal­mö í Meist­ara­deild­inni á sama velli á þriðju­dag­inn. Næsti leik­ur Vík­ings í deild­inni er þó gegn FH í Hafnar­f­irði næsta laug­ar­dag. 

ÍA fær Stjörn­una í heim­sókn í næsta leik sín­um á sunnu­dag­inn í næstu viku. 

Vík­ing­ur R. 3:2 ÍA opna loka
skorar Logi Tómasson (13. mín.)
skorar Viktor Örlygur Andrason (20. mín.)
skorar Erlingur Agnarsson (71. mín.)
Mörk
skorar Ingi Þór Sigurðsson (67. mín.)
skorar Ingi Þór Sigurðsson (87. mín.)
fær gult spjald Pablo Punyed (44. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Johannes Björn Vall (27. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Víkingar sigra að lokum en tæpt var það á endasprettinum.
90
Þremur mínútum bætt við.
90 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skot sem er varið
Ari sendir Hansen í gegn en skot hans ver Árni vel.
87 MARK! Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) skorar
3:2 - Þvílíkt mark! Ingi skorar sitt annað mark í dag og það er glæsilegt. Hann er með boltann hægra megin fyrir utan vítateig og leggur hann í fjærhornið efra. Hann er svo sannarlega að stimpla sig inn og við fáum háspennu hér á lokamínútunum.
86
Helgi með sendingu þvert fyrir en Kristall kemst ekki í boltann og færið rennir í sandinn.
83 Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) á skalla í þverslá
Karl með skalla í þverslá eftir aukaspyrnuna.
83 Víkingur R. fær hornspyrnu
83 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) á skot sem er varið
Ari með skot sem fer í Hlyn og í horn.
80 Víkingur R. fær hornspyrnu
77 Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) kemur inn á
Þreföld skipting hjá Skagamönnum.
77 Benedikt V. Warén (ÍA) fer af velli
77 Haukur Andri Haraldsson (ÍA) kemur inn á
77 Christian Köhler (ÍA) fer af velli
77 Breki Þór Hermannsson (ÍA) kemur inn á
77 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) fer af velli
76
Þórður tapar boltanum á hættulegum stað en Lindberg nær ekki að nýta sér það og á laust skot í Viktor.
75 Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) á skot framhjá
73 Benedikt V. Warén (ÍA) á skot framhjá
Skot lengst yfir eftir hornspyrnuna. Atvik í hverri sókn!
73 ÍA fær hornspyrnu
72 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skot framhjá
Skot utan að teig sem fer af varnarmanni og í horn.
71 MARK! Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) skorar
3:1 - Það hlaut að koma mark! Logi vinnur boltann inn á vítateignum, sendir hann svo á Erling sem setur hann í fjærhornið neðra, vel gert hjá Víkingum.
71 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skot sem er varið
Hansen fær sendingu frá Karli en Árni ver!
69 Benedikt V. Warén (ÍA) á skot framhjá
Benedikt leikur á varnarmenn Víkings og skýtur en rétt framhjá. Alvöru fjör í leiknum þessa stundina!
68 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skot sem er varið
Rosaleg hjólhestaspyrna sem Árni ver glæsilega í markinu!
67 MARK! Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) skorar
2:1 - Ingi Þór skorar sitt fyrsta mark á þessari leiktíð! Eyþór Aron vinnur boltann af Viktori, keyrir á teiginn og sendir hann á Inga sem setur boltann laglega í netið! Skagamenn aftur komnir í leikinn.
65
Karl Friðleifur tapar boltanum á miðsvæðinu, Benedikt sendir Lindberg í gegn sem skorar en er dæmdur rangstæður, heimamenn aldeilis heppnir!
61 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) kemur inn á
61 Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) fer af velli
61 Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) kemur inn á
61 Pablo Punyed (Víkingur R.) fer af velli
61 Eyþór Aron Wöhler (ÍA) á skot framhjá
Fær boltann eftir aukaspyrnuna en skot hans fer framhjá.
61 Christian Köhler (ÍA) á skot sem er varið
Laust skot úr aukaspyrnu.
59 Johannes Björn Vall (ÍA) á skot sem er varið
Afskaplega laust skot sem endar í fanginu á Þórði.
57 ÍA fær hornspyrnu
54 Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) kemur inn á
54 Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) fer af velli
53
Kristall Máni sendir boltann þvert fyrir en hvorki Helgi né Logi komast í boltann.
52 Logi Tómasson (Víkingur R.) á skot sem er varið
Karl Friðleifur hleypur upp allan völlunn og sendir hann á Loga sem á skot beint á Árna.
51 Víkingur R. fær hornspyrnu
50 Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) á skot sem er varið
Birnir aftur í hættulegu færi og á þrumuskot sem Árni fer í horn.
49 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Ari er fyrstur á boltann í hornspyrnunni en skot hans fer framhjá.
48 Víkingur R. fær hornspyrnu
48 Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) á skot framhjá
Birnir gerir vel og á skot sem fer af varnarmanni og skoppar rétt framhjá.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Seinni hálfleikurinn hafinn!
45 Hálfleikur
Víkingur fer með tveggja marka forystu inn í leikhléið.
45
Einni mínútu bætt við.
44 Pablo Punyed (Víkingur R.) fær gult spjald
Uppsafnað.
43
Hættuleg sókn hjá Skagamönnum en sending Benedikts ratar ekki á samherja. Það hefur aðeins lifnað yfir ÍA á síðustu mínútum.
42 Kristian Lindberg (ÍA) á skot framhjá
Skot lengst framhjá.
41 ÍA fær hornspyrnu
41 Johannes Björn Vall (ÍA) á skot sem er varið
Fín sókn hjá Skagamönnum sem endar með skoti en Þórður ver í horn.
40 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) á skot framhjá
Helgi og Ari leika vel á milli sín, Helgi kemur sér svo í gott færi inn í teignum en skot hans fer rétt yfir.
33 Víkingur R. fær hornspyrnu
Birnir stórhættulegur á vinstri kantinum en Hlynur, nýkominn inn á, kemur boltanum í horn.
32 Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) kemur inn á
32 Aron Bjarki Jósepsson (ÍA) fer af velli
Aron hefur verið meiddur í síðustu leikjum og þau meiðsli virðast ætla að ögra honum aðeins lengur.
31 Christian Köhler (ÍA) á skot framhjá
Aukaspyrna Köhler fer rétt framhjá.
30
ÍA fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
27 Johannes Björn Vall (ÍA) fær gult spjald
Víkingar í hættulegri skyndisókn og Jóhannes Vall brýtur á Ara.
23
Fyrri hálfleikurinn hálfnaður og það má ekki sjá neitt þreytumerki á Víkingum.
20 MARK! Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) skorar
2:0 - Viktor skorar úr aukaspyrnunni! Logi vann aukaspyrnu á hættulegum stað. Viktor Örlygur, sem er með fyrirliðabandið í dag, steig upp og setti hann í netið, glæsilegt mark.
19
Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
18 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) á skalla sem fer framhjá
Helgi með skalla rétt framhjá eftir sendingu frá Loga, sem er funheitur þessa stundina.
18 Víkingur R. fær hornspyrnu
Víkingar eru hættulegir í hverri sókn.
13 MARK! Logi Tómasson (Víkingur R.) skorar
1:0 - Þvílíkt mark! Logi vinnur boltann á miðjunni, klobbar svo Jón Gísla og hamrar boltanum í fjærhornið neðra megin. Glæsilegt mark og Víkingar komnir yfir!
12
Víkingar byrja betur en hafa ekki náð að skapa sér marktækifæri frá 2. mínútu.
11 Víkingur R. fær hornspyrnu
2 Víkingur R. fær hornspyrnu
2 Logi Tómasson (Víkingur R.) á skot sem er varið
Logi í dauðafæri! Ari Sigurpálsson fer illa með varnarmenn ÍA og á frábæra sendingu sem sendir Loga í gegn, Logi skýtur en Árni Snær ver vel og boltinn fer út fyrir.
1 Leikur hafinn
0
Gengið hefur ekki verið eins gott hjá Skagamönnum sem hafa ekki unnið leik í deildinni síðan 24. apríl, sem var einmitt 3:0 sigur á Víkingum. Liðið tapaði fyrir Leikni úr Reykjavík í síðasta leik sínum, 0:1 í Breiðholtinu sem hleypti miklu lífi inn í fallbaráttuna.
0
Víkingsmenn stóðu sig frábærelga er liðið mætti Malmö í 1. umferð Meistaradeildarinnar í miðri viku. Þar tapaði liðið 2:3 eftir að hafa verið manni færri í yfir 50. mínútur. Fyrir þann leik vann Víkingur sannfærandi 3:0 sigur á KR í Vesturbænum. Víkingur hefur unnið fjóra leiki í röð í deildinni og átta af síðustu níu í öllum keppnum.
0
Það hefur verið leiðinlegt veður í borginni í allan dag, sem og síðustu daga. Hinsvegar hefur veðrið batnað töluvert og það stefnir í fínustu leikaðstæður hér í Víkinni.
0
Mikið hefur verið rætt um framtíð Kristals Mána sem hefur síðustu daga verið orðaður við norska stórveldið Rosenborg. Rétti í þessu sagði Arnar Gunnlaugsson í viðtali við stöð 2 sport að það væri ekki hans að svara fyrir það hvert hann væri að fara og að hann voni að Kristall verði hjá þeim út júlí.
0
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings, er í leikbanni hér í dag. Viktor Örlygur tekur bandið í hans stað. Kaj Leo í Bartalsstovu er einnig í leikbanni en hann fékk rautt spjald í síðasta leik sínum gegn Leikni R.
0
Víkingar eru í öðru sæti með 22 stig. Skagamenn eru í tíunda sæti með átta stig.
0
Komið þið sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Víkings úr Reykjavík og ÍA í Bestu deild karla í knattspyrnu.
Sjá meira
Sjá allt

Víkingur R.: (4-3-3) Mark: Þórður Ingason. Vörn: Karl Friðleifur Gunnarsson, Oliver Ekroth, Viktor Örlygur Andrason, Davíð Örn Atlason. Miðja: Kristall Máni Ingason, Pablo Punyed (Erlingur Agnarsson 61), Logi Tómasson. Sókn: Ari Sigurpálsson, Helgi Guðjónsson, Birnir Snær Ingason (Nikolaj Hansen 61).
Varamenn: Ingvar Jónsson (M), Erlingur Agnarsson, Halldór Smári Sigurðsson, Nikolaj Hansen, Bjarki Björn Gunnarsson.

ÍA: (4-3-3) Mark: Árni Snær Ólafsson. Vörn: Jón Gísli Eyland, Aron Bjarki Jósepsson (Hlynur Sævar Jónsson 32), Oliver Stefánsson, Johannes Björn Vall. Miðja: Steinar Þorsteinsson, Kristian Lindberg, Christian Köhler (Haukur Andri Haraldsson 77). Sókn: Gísli Laxdal Unnarsson (Ingi Þór Sigurðsson 54), Eyþór Aron Wöhler (Breki Þór Hermannsson 77), Benedikt V. Warén (Ármann Ingi Finnbogason 77).
Varamenn: Árni Marinó Einarsson (M), Tobias Stagaard, Breki Þór Hermannsson, Haukur Andri Haraldsson, Ingi Þór Sigurðsson, Hlynur Sævar Jónsson, Ármann Ingi Finnbogason.

Skot: Víkingur R. 16 (11) - ÍA 11 (5)
Horn: Víkingur R. 8 - ÍA 3.

Lýsandi: Jökull Þorkelsson
Völlur: Víkingsvöllur

Leikur hefst
9. júlí 2022 16:00

Aðstæður:

Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Aðstoðardómarar: Oddur Helgi Guðmundsson og Bryngeir Valdimarsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert