Búið að vera okkar markmið í langan tíma

Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Rún­ar Þór Sig­ur­geirs­son átti afar góða inn­komu fyr­ir Kefla­vík í 3:0-sigri á Val í Bestu deild karla í fót­bolta í kvöld. Rún­ar kom inn á sem varamaður á 65. mín­útu og lagði upp annað markið og skoraði þriðja.

„Mér fannst við byrja bet­ur, vera meira með bolt­ann og stjórna leikn­um. Það breyt­ist svo í tíu mín­út­ur eft­ir að þeir fá rautt. Eft­ir það gerðum við vel í að klára þetta,“ sagði Rún­ar en Kefla­vík var manni fleiri frá 29. mín­útu þegar Sebastian Hed­l­und fékk beint rautt spjald og Kefla­vík fékk víti.

Kefla­vík nýtt liðsmun­inn afar vel í seinni hálfleik og skapaði sér fullt af fær­um. Sig­ur­inn var því verðskuldaður. „Þeir fóru með marga fram á meðan við skild­um eft­ir leik­menn í sókn­inni. Það virkaði vel og við hefðum getað skorað fleiri, en 3:0 er mjög góð staða.“

Rúnar Þór Sigurgeirsson
Rún­ar Þór Sig­ur­geirs­son Ljós­mynd/​Vík­ur­frétt­ir/​Hilm­ar

Eins og áður hef­ur komið fram átti Rún­ar afar góða inn­komu. Hann lagði upp annað markið á Adam Ægi Páls­son með góðri send­ingu og skoraði af ör­yggi þriðja markið þegar hann slapp einn í gegn.

„Ég átti að spila minn leik og ógna inn fyr­ir. Í fyrra mark­inu erum við þrír á tvo og ég var með tvo leik­menn fyr­ir fram­an mig. Mér fannst Adam vera í betra færi og ég ákvað að gefa á hann. Í seinna er ég kom­inn einn í gegn og fæ mik­inn tíma tíma til að klára þetta.“

Kefla­vík fór illa af stað í sum­ar en hef­ur nú unnið fjóra leiki af síðustu fimm í deild­inni. „Mótið byrjaði þannig að það voru marg­ir að koma inn eft­ir meiðsli eða ekki komn­ir inn. Við höf­um unnið okk­ur vel inn í mótið og erum komn­ir í gott stand. Auðvitað vilj­um við vera eins of­ar­lega í töfl­unni og hægt er. Þetta er búið að vera okk­ar mark­mið í lang­an tíma að ná topp sex,“ sagði Rún­ar.  

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert