Danijel til Víkings frá Danmörku

Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric mbl.is/Jökull

Danijel Dejan Djuric, einn leikjahæsti unglingalandsliðsmaður Íslands í knattspyrnu og fyrirliði U19 ára landsliðsins á síðasta ári, er genginn til liðs við Íslands- og bikarmeistara Víkings frá Midtjylland í Danmörku.

Danijel er 19 ára gamall og lék með Breiðabliki í yngri flokkunum en fór frá félaginu til Midtjylland fyrir þremur og hálfu ári og hefur þar leikið með unglingaliðum og varaliði félagsins.

Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands frá U15 upp í U19 ára landslið, samtals 46 landsleiki og hefur skorað í þeim 18 mörk. 

Danijel Dejan Djuric í leik með U16 ára landsliðiðinu fyrir …
Danijel Dejan Djuric í leik með U16 ára landsliðiðinu fyrir nokkrum árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert