„Þetta var erfitt í kvöld,“ sagði Ágúst Eðvald Hlynsson, leikmaður Vals, í samtali við mbl.is eftir 0:3-tap fyrir Keflavík í Bestu deildinni í fótbolta.
Valsmenn léku manni færri frá 29. mínútu þegar Sebastian Hedlund fékk beint rautt spjald og Keflavík fékk víti sem Patrik Johannesen skoraði úr. Eftir atvikið voru Valsmenn sterkari en Keflavík var betri aðilinn í seinni hálfleik.
„Mér fannst við byrja leikinn hræðilega en þegar við misstum mann af velli fórum við að gera það sem við erum góðir í. Það gengur ekki að við þurfum alltaf að fá spark í rassgatið til að byrja leikina. Frá því við misstum manninn af velli og fram að hálfleik fannst mér við flottir og vorum að skapa sénsa.
Við ætluðum að halda áfram því sem við vorum að gera eftir hlé en þegar við fórum að sækja manni færri opnuðust svæði. Við ætluðum ekki að breyta neinu eftir rauða spjaldið heldur halda áfram að reyna að sækja. Við vorum á heimavelli og við viljum vinna alla leiki á heimavelli. Við fengum það svo í bakið,“ sagði hann.
Frederik Schram, markvörður Vals sem var að leika sinn fyrsta leik, var besti maður liðsins í kvöld þrátt fyrir að fá á sig þrjú mörk. „Frederik var geggjaður og ef hann hefði ekki átt þessar vörslur hefðum við tapað stærra.“
Valur hefur aðeins unnið tvo leiki frá því í maí og er liðið í fimmta sæti með 20 stig. „Þetta er ekki það sem við viljum. Við viljum vera með fleiri stig. Við þurfum að spýta í lófana og reyna að vinna næsta leik. Það þýðir ekkert annað,“ sagði Ágúst Eðvald.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |