Ekki það sem við viljum

Ágúst Eðval Hlynsson með boltann í kvöld.
Ágúst Eðval Hlynsson með boltann í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

„Þetta var erfitt í kvöld,“ sagði Ágúst Eðvald Hlyns­son, leikmaður Vals, í sam­tali við mbl.is eft­ir 0:3-tap fyr­ir Kefla­vík í Bestu deild­inni í fót­bolta.

Vals­menn léku manni færri frá 29. mín­útu þegar Sebastian Hed­l­und fékk beint rautt spjald og Kefla­vík fékk víti sem Pat­rik Johann­esen skoraði úr. Eft­ir at­vikið voru Vals­menn sterk­ari en Kefla­vík var betri aðil­inn í seinni hálfleik.

„Mér fannst við byrja leik­inn hræðilega en þegar við misst­um mann af velli fór­um við að gera það sem við erum góðir í. Það geng­ur ekki að við þurf­um alltaf að fá spark í rass­gatið til að byrja leik­ina. Frá því við misst­um mann­inn af velli og fram að hálfleik fannst mér við flott­ir og vor­um að skapa sénsa.

Við ætluðum að halda áfram því sem við vor­um að gera eft­ir hlé en þegar við fór­um að sækja manni færri opnuðust svæði. Við ætluðum ekki að breyta neinu eft­ir rauða spjaldið held­ur halda áfram að reyna að sækja. Við vor­um á heima­velli og við vilj­um vinna alla leiki á heima­velli. Við feng­um það svo í bakið,“ sagði hann.

Frederik Schram, markvörður Vals sem var að leika sinn fyrsta leik, var besti maður liðsins í kvöld þrátt fyr­ir að fá á sig þrjú mörk. „Frederik var geggjaður og ef hann hefði ekki átt þess­ar vörsl­ur hefðum við tapað stærra.“

Val­ur hef­ur aðeins unnið tvo leiki frá því í maí og er liðið í fimmta sæti með 20 stig. „Þetta er ekki það sem við vilj­um. Við vilj­um vera með fleiri stig. Við þurf­um að spýta í lóf­ana og reyna að vinna næsta leik. Það þýðir ekk­ert annað,“ sagði Ágúst Eðvald.  

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert