Fram vann mikilvægan 1:0 sigur á FH í Bestu deild karla í knattspyrnu á nýja Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld.
Framarar byrjuðu betur og Jannik Pohl skoraði strax á annarri mínútu en markið var dæmt af vegna rangstæðu. FH vann sig aðeins inn í leikinn þegar leið á hálfleikinn en fékk voða lítil færi. Engin mörk voru skoruðu og hálfleikstölur því 0:0.
Þegar sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik átti Már Ægisson glæsilega utanfótarsendingu á Jannik Pohl, sem sendi hann síðan á Guðmund Magnússon sem skaut en Gunnar Nielsen varði. Már var fyrstur á frákastið, kom boltanum á Tiago á fjærstönginni sem renndi honum í netið, 1:0 og heimamenn komnir yfir.
Eftir tók FH stjórn á leiknum en skapaði sér fá góð færi, á 85. mínútu fékk þó Steven Lennon dauðafæri þegar hann fékk sendingu þvert fyrir frá Vuk Oskari Dimitrijevic en setti hann framhjá.
Fleiri urðu mörkin ekki og við stóð 1:0 fyrir heimamönnum.
Fram kemst yfir FH með sigrinum í dag og er áttunda sæti með 13 stig. FH er komið í alvöru fallbaráttu með tíu stig, jafnmörg og Leiknir úr Reykjavík og í níunda sæti.
Fram fer í heimsókn á Meistaravelli og mætir KR í næsta leik sínum. FH fær Víking úr Reykjavík í heimsókn í næsta leik sínum.