Getum lært ýmislegt af mistökunum

Haraldur Björnsson, fyrirliði Stjörnunnar.
Haraldur Björnsson, fyrirliði Stjörnunnar. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Har­ald­ur Björns­son, fyr­irliði og markvörður Stjörn­unn­ar, seg­ir að Stjörnu­menn hafi verið sjálf­um sér verst­ir í kvöld, er þeir töpuðu 3:0 á heima­velli fyr­ir Leikn­ismönn­um. 

Hann seg­ir að það hafi vantað nokkuð upp á leikpressu Stjörn­unn­ar í kvöld. „Ef einn hleyp­ur af stað og byrj­ar að pressa, þá þurfa ákveðnar hreyf­ing­ar að eiga sér stað, og þær eru til hálfs, verður mun ein­fald­ara að spila út úr press­unni,“ seg­ir Har­ald­ur. Þá var hann virki­lega ósátt­ur, líkt og fleiri í Stjörnuliðinu við að þriðja mark Leikn­is hafi fengið að standa, en Stjörnu­menn töldu að Mikk­el Dahl hefði verið rang­stæður. „Að fara inn í hálfleik með 3:0 er virki­lega erfitt.“

Hann seg­ir að í hálfleik hafi verið rætt um að reyna að sækja stig með öll­um mætti í síðari hálfleik. „Já, því að það er hálf­ur leik­ur­inn eft­ir. Ef þeir gátu skorað þrjú í fyrri, þá hljót­um við að geta skorað þrjú í þeim seinni og við ætluðum að koma út af full­um krafti og ná inn einu marki í einu og sjá hvert við kæm­ust, en við viss­um líka að þeir myndu leggj­ast lágt og að þeir eru mjög góðir í því að verja for­ystu.“

Har­ald­ur seg­ir að liðið muni ef­laust geta lært ým­is­legt af leikn­um í kvöld. „Það er þjálf­ar­anna að greina bæði góðar og slæm­ar frammistöður, og menn læra hvað mest af slæm­um frammistöðum,“ seg­ir Har­ald­ur. „Það er ein­falt að eiga góðan leik, en menn verða að læra af leikj­un­um og þegar menn fá á sig þrjú mörk er margt sem klikk­ar. Við þurf­um bara að fara yfir hvað gerðist og bæta það fyr­ir næsta leik,“ seg­ir Har­ald­ur að lok­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert