Keflvíkingar mun sterkari en tíu Valsmenn

Adam Ægir Pálsson með boltann í kvöld.
Adam Ægir Pálsson með boltann í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Kefla­vík hafði bet­ur gegn Val, 3:0, í Bestu deild karla í fót­bolta í kvöld. Með sigr­in­um fór Kefla­vík upp fyr­ir KR og upp í sjötta sæti þar sem liðið er með 17 stig. Val­ur er enn í fimmta sæti með 20 stig.

Nokkuð jafn­ræði var með liðunum fram­an af í fyrri hálfleik og skipt­ust liðin á að reyna að sækja, en illa gekk að skapa virki­lega gott færi. Pat­rick Peder­sen fékk þó eitt slíkt fyr­ir Val á 15. mín­útu þegar hann slapp einn í gegn og var í tvígang ná­lægt því að skora. Fyrst varði Sindri Krist­inn Ólafs­son vel frá hon­um og síðan Nacho Heras.

Leik­ur­inn gjör­breytt­ist stund­ar­fjórðungi síðar þegar Sebastian Hed­l­und, varmarmaður Vals, fékk beint rautt spjald og Kefla­vík fékk víti. Hed­l­und togaði þá Pat­rik Johann­esen niður þegar Fær­ey­ing­ur­inn var við það að skora. Johann­essen varð ekki á nein mis­tök á víta­punkt­in­um og kom Kefla­vík yfir.

Þrátt fyr­ir liðsmun­inn var Val­ur meira með bolt­ann eft­ir markið og sótti nokkuð stíft á meðan Kefla­vík reyndi að beita skynd­isókn­um. Mörk­in urðu þó ekki fleiri í fyrri hálfleik og var staðan í leik­hléi 1:0, Kefla­vík í vil.

Adam Ægir Páls­son var ná­lægt því að tvö­falda for­skot Kefla­vík­inga snemma í seinni hálfleik en Frederik Schram varði mjög vel frá hon­um í teign­um. Frederik hélt áfram að verja út hálfleik­inn, oft virki­lega vel þegar Kefl­vík­ing­ar komust í góð færi.

Kefl­vík­ing­ar voru mun sterk­ari í seinni hálfleik og sköpuðu sér fullt af fær­um. Hins­veg­ar gekk illa að nýta þau þar sem Frederik var í stuði í mark­inu á milli þess sem gest­irn­ir hittu ekki Vals­markið.

Annað markið kom þó loks á 75. mín­útu þegar Kefl­vík­ing­ar nýttu skynd­isókn afar vel. Rún­ar Þór Sig­ur­geirs­son sendi á Adam Ægi sem vippaði bolt­an­um afar snyrti­lega yfir Frederik í mark­inu og í netið.

Rún­ar og Adam skiptu um hlut­verk tíu mín­út­um síðar. Þá sendi Adam Rún­ar ein­an í gegn og Rún­ar skoraði af ör­yggi fram­hjá Frederik og breytti stöðunni í 3:0 og þar við sat. 

Val­ur 0:3 Kefla­vík opna loka
Mörk
skorar úr víti Patrik Johannesen (30. mín.)
skorar Adam Ægir Pálsson (75. mín.)
skorar Rúnar Þór Sigurgeirsson (85. mín.)
fær rautt spjald Sebastian Hedlund (29. mín.)
fær gult spjald Tryggvi Hrafn Haraldsson (47. mín.)
fær gult spjald Aron Jóhannsson (79. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Patrik Johannesen (32. mín.)
fær gult spjald Adam Ægir Pálsson (61. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Öruggur þriggja marka sigur Keflvíkinga í kvöld. Þeir nýttu sér liðsmuninn gríðarlega vel og þetta er verðskuldað.
90 Keflavík fær hornspyrnu
90 Dagur Ingi Valsson (Keflavík) á skot sem er varið
Frans með fína sendingu á Dag sem nær föstu skoti í teignum en Frederik gerir vel í að verja.
90
Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma. Úrslitin lönguráðin.
90 Frederik Ihler (Valur) á skot framhjá
Sigurður Egill með fyrirgjöfina en færið er mjög erfitt. Með varnarmann í sér og þarf að teygja sig í boltann.
88 Helgi Þór Jónsson (Keflavík) kemur inn á
88 Adam Ægir Pálsson (Keflavík) fer af velli
88 Dagur Ingi Valsson (Keflavík) kemur inn á
88 Kian Williams (Keflavík) fer af velli
85 MARK! Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík) skorar
0:3 - Gengur endanlega frá þessu! Valsmenn enn og aftur galopnir í vörninni og Keflvíkingar refsa. Adam Ægir með glæsilega sendingu inn á Rúnar Þór sem er einn gegn Frederik og skorar af öryggi. Varamaðurinn kominn með mark og stoðsendingu.
83 Frederik Ihler (Valur) á skalla sem fer framhjá
Eitt besta færi Vals til þessa. Sigurður Egill með flotta fyrirgjöf en danski táningurinn skallar framhjá úr markteignum. Þarna átti hann að hitta markið.
83 Kian Williams (Keflavík) á skot framhjá
Opinn í markteignum en nær ekki að stýra boltanum að marki. Fékk hann eiginlega bara í sig.
80 Adam Ægir Pálsson (Keflavík) á skot sem er varið
Klobbar Birki Má en boltinn nokkuð beint á Frederik.
79 Aron Jóhannsson (Valur) fær gult spjald
Tekur Rúnar Þór hressilega niður.
77 Sigurður Egill Lárusson (Valur) á skot framhjá
Í fínu færi í teignum en hittir boltann illa. Skóflar boltanum framhjá.
75 MARK! Adam Ægir Pálsson (Keflavík) skorar
0:2 - Glæsileg skyndisókn! Keflvíkingar bruna í skyndisókn eftir aukaspyrnu Valsmanna og Rúnar Þór sendir Adam einan í gegn. Adam vippar glæsilega yfir Frederik og í netið. Algjörlega verðskuldað. Valsmenn oft á tíðum verið galopnir í þessum seinni hálfleik og loks tókst Keflavík að refsa.
73 Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík) á skot framhjá
Enn eitt færið sem gestirnir fá. Þeir hafa vaðið í færum í seinni hálfleik. Nú skýtur Rúnar framhjá, einn gegn Frederik.
71 Dani Hatakka (Keflavík) á skalla sem fer framhjá
Dauðafæri eftir hornið en skallar yfir. Var einn á auðum sjó í markteignum.
71 Keflavík fær hornspyrnu
71 Kian Williams (Keflavík) á skot sem er varið
Frederik Schram er heldur betur að stimpla sig inn. Ver fyrst glæsilega frá Patrik Johannesen, sem var kominn einn í gegn, og svo strax í kjölfarið frá Williams sem var í þröngu færi. Tvær virkilega góðar vörslur á nokkrum sekúndum.
71 Patrik Johannesen (Keflavík) á skot sem er varið
70 Frederik Ihler (Valur) kemur inn á
Hans fyrsti leikur fyrir Val. 19 ára danskur strákur.
70 Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) fer af velli
70 Orri Hrafn Kjartansson (Valur) kemur inn á
70 Patrick Pedersen (Valur) fer af velli
68 Nacho Heras (Keflavík) á skalla sem fer framhjá
Í rosalega góðu færi í teignum eftir sendingu fyrir úr aukaspyrnu en Spánverjinn skallar yfir. Þarna átti hann að skora. Keflvíkingar miklu betri.
67
Kian Williams við það að skora í kjölfarið en þá verst Juelsgard virkilega vel. Keflavíkingar hættulegir síðustu mínútur.
66 Adam Ægir Pálsson (Keflavík) á skot sem er varið
Hættulegt innanfótarskot í teignum en Frederik ver virkilega vel. Enn og aftur.
66 Patrik Johannesen (Keflavík) á skot framhjá
Eftir eldsnögga sókn. Fær frítt skot af 20 metra færi en neglir rétt framhjá.
65 Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) kemur inn á
Tvöföld breyting hjá gestunum. Sjáum hverju þetta skilar.
65 Adam Árni Róbertsson (Keflavík) fer af velli
65 Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík) kemur inn á
65 Ernir Bjarnason (Keflavík) fer af velli
64 Valur fær hornspyrnu
Aron við það að komast í skot í teignum en Magnús Þór, sem er búinn að vera mjög góður, verst glæsilega.
63 Frans Elvarsson (Keflavík) á skot sem er varið
Skot af 25 metra færi eða svo en Frederik með þetta á hreinu.
61 Aron Jóhannsson (Valur) kemur inn á
Nú ætla Valsmenn að blása til sóknar og jafna þetta.
61 Birkir Heimisson (Valur) fer af velli
61 Adam Ægir Pálsson (Keflavík) fær gult spjald
Löngu búið að flauta og Adam skýtur samt á markið.
59 Patrik Johannesen (Keflavík) á skot sem er varið
Fast skot rétt utan teigs en Frederik ver enn og aftur vel. Eldsnöggur niður og klórar boltann frá. Þessi stefndi í bláhornið.
53
Tryggvi Hrafn hársbreidd frá því að ná til boltans í góðu færi í teignum en Magnús Þór bjargar á síðustu stundu. Þetta er endanna á milli.
53 Dani Hatakka (Keflavík) á skot sem er varið
Í fínu færi í teignum eftir hornið en aftur ver Frederik vel. Fín frammistaða hjá Frederik í sínum fyrsta leik í íslensku deildarkeppninni. Hann á skilið gott rjómasúkkulaði ef hann heldur þessu áfram.
52 Keflavík fær hornspyrnu
52 Adam Ægir Pálsson (Keflavík) á skot sem er varið
Í góðu færi í teignum eftir eldsnögga skyndisókn. Nær fínu skoti en Frederik ver virkilega vel á nærstönginni.
48
Adam Ægir með Sindra Þór í dauðafæri hægra megin við sig en sendingin er mjög slök og Juelsgard nær að bjarga. Mjög gott tækifæri fyrir gestina.
47 Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) fær gult spjald
Neglir Sindra niður þegar bakvörðurinn var kominn á fleygiferð upp vinstri kantinn. Klárt spjald.
46 Valur fær hornspyrnu
Rétt eins og í fyrri hálfleik byrja Valsmenn á að ná í horn. Tíunda horn heimamanna í kvöld.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Valur byrjar með boltann í seinni hálfleik. Vonandi fáum við fleiri mörk í þetta.
45 Hálfleikur
Keflavík marki yfir og manni fleiri í hálfleik! Valsmenn samt vel inni í þessum leik og búnir að skapa sér sín færi.
45 Arnór Smárason (Valur) á skot framhjá
Arnór tekur spyrnuna en setur boltann nokkuð vel yfir. Illa farið með gott tækifæri.
45
Ágúst Eðvald vinnur aukaspyrnu nánast á vítateigslínunni. Þetta er stórhættulegur staður.
45
Það verða að minnsta kosti tvær mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik.
45
Þrátt fyrir að vera manni færri hafa Valsmenn verið töluvert meira með boltann eftir markið. Keflavíkingar eru komnir aftar á völlinn og gætu verið að bjóða hættunni heim. Þeir eru þó sprækir í skyndisóknum.
42 Kian Williams (Keflavík) á skot framhjá
Reynir skot á lofti rétt utan teigs en hittir boltann illa. Erfið aðgerð þarna og boltinn vel framhjá.
41 Valur fær hornspyrnu
Níunda hornspyrna heimamanna.
39 Patrik Johannesen (Keflavík) á skot framhjá
Skot af 25 metra færi eða svo en nokkuð vel framhjá. Engin hætta á ferðum þarna.
36
Ernir Bjarna liggur eftir meiddur og leikurinn er stöðvaður. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt.
35
Smá hætta við mark Keflavíkur. Hattaka setur boltann í Arnór Smára og þaðan skýst hann í fangið á Sindra.
32 Patrik Johannesen (Keflavík) fær gult spjald
Allt of seinn í Tryggva og straujar hann hressilega. Einhverjir Valsmenn vilja rautt en gult skal það vera.
30 MARK! Patrik Johannesen (Keflavík) skorar úr víti
0:1 - Setur boltann nokkuð beint á markið og Frederik skutlar sér til hægri. Keflavík allt í einu marki yfir manni fleiri. Þetta er fljótt að breytast!
29 Sebastian Hedlund (Valur) fær rautt spjald
Svíinn togar Patrik Johannesen niður þegar Færeyringurinn var við það að fara að skora af stuttu færi. Víti og rautt!
29 Keflavík fær víti
28 Keflavík fær hornspyrnu
Hedlund hittir boltann hræðilega og gefur hornspyrnu undir engri pressu.
27 Sebastian Hedlund (Valur) á skalla sem fer framhjá
í fínasta skallafæri eftir hornið en með varnarmann í sér og hittir boltann ekki nægilega vel.
27 Valur fær hornspyrnu
8:1.
26 Valur fær hornspyrnu
Valur að vinna hornspyrnubaráttuna 7:1.
24 Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur) á skot framhjá
Í fínu færi eftir hornið en hittir boltann illa og skóflar honum vel yfir.
23 Valur fær hornspyrnu
Valsmenn fá aðra tilraun hinum megin.
23 Valur fær hornspyrnu
Sigurður Egill með fyrirgjöf frá vinstri og Magnús Þór skallar aftur fyrir.
21
Varnarmenn Keflavíkur eru að vinna fyrir kaupinu. Fyrst komast þeir fyrir skot frá Pedersen og örfáum sekúndum síðar skot frá Sigurði Agli.
21 Patrik Johannesen (Keflavík) á skot framhjá
Reynir skotið úr aukaspyrnunni, af 20 metra færi eða svo, en þetta er nokkuð yfir og Frederik hefur ekki miklar áhyggjur.
20
Adam Ægir vinnur aukaspyrnu á hættulegum stað eftir baráttu við Juelsgard. Daninn sleppur við spjaldið og fær tiltal frá Helga Mikael.
18 Valur fær hornspyrnu
Sigurður Egill með flotta fyrirgjöf frá vinstri en Hatakka verst virkilega vel og bjargar í horn.
15 Valur fær hornspyrnu
Brotið á Sindra eftir hornið og Keflavík fær aukaspyrnu.
15 Patrick Pedersen (Valur) á skot sem er varið
Færi! Sigurður Egill sendir Pedersen einan í gegn en Sindri Kristinn ver glæsilega frá Dananum. Pedersen virðist ætla að skora úr frákastinu en þá bjargar Nacho Heras glæsilega á línu. Pedersen í tvígang nálægt því að skora fyrsta mark leiksins.
14
Þetta hefur verið frekar erfitt fyrir Valsmenn hingað til. Ná lítið að spila boltanum sín á milli.
10
Sindri Þór með sprett upp hægri kantinn og fína fyrirgjöf en enginn Keflvíkingur mætir í svæðið. Keflavík er að spila nokkuð vel hingað til.
7 Valur fær hornspyrnu
Sigurður Egill með sendingu í varnarmann og aftur fyrir.
6
Fjörugar fyrstu sex mínútur. Liðin skiptast á að vera með boltann og reyna að sækja. Það er mikill hraði í þessu.
3 Keflavík fær hornspyrnu
Nálægt! Ernir Bjarnason með skot í varnarmann og boltinn fer rétt framhjá. Næstum því fyrsta markið.
1 Valur fær hornspyrnu
Valsmenn fá hornspyrnu strax í upphafi leiks. Tryggvi Hrafn með flottan sprett.
0 Leikur hafinn
Keflavík byrjar með boltann og sækir í vesturátt.
0
Þessi lið hafa mæst 100 sinnum í efstu deild. Valur er með 43 sigra, Keflavík 32 og 25 sinnum hafa þau gert jafntefli.
0
Valur gerði 1:1 jafntefli við KA á útivelli í síðasta leik. Keflavík vann góðan 3:1-heimasigur á Fram.
0
Guy Smit er enn hjá Val en er frá vegna meiðsla.
0
Joey Gibbs er ekki með Keflavík í kvöld og verður ekki næstu vikurnar. Hann á von á barni og fór því heim til Ástralíu.
0
Guðmundur Andri Tryggvason er ekki með Val í kvöld þar sem hann í leikbanni. Hann fékk rautt spjald gegn KA í síðasta leik. Haukur Páll Sigurðarson er einnig í banni.
0
Frederik Schram er í markinu hjá Val í fyrsta skipti í kvöld. Guy Smit er ekki í hópnum.
0
Góða kvöldið og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Vals og Keflavíkur í Bestu deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Valur: (4-3-3) Mark: Frederik Schram. Vörn: Birkir Már Sævarsson, Sebastian Hedlund, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jesper Juelsgård. Miðja: Birkir Heimisson (Aron Jóhannsson 61), Arnór Smárason, Ágúst Eðvald Hlynsson. Sókn: Tryggvi Hrafn Haraldsson (Frederik Ihler 70), Patrick Pedersen (Orri Hrafn Kjartansson 70), Sigurður Egill Lárusson.
Varamenn: Sveinn Sigurður Jóhannesson (M), Heiðar Ægisson, Aron Jóhannsson, Rasmus Christiansen, Orri Hrafn Kjartansson, Sverrir Þór Kristinsson, Frederik Ihler.

Keflavík: (4-3-3) Mark: Sindri Kristinn Ólafsson. Vörn: Sindri Þór Guðmundsson, Nacho Heras, Magnús Þór Magnússon, Dani Hatakka. Miðja: Ernir Bjarnason (Rúnar Þór Sigurgeirsson 65), Frans Elvarsson, Adam Árni Róbertsson (Ingimundur Aron Guðnason 65). Sókn: Adam Ægir Pálsson (Helgi Þór Jónsson 88), Patrik Johannesen, Kian Williams (Dagur Ingi Valsson 88).
Varamenn: Rúnar Gissurarson (M), Rúnar Þór Sigurgeirsson, Ari Steinn Guðmundsson, Helgi Þór Jónsson, Dagur Ingi Valsson, Ásgeir Páll Magnússon, Ingimundur Aron Guðnason.

Skot: Keflavík 20 (12) - Valur 7 (1)
Horn: Valur 11 - Keflavík 5.

Lýsandi: Jóhann Ingi Hafþórsson
Völlur: Origo-völlurinn

Leikur hefst
11. júlí 2022 19:15

Aðstæður:
Rok og nokkuð skýjað. Fínn gervigrasvöllur.

Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Aðstoðardómarar: Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert