„Sigurinn nærir“

Leiknismenn áttu sannfærandi leik á móti Stjörnunni í kvöld.
Leiknismenn áttu sannfærandi leik á móti Stjörnunni í kvöld. mbl.is/Hákon

„Þetta var virki­lega ánægju­legt,“ seg­ir Sig­urður Hösk­ulds­son, þjálf­ari Leikn­ismanna, en lið hans vann góðan útisig­ur á Stjörn­unni í Garðabæn­um í kvöld, 3:0, í 12. um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu.

Hann seg­ir að liðið hafi beðið nokkuð eft­ir því að sókn­ar­leik­ur þess gengi upp, en að hann hafi verið frá­bær í kvöld. „Fyrri hálfleik­ur­inn var gjör­sam­lega frá­bær, en í seinni hálfleik, þar sem menn eru kannski ekki van­ir að hafa for­yst­una, var eðli­legt að menn reyni að halda í for­yst­una og passi sig. Við hefðum getað haldið bolt­an­um bet­ur í seinni, en þar á móti kom að varn­ar­leik­ur­inn var frá­bær í seinni hálfleik,“ seg­ir Sig­urður. 

Hann seg­ir að skip­un­in í hálfleik hafi verið sú að halda áfram með góðu hlut­ina og reyna að halda í bolt­ann. „Við vit­um að þegar Stjarn­an kemst í gír­inn og er und­ir, þá þora þeir að spila meira og halda bolt­an­um, og þeir eru með marga frá­bæra leik­menn sem gerðu okk­ur erfitt fyr­ir. Við hefðum getað verið meira „kúl“ á bolt­an­um, en það var kannski eðli­legt miðað við stöðuna.“

Hann seg­ir að lok­um að frammistaðan í kvöld muni gefa liði sínu mikið fyr­ir kom­andi bar­áttu. „Já, klár­lega, sig­ur­inn nær­ir og þetta gef­ur okk­ur meiri orku. Ég hef verið mjög ánægður með liðið mitt í sum­ar, og nú eru sigr­arn­ir að koma og þá verður maður enn bratt­ari.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert