Öruggur útisigur Leiknismanna

Þórarinn Ingi Valdimarsson Stjörnumaður og Mikkel Dahl framherji Leiknis eigast …
Þórarinn Ingi Valdimarsson Stjörnumaður og Mikkel Dahl framherji Leiknis eigast við í Garðabænum í kvöld. Dahl skoraði þriðja mark Leiknis. mbl.is/Hákon

Leikn­is­menn unnu ör­ugg­an útisig­ur á Stjörn­unni, 3:0, þegar liðin mætt­ust í 12. um­ferð Bestu deild­ar karla í knatt­spyrnu á Sam­sung-vell­in­um í kvöld.

Gest­irn­ir úr Breiðholt­inu hófu leik­inn í kvöld af miklu kappi, og virt­ust þeir vera til­bún­ir í leik­inn frá fyrstu mín­útu. Eft­ir sex mín­út­ur voru Leikn­is­menn bún­ir að upp­skera þrjár horn­spyrn­ur, og svo fór að Bjarki Aðal­steins­son, fyr­irliði gest­anna, leiddi sitt lið með góðu for­dæmi og skoraði með góðu skoti af markteig eft­ir þriðju horn­spyrn­una. 

Stjörnu­menn töldu sig hafa jafnað met­in strax í næstu sókn, þegar Ad­olf Daði Birg­is­son kom bolt­an­um í netið eft­ir lag­legt spil Ísaks Andra Sig­ur­geirs­son­ar, en Ad­olf hafði fengið bolt­ann í hönd­ina á sér í aðdrag­anda marks­ins, sem var því ekki dæmt gilt. 

Leikn­is­menn efld­ust við þetta ef eitt­hvað var og áttu þeir trekk í trekk fín­ar sókn­ir, en náðu ekki að reka smiðshöggið á þær. 

Á 33. mín­útu dró til tíðinda. Vikt­or Freyr Sig­urðsson, markmaður Leikn­ismanna, hóf þá sókn­ar­lotu þar sem Mikk­el Jak­ob­sen óð upp vinstri kant­inn og gaf bolt­ann fyr­ir inn í teig­inn. Þar var Ró­bert Hauks­son, sem hafði átt nokk­ur fín færi áður, mætt­ur á markteig­inn og söng bolt­inn í neti Stjörnu­manna. 

Leikn­is­menn bættu við þriðja mark­inu á 42. mín­útu, en þá var Mikk­el Dahl kom­inn einn á auðum sjó gegn Har­aldi Björns­syni, mark­manni Stjörn­unn­ar, en Stjörnu­menn vildu meina að hann hefði verið rang­stæður, þar sem Ró­bert hefði flikkað bolt­an­um áfram á hann. Ívar Orri Kristjáns­son, góður dóm­ari leiks­ins, og aðstoðar­menn hans mátu það hins veg­ar sem svo að svo hefði ekki verið, og markið því gott og gilt. 

Stjörnu­menn hófu síðari hálfleik af mikl­um krafti, og fengu þeir tvö dauðafæri til að minnka mun­inn á 50. og svo 53. mín­útu. Skall þar hurð nærri hæl­um fyr­ir Leikn­is­menn, og hefði mark á þeim tíma­punkti ef­laust getað breytt ein­hverju um gang leiks­ins. Þess í stað tví­efld­ust Leikn­is­menn á meðan sókn­ir Garðbæ­inga enduðu oft­ar en ekki á varn­ar­mönn­um gest­anna, sem stóðu sem klett­ar í haf­inu. Daní­el Finns Matth­ías­son og Ólaf­ur Karl Fin­sen fengu þó ágæt tæki­færi til að klóra í bakk­ann, en allt kom fyr­ir ekki, og Leikn­is­menn sigldu ör­ugg­um sigri í höfn.

Fyr­ir leik­inn var Stjarn­an í fjórða sæti með 20 stig, og eru það áfram eft­ir þenn­an leik. Leikn­ir fór hins veg­ar úr næst neðsta sæt­inu upp yfir Skaga­menn, og eru nú með 10 stig eft­ir 12 leiki. 

Leikn­is­menn komu inn í leik­inn af mikl­um krafti og ákefð, sem aft­ur dugði þeim til þess að skora þrjú mörk og tryggja sér stig­in þrjú. Það eru fá lið í deild­inni sem vilja mæta þeim í því stuði sem þeir sýndu í kvöld. Stjörnu­menn munu hins veg­ar vilja gleyma leikn­um í kvöld sem fyrst, enda fór allt úr­skeiðis sem hægt var. 

Stjarn­an 0:3 Leikn­ir R. opna loka
Mörk
skorar Bjarki Aðalsteinsson (7. mín.)
skorar Róbert Hauksson (33. mín.)
skorar Mikkel Dahl (42. mín.)
fær gult spjald Þórarinn Ingi Valdimarsson (75. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (41. mín.)
fær gult spjald Birgir Baldvinsson (53. mín.)
mín.
90 Leik lokið
+4 Öruggur sigur Leiknismanna í höfn!
90
+3 Leiknismenn í stúkunni syngja hér og tralla. Þeir hafa aldeilis verið sínum mönnum haukur í horni í kvöld.
90
+2 Þetta er stundum einföld íþrótt. Leiknismenn voru hér eins og villikettir í fyrri hálfleik, eltu alla bolta sem hreyfðust og stukku á þá. Þessi vinna skilar þeim góðum sigri hér í kvöld.
90
+1 Leiknir fær aukaspyrnu við miðpunktinn.
90
Uppbótartímjnn er hér fjórar mínútur.
90 Emil Berger (Leiknir R.) á skot framhjá
89 Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) á skot framhjá
Óskar Örn reynir hér lúmskt skot rétt fyrir utan vítateig. Það hefði ekki verið hans fyrsta, en boltinn núna yfir.
86 Stjarnan fær hornspyrnu
85 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) á skalla sem er varinn
Aukaspyrna á hættulegum stað og Óli Kalli með skallann, en ekki alveg nógu beinskeytt hjá honum.
84 Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) kemur inn á
84 Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) fer af velli
83 Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) á skot framhjá
Skot langt utan af velli sem er aldrei á leiðinni á markið. Leiknismenn í stúkunni stríða sínum gamla liðsfélaga og syngja "kemur Danni, kemur".
82 Oliver Haurits (Stjarnan) kemur inn á
82 Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) fer af velli
82 Óskar Örn Hauksson (Stjarnan) kemur inn á
82 Adolf Daði Birgisson (Stjarnan) fer af velli
82
Ef ég væri maður veðmálanna myndi ég segja líklegra að Leiknir bæti við fjórða en að Stjarnan klóri í bakkann.
80
Hér er fátt sem bendir til þess að Stjarnan fái stig úr þessum leik. Gamla brýnið Óskar Örn Hauksson stendur hins vegar á hliðarlínunni og bíður þess að koma inn á.
78
Uppalinn Stjörnumaður inn fyrir annan.
78 Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) kemur inn á
78 Róbert Hauksson (Leiknir R.) fer af velli
75 Þórarinn Ingi Valdimarsson (Stjarnan) fær gult spjald
Keyrir harkalega í Dag Austmann. Þórarinn var frekar pirraður í fyrri hálfleik, og er mjög ósáttur við þetta spjald. Mér sýndist það hins vegar vera fremur verðskuldað.
75 Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) á skot sem er varið
74
Mikkel Dahl átti góða sendingu á Róbert Hauksson, sem reyndi stungusendingu á sjálfan sig. Hann var næstum því kominn í gegn, en þetta var samt smá bjartsýniskast hjá Róberti.
72
Nú fer hver að verða síðastur í liði heimamanna til þess að gera eitthvað, vilji Stjörnumenn fá eitthvað út úr þessum leik. Nú átti Ísak Andri ágætan sprett, en skotið beint í ókleifan varnarmúr Leiknismanna.
72 Stjarnan fær hornspyrnu
71 Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) kemur inn á
71 Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) fer af velli
69
Eggert Aron með stórhættulega sendingu inni í teignum, en Jóhann Árni nær ekki almennilegu skoti á markið!
69
Áhorfendur hér eru 843.
68 Stjarnan fær hornspyrnu
66
Leiknismenn núna með þunga pressu og leita að fjórða markinu. Nú var samt brotið á Róberti, en Ívar Orri sá ekkert athugavert.
64 Leiknir R. fær hornspyrnu
Fengu horn upp úr aukaspyrnunni, en tókst ekki betur til en svo að þeir voru rangstæðir eftir hornspyrnuna.
63
Leiknismenn fá aukaspyrnu alveg við vítateigslínuna upp við endamörk vinstra megin. Þetta er fyrirgjafafæri allra fyrirgjafafæra!
62
Leiknismenn eru nú að vinna sig aftur inn í seinni hálfleikinn eftir að Stjörnumenn komu inn með miklum krafti! Tíminn vinnur enda með þeim.
60
Óli Valur reynir hér að sækja upp vinstri kantinn og hjólar sig í gegnum alla Leiknisvörnina, án þess þó að koma sér í færi. Heimamenn þurfa aðeins meiri "herslumun" í svona stöðum til að fá eitthvað út úr leiknum.
58 Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) kemur inn á
58 Sindri Björnsson (Leiknir R.) fer af velli
55
Leiknismenn reyna að minna á sig, en ná ekki að breyta álitlegri sókn í skotfæri.
54 Stjarnan (Stjarnan) á skot framhjá
Stjarnan á enn eitt skotið! Nú er einstefnan öll á mark Leiknismanna.
53 Birgir Baldvinsson (Leiknir R.) fær gult spjald
53 Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) á skalla sem er varinn
Hvernig var þetta ekki mark? Bjarki Leiknismaður skallar boltann í Eggert Aron og boltinn nánast í slána, en boltinn fer út en ekki inn!
52 Stjarnan fær hornspyrnu
Jóhann Árni með annað skot en í varnarmann!
50 Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) á skot framhjá
Þarna skall hurð nærri hælum! Ísak Andri með flottan snúning upp í fjærhornið... en snúningurinn aðeins of mikill og boltinn röngu megin við stöngina. Nú taka heimamenn í stúkunni við sér, og syngja stuðningsmenn bæði liða. Þetta er stemmning!
49 Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Stjarnan hér með þunga sókn, þar sem Eggert Aron gerir sig líklegan áður en boltinn fer á Jóhann Árna. Hann á laglegt skot, en Viktor Freyr ver vel!
48 Mikkel Dahl (Leiknir R.) á skot framhjá
Hrikaleg varnarmistök leiða til þess að Mikkel Dahl fær boltann ókeypis á miðjum vallarhelmingi Stjörnumanna. Hann sér að Halli er ekki í markinu og reynir að vippa yfir hann... en setur boltann nánast í innkast.
47 Seinni hálfleikur hafinn
Stjörnumenn gera tvær breytingar á liði sínu í hálfleik, Emil Atla og Björn Berg Bryde út, sóknarmaður og varnarmaður fyrir að mér sýnist tvo sóknar/miðjumenn. Hér á greinilega að blása til sóknar, enda varla annað hægt.
46 Seinni hálfleikur hafinn
46 Daníel Finns Matthíasson (Stjarnan) kemur inn á
46 Emil Atlason (Stjarnan) fer af velli
46 Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) kemur inn á
46 Björn Berg Bryde (Stjarnan) fer af velli
46
Hér virðast menn vera að komast á þá skoðun að Róbert hafi ekki snert boltann í aðdraganda þriðja marksins, sem aftur þýðir að Dahl er þá réttstæður. En þetta er erfitt að sjá.
46
Siggi Höskulds, þjálfari Leiknismanna hefur færri ástæður til þess að breyta liði sínu í hálfleik, en hann mun eflaust vilja brýna fyrir sínu liði að hætta ekki að spila, því að ýmislegt getur gerst ef leikmenn eru ekki á tánum.
46
En rangstaða eða ekki, því verður ekki breytt héðan í frá, og spurningin er þá hvað ætla heimamenn að gera hér í seinni hálfleik? Gústi Gylfa þarf eitthvað að leggja leikinn upp að nýju, og þyrfti ekki að koma á óvart þótt einhverjar breytingar yrðu gerðar á liðinu í hálfleik.
46
Hér eru menn að reyna að rýna í þriðja mark Leiknismanna og það hvort að Mikkel Dahl hafi verið rangstæður eða ekki. Hér er spurning hvort að Róbert Hauksson hafi átt síðustu snertinguna áður en boltinn barst á Dahl, en það er erfitt að sjá af sjónvarpsmyndum.
45 Hálfleikur
Leiknismenn fara með verðskuldaða 3:0 forystu inn í hálfleikinn! Þeir hafa verið sterkari á nánast öllum sviðum knattspyrnunnar í dag. Þórarinn Ingi er brjálaður út í Ívar Orra og er eflaust að ræða rangstöðudóminn við hann á ekki svo rólegum nótum.
45
+1 Leiknismenn í stúkunni syngja: "Stjarnan getur ekki neitt, við eigum engan pening, fáum ekki greitt..." Breiðhyltingar eru ekkert allt of óhressir með stöðu mála greinilega.
45
Óli Valur lætur sig detta í teignum. Ívar Orri er ekki hrifinn.
44 Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) á skot sem er varið
42 MARK! Mikkel Dahl (Leiknir R.) skorar
0:3! Allt í einu var Mikkel Dahl einn á auðum sjó gegn Haraldi Björnssyni. Það var smá rangstöðuþefur og vildu heimamenn sjá flaggið á loft.
41 Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.) fær gult spjald
Brot á miðjum velli.
39
Mér skilst að markaskorarinn Róbert sé uppalinn í Stjörnunni. Honum hefur væntanlega ekki leiðst að skora gegn uppeldisfélaginu, hvað þá með svona glæsilegum hætti.
37 Mikkel Dahl (Leiknir R.) á skot framhjá
Þarna gerði Mikkel Dahl allt rétt, prjónaði sig í gegnum Stjörnuvörnina og átti bara eftir að koma boltanum á markið, en þá var skotið slappt.
36
Stjörnumenn reyna að klóra í bakkann. Hér sýndist mér Emil Atla vera með boltann í árennilegu skotfæri, en vörnin stöðvar þetta.
33 MARK! Róbert Hauksson (Leiknir R.) skorar
0:2! Leiknismenn sækja upp vinstri kantinn, Mikkel Jakobsen með glæsilega fyrirgjöf og Róbert Hauksson, sem ég hélt að væri tognaður áðan, kemur á fluginu og skorar með viðstöðulausri snertingu! Virkilega flott mark!
33
Haraldur Björnsson og Sindri gefa hér boltann á milli sín, og láta sér fátt um finnast þótt Leiknismenn sæki hart að þeim. Þarna hafa menn verið með ískalt blóð í æðum.
32
Stjarnan reynir að sækja en missir boltann aftur fyrir. Stuðningsmaður heimamanna tekur vonbrigði sín út á blaðamannastúkunni.
28
Hér voru nokkrir pústrar á miðjum vellinum, en leikurinn er stans, því Róbert liggur eftir viðskipti sín við Stjörnuvörnina. Vonandi er þetta ekkert alvarlegt, en gæti vel verið tognun.
27
Leiknismenn eru þó hvergi nærri hættir, þvó að það sé ögn minni ákafi í leik þeirra, nú fékk Mikkel Elbæk fínt færi eftir stungusendingu en varnarmaður fyrir skotið.
27
Stjörnumenn færa sig nú framar á völlinn og freista þess að halda uppi pressunni. Samspil Óla Vals og Adolf Daða á hægri vængnum er lykilatriði í sóknum þeirra.
23 Emil Atlason (Stjarnan) á skot framhjá
Loks lífsmark með heimamönnum! Adolf Daði og Óli Valur áttu flottan þríhyrning í gegnum vörn gestanna og boltinn á Emil, sem á fínt skot, en framhjá.
22
Ekkert varð úr aukaspyrnunni, þess í stað unnu Leiknismenn boltann. Sóknarmaður þeirra var hins vegar dæmdur brotlegur og Stjörnumenn fá boltann aftur.
21
Stjörnumenn fá aukaspyrnu úti við hliðarlínu á miðjum vallarhelmingi Leiknis. Svipað og í Frakkaleiknum um árið.
18
Ég ætlaði að fara að skrifa um samba-takta Leiknis í sókninni, en jinxaði hana greinilega því tveir Leiknismenn hlupu saman og misstu boltann í þeirri andránni. Fram að því hafði fátt bent til annars en að hér yrði úr enn eitt færi Leiknismanna.
17
Stuðningsmenn gestanna baula hér á Óla Val í hvert sinn sem hann fær boltann. Ég minnist þó ekki neins atviks sem kallar á slík viðbrögð.
16 Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan) á skot sem er varið
Og Stjörnumenn komast upp hratt vinstra megin en skot Ísaks er varið snyrtilega.
15
Hér átti Bjarki Aðalsteins geggjaða stungu sendingu á Dahl, en rangstaða.
13 Mikkel Dahl (Leiknir R.) á skot framhjá
Þetta var þvílíka dauðafærið eftir hornspyrnuna, en Dahl lyftir boltanum of hátt og yfir slánna! Hér gætu gestirnir hæglega verið komnir tveimur-þremur mörkum yfir.
13 Leiknir R. fær hornspyrnu
Sjötta hornspyrna Leiknis í leiknum.
12 Leiknir R. fær hornspyrnu
12 Róbert Hauksson (Leiknir R.) á skalla sem er varinn
Snyrtilega útfærð hornspyrna, boltanum leikið út á Emil Berger sem flýtur honum inn á teig. Þar stekkur Róbert Hauksson manna hæst, en Halli á meistaravörslu!
11 Leiknir R. fær hornspyrnu
Klapplið Leiknismanna syngur hér og trallar. Og þeir hafa ástæðu til, þeirra menn eru mun meira tilbúnir í átök kvöldsins.
9 Leiknir (Leiknir R.) á skot sem er varið
Birgir Baldvinsson vinnur boltann laglega af Stjörnumönnum og Leiknismenn reyna skyndisókn, en Stjörnumenn eru fljótir til baka. Gestirnir ná þá að skapa sér færi, en varnarmaður nær að setja fót fyrir skotið þannig að boltinn rúllar rólega til Haraldar.
8
Hér héldum við að Stjarnan hefði jafnað strax, en Adolf Daði fékk boltann í hendina í aðdraganda marksins, sem fær því ekki að standa.
7 MARK! Bjarki Aðalsteinsson (Leiknir R.) skorar
0:1! Og fyrirliðinn skorar eftir hornspyrnuna með laglegu skoti! Þetta mark hefur legið í loftinu.
6 Leiknir R. fær hornspyrnu
Ja hérna, hér. Gestirnir liggja á heimamönnum.
6 Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) á skot sem er varið
5 Leiknir R. fær hornspyrnu
Leiknismenn hafa verið hér heldur sprækari í byrjun.
3
Eftir hornið var mikill darraðardans í teig Stjörnumanna og minnst þrír Leiknismenn sem reyndu að koma knettinum á mark, en alltaf var varnarmaður fyrir.
3 Leiknir R. fær hornspyrnu
3 Róbert Hauksson (Leiknir R.) á skot sem er varið
Liðin hafa verið að þreifa hér hvort á öðru. En þetta var fínt skot!
1 Leikur hafinn
Leiknismenn byrja með boltann og spila í áttina að Hagkaupum, ef það hjálpar þeim sem eru kunnugir staðháttum.
0
Liðin ganga hér inn á völl og þá er snarlega skipt um tónlist, Bestu deildar lagið fær nú að óma! Heimamenn eru í sínum bláu og hvítu heimabúningum, en Leiknisbúningurinn þykir of líkur, þannig að þeir eru í varabúningum sínum, hvítum með einni vínrauðri og einni ljósblárri rönd.
0
DJ-inn setur á Smoke on the Water. Plús í kladdann þar.
0
Á bekk Stjörnumanna situr hins vegar Daníel Finns Matthíasson, sem kom til félagsins frá Leikni fyrir sumarið. Það var segin saga í "Manager"-leikjunum í gamla daga að menn skoruðu alltaf gegn sínu gamla félagi í fyrsta leiknum sem þeir mættu því. Skildi það gerast í kvöld?
0
Kortér í leik og hér er fólk farið að láta sjá sig í stúkunni. Upphitun beggja liða er í fullum gangi og plötusnúður Stjörnumanna er að missa sig í 80s og 90s-rokk-"klassíkerum". Nú er Alice Cooper að láta gamminn geisa með Poison.
0
Þess má svo geta að á bekk Leiknismanna sitja nú tveir leikmenn sem eru nýkomnir til félagsins aftur úr láni, þeir Davíð Júlían Jónsson og Shkelzen Veseli, en þeir hafa verið hjá Þrótti Vogum í sumar. Davíð Júlían spilaði tvo leiki fyrir Leikni síðasta sumar og Shkelzen sjö, þannig að hér er eflaust kominn ágætur liðsstyrkur.
0
Kristófer Konráðsson tekur ekki þátt í leiknum í kvöld fyrir hönd Leiknis, en hann er á láni frá Stjörnunni, og mér skilst að þá sé hann ekki leyfilegur leikmaður í kvöld.
0
Leiknismenn hafa ekki alveg náð sama árangri og heimaliðið, þeir sitja nú í 11. og næstneðsta sæti með sjö stig eftir ellefu leiki. Þeir geta hins vegar með sigri náð að komast við hlið Fram eða FH, sem spila innbyrðis í kvöld, og um leið farið uppfyrir ÍA, sem hefur þegar leikið sinn leik í 12. umferð.
0
Allir leikir skipta auðvitað máli í þessari deild, en fyrir þennan leik er Stjarnan í 4. sæti með 20 stig eftir 11 leiki, 5 sigra, 5 jafntefli og eitt tap. Þeir vilja væntanlega ná 6. sigrinum hér á heimavelli í kvöld til að narta aðeins í hælana á Víkingum og KA... að ekki sé minnsta á Blika sem tróna á toppnum með 31 stig.
0
Hér eru allar vallaraðstæður til fyrirmyndar. Gervigrasið rennislétt að vanda. Það eina sem mætti vera betra er veðrið, það er pínu skýjað og smá gustur úti. Vonandi hefur það ekki áhrif á mætinguna eða leikinn!
0
Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Leiknis gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá 1:0 sigrinum á Skagamönnum. Róbert Hauksson, Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Sindri Björnsson koma inn í liðið. Daði Bærings Halldórsson fer á bekkinn en Kristófer Konráðsson er ekki með þar sem hann er í láni frá Stjörnunni og pólski kantmaðurinn Maciej Makuszewski er í banni eftir að hafa fengið rauða spjaldið gegn ÍA.
0
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Stjörnunnar gerir þrjár breytingar á byrjunarliðinu frá jafnteflinu við FH, 1:1, í 11. umferðinni. Sindri Þór Ingimarsson kemur aftur í vörnina, Jóhann Árni Gunnarsson á miðjuna og Adolf Daði Birgisson á kantinn en Daníel Finns Matthíasson, Guðmundur Baldvin Nökkvason og reynsluboltinn Óskar Örn Hauksson setjast á varamannabekkinn.
0
Komiði sæl og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu á leik Stjörnunar og Leiknis úr Reykjavík í Bestu deild karla í fótbolta.
Sjá meira
Sjá allt

Stjarnan: (4-3-3) Mark: Haraldur Björnsson. Vörn: Óli Valur Ómarsson, Björn Berg Bryde (Einar Karl Ingvarsson 46), Sindri Þór Ingimarsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson. Miðja: Jóhann Árni Gunnarsson (Ólafur Karl Finsen 71), Daníel Laxdal, Eggert Aron Guðmundsson (Oliver Haurits 82). Sókn: Adolf Daði Birgisson (Óskar Örn Hauksson 82), Emil Atlason (Daníel Finns Matthíasson 46), Ísak Andri Sigurgeirsson.
Varamenn: Viktor Reynir Oddgeirsson (M), Einar Karl Ingvarsson, Daníel Finns Matthíasson, Ólafur Karl Finsen, Guðmundur Baldvin Nökkvason, Óskar Örn Hauksson, Oliver Haurits.

Leiknir R.: (4-3-3) Mark: Viktor Freyr Sigurðsson. Vörn: Birgir Baldvinsson, Bjarki Aðalsteinsson, Brynjar Hlöðvers, Dagur Austmann Hilmarsson. Miðja: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, Emil Berger, Sindri Björnsson (Daði Bærings Halldórsson 58). Sókn: Róbert Hauksson (Arnór Ingi Kristinsson 78), Mikkel Dahl, Mikkel Jakobsen (Jón Hrafn Barkarson 84).
Varamenn: Bjarki Arnaldarson (M), Daði Bærings Halldórsson, Jón Hrafn Barkarson, Loftur Páll Eiríksson, Davíð Júlían Jónsson, Shkelzen Veseli, Arnór Ingi Kristinsson.

Skot: Leiknir R. 11 (7) - Stjarnan 11 (6)
Horn: Stjarnan 4 - Leiknir R. 7.

Lýsandi: Stefán Gunnar Sveinsson
Völlur: Samsungvöllurinn

Leikur hefst
11. júlí 2022 19:15

Aðstæður:

Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Aðstoðardómarar: Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert