Vanur því að skora hér

Róbert Hauksson í baráttu við Ólaf Karl Finsen.
Róbert Hauksson í baráttu við Ólaf Karl Finsen. mbl.is/Hákon

„Það var ljúft að sjá hann í mark­inu, bara stór­kost­leg til­finn­ing,“ seg­ir Ró­bert Hauks­son, sókn­ar­maður Leikn­is, en hann skoraði annað mark Leikn­ismanna í sann­fær­andi 3:0 útisigri þeirra á Stjörn­unni í Bestu deild karla í kvöld. 

Ró­bert, sem var á meðal bestu manna vall­ar­ins í kvöld, seg­ir að hann hafi ekki heyrt fyrr en eft­ir á um lag­leg­an aðdrag­anda marks­ins, þar sem bolt­inn byrjaði hjá Vikt­ori Frey Sig­urðssyni, markverði Leikn­is, en þaðan barst hann á vinstri væng­inn, þar sem Mikk­el Jak­ob­sen gaf hann fyr­ir í fal­leg­um boga inn í teig. Þar var Ró­bert rétt­ur maður á rétt­um stað, en hann kom á ferðinni og setti bolt­ann viðstöðulaust í markið. 

Ró­bert er ekki ókunn­ug­ur því að skora á Stjörnu­vell­in­um, þar sem hann er upp­al­inn í Garðabæn­um. „Já, maður er svo sem van­ur því að setja mörk hér, þau hafa þó nokk­ur farið inn hér,“ seg­ir hann kím­inn. „En það var mjög gam­an að koma aft­ur hingað og heilsa þeim sem maður þekk­ir.“

Leiknisljónin voru kampakát í leikslok.
Leikn­isljón­in voru kampa­kát í leiks­lok. mbl.is/​Há­kon

Leikn­isljón­in, stuðnings­manna­klúbb­ur Leikn­is, léku á als oddi í leikn­um. Ró­bert seg­ir að það hafi skipt öllu máli að heyra vel í stúk­unni. „Við fund­um það þegar þau komu inn í FH-leik­inn af full­um krafti, og það er geggjað þegar þau fylgja manni og búa til stemn­ingu. Þau í sjálfu sér pökkuðu Stjörnu­mönn­um sam­an í stúk­unni, því miður,“ seg­ir Ró­bert. „Þetta er bara 12. maður­inn, hik­laust.“

Ró­bert seg­ir að Leikn­is­menn séu nú komn­ir á skrið. „Ég sé enga ástæðu fyr­ir því að við ætt­um ekki að vinna næstu tvo leiki, og kveðja þessa fall­bar­áttu fyr­ir fullt og allt,“ seg­ir Ró­bert að lok­um, en Leikn­ismanna bíða heima­leik­ir á móti KA og ÍBV.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert