Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála, Arnar Gunnlaugsson, þjálfari, og Danjiel Dejan Djuric sjálfur voru allir hæstánægðir í samtali við mbl.is eftir tilkynningu á félagsskiptum Danijels frá Midtjylland til Víkings úr Reykjavík.
Hvernig er tilfinningin að vera komin heim til Íslands?
„Hún er mjög góð, ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum og þetta verður bara mjög gott.“
Hvað getur þú gefið Víkingum?
„Ég get gefið þeim meiri dýnamík í síðasta þriðjungnum, ég get haldið boltanum, skorað og lagt upp. Þannig ég get hjálpað helling í sóknarleiknum.“
Voru fleiri lið á eftir þér og ef svo hví var Víkingur fyrir valinu?
„Já það voru fleiri möguleikar. Mér fannst bara langmest spennandi að fara í Víkina og mér finnst heillandi hvernig þau fara að hlutunum hérna. Hvernig Arnar Sölvi og Kári leggja allt upp, hvort sem það eru æfingar eða eitthvað annað er mjög spennandi.“
Verðurðu upp í stúku annað kvöld?
„Já ég verð upp í stúku, og segi bara áfram Víkingur!“ Sagði Danijel.
Arnar Gunnlaugsson vill meina að Danijel geti gefið hans liði helling.
„Já hann er virkilega sterkur leikmaður. Ég er búinn að vita af honum í mörg ár enda efnilegur strákur. Hann er einnig mjög hungraður. Hann er einn af þessum strákum sem eru að koma heim og munu stoppa stutt á Íslandi þannig ég er mjög ánægður að hann hafi valið okkur sem stað til að byggja ferill sinn upp á nýtt. Ég vænti mikils af honum og hann mun vænta mikils af okkur. Það er frábært að félagið getur alltaf barist um að fá okkar bestu ungu leikmenn til að ganga til liðs við okkur,“ sagði Arnar um félagaskiptin.
Kári er sáttur með liðsaukann en vill meina að hann sé ekki bara að koma í staðinn fyrir Kristal Mána Ingason
„Já hann getur fyllt í hans skarð. Danijel er náttúrulega sinn eigin leikmaður. Þetta er ekkert beint hugsað til höfuðs Kristals Mána eða einhvers annars. Hann er bara sinn eigin leikmaður og vonandi náum við því besta úr honum.
Hann var kannski svona nía fyrst á sínum ferli en hefur færst aftar á völlinn og ég held að hann sé kominn á góðan stað til að endurlífga sinn feril. Vonandi stoppar hann ekki of lengi við á Íslandi og fer í atvinnumennsku, þar sem okkur finnst hann eiga heima.“
Þannig þið eruð ekki alveg vissir hvar þið viljið nota hann, margt í stöðunni?
„Já, Danijel getur spilað margar stöður. Hann hefur verið að spila á vinstri kanti með u19 og var framherji fyrst þegar hann fór út. Það er allt opið og við erum með marga leikmenn sem geta spilað margar stöður sem er mjög góður kostur. Danijel er sóknartengiliður sem getur einnig spilað sem fremsti maður. Hann er gríðarlega sparkviss og flottur leikmaður. Eins og ég segi, vonandi náum við því allra besta úr honum og ég vil meina að hann sé svo sannarlega kominn á besta stað á Íslandi til að ná því fram,“ sagði Kári að lokum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |