Víkingur langmest spennandi

Arnar Gunnlaugsson, Danijel Dejan Djuric og Kári Árnason.
Arnar Gunnlaugsson, Danijel Dejan Djuric og Kári Árnason. Ljósmynd/Víkingur

Kári Árna­son, yf­ir­maður knatt­spyrnu­mála, Arn­ar Gunn­laugs­son, þjálf­ari, og Danjiel Dej­an Djuric sjálf­ur voru all­ir hæst­ánægðir í sam­tali við mbl.is eft­ir til­kynn­ingu á fé­lags­skipt­um Danij­els frá Midtjyl­l­and til Vík­ings úr Reykja­vík.

Hvernig er til­finn­ing­in að vera kom­in heim til Íslands?

„Hún er mjög góð, ég er mjög spennt­ur fyr­ir kom­andi tím­um og þetta verður bara mjög gott.“

Hvað get­ur þú gefið Vík­ing­um?

„Ég get gefið þeim meiri dýna­mík í síðasta þriðjungn­um, ég get haldið bolt­an­um, skorað og lagt upp. Þannig ég get hjálpað hell­ing í sókn­ar­leikn­um.“

Voru fleiri lið á eft­ir þér og ef svo hví var Vík­ing­ur fyr­ir val­inu?

„Já það voru fleiri mögu­leik­ar. Mér fannst bara lang­mest spenn­andi að fara í Vík­ina og mér finnst heill­andi hvernig þau fara að hlut­un­um hérna. Hvernig Arn­ar Sölvi og Kári leggja allt upp, hvort sem það eru æf­ing­ar eða eitt­hvað annað er mjög spenn­andi.“

Verðurðu upp í stúku annað kvöld?

„Já ég verð upp í stúku, og segi bara áfram Vík­ing­ur!“ Sagði Danij­el. 

 Arn­ar Gunn­laugs­son vill meina að Danij­el geti gefið hans liði hell­ing. 

„Já hann er virki­lega sterk­ur leikmaður. Ég er bú­inn að vita af hon­um í mörg ár enda efni­leg­ur strák­ur. Hann er einnig mjög hungraður. Hann er einn af þess­um strák­um sem eru að koma heim og munu stoppa stutt á Íslandi þannig ég er mjög ánægður að hann hafi valið okk­ur sem stað til að byggja fer­ill sinn upp á nýtt. Ég vænti mik­ils af hon­um og hann mun vænta mik­ils af okk­ur. Það er frá­bært að fé­lagið get­ur alltaf bar­ist um að fá okk­ar bestu ungu leik­menn til að ganga til liðs við okk­ur,“ sagði Arn­ar um fé­laga­skipt­in. 

Kári er sátt­ur með liðsauk­ann en vill meina að hann sé ekki bara að koma í staðinn fyr­ir Kristal Mána Inga­son 

 „Já hann get­ur fyllt í hans skarð. Danij­el er nátt­úru­lega sinn eig­in leikmaður. Þetta er ekk­ert beint hugsað til höfuðs Krist­als Mána eða ein­hvers ann­ars. Hann er bara sinn eig­in leikmaður og von­andi náum við því besta úr hon­um.

Hann var kannski svona nía fyrst á sín­um ferli en hef­ur færst aft­ar á völl­inn og ég held að hann sé kom­inn á góðan stað til að end­ur­lífga sinn fer­il. Von­andi stopp­ar hann ekki of lengi við á Íslandi og fer í at­vinnu­mennsku, þar sem okk­ur finnst hann eiga heima.“

Þannig þið eruð ekki al­veg viss­ir hvar þið viljið nota hann, margt í stöðunni?

„Já, Danij­el get­ur spilað marg­ar stöður. Hann hef­ur verið að spila á vinstri kanti með u19 og var fram­herji fyrst þegar hann fór út. Það er allt opið og við erum með marga leik­menn sem geta spilað marg­ar stöður sem er mjög góður kost­ur. Danij­el er sókn­artengiliður sem get­ur einnig spilað sem fremsti maður. Hann er gríðarlega spark­viss og flott­ur leikmaður. Eins og ég segi, von­andi náum við því allra besta úr hon­um og ég vil meina að hann sé svo sann­ar­lega kom­inn á besta stað á Íslandi til að ná því fram,“ sagði Kári að lok­um. 

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert