Keflvíkingar á sigurbraut

Leiknismenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu Stjörnunni í Garðabæ, …
Leiknismenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu Stjörnunni í Garðabæ, 3:0. mbl.is/Hákon

Kefla­vík og Leikn­ir unnu nán­ast ótrú­lega útisigra á Val og Stjörn­unni í Bestu deild karla í fót­bolta í gær­kvöld. Hver hefði spáð því fyr­ir mót að tvö lið í neðri hlut­an­um myndu vinna 3:0 útisigra á tveim­ur liðum úr efri hlut­an­um – og það á sama kvöld­inu?

Sig­ur­ganga Kefl­vík­inga er orðin mögnuð síðustu vik­urn­ar. Eft­ir mjög slæma byrj­un á mót­inu þar sem allt stefndi í erfiða fall­bar­áttu hafa þeir fengið þrett­án stig úr síðustu fimm leikj­un­um og eru nú komn­ir upp­fyr­ir KR-inga og í hið eft­ir­sótta sjötta sæti. 

Leikn­ir vann ekki leik í fyrstu tíu um­ferðunum en nú eru komn­ir tveir sigr­ar í röð og Breiðholtsliðið vann sann­fær­andi útisig­ur á Stjörn­unni, 3:0. Breiðhylt­ing­ar eru þar með komn­ir upp­fyr­ir Skaga­menn og úr fallsæti í fyrsta sinn á tíma­bil­inu.

Fram­ar­ar komu kannski ekki eins á óvart með því að sigra FH, 1:0, því liðin voru jöfn að stig­um fyr­ir leik­inn en þeir komu á óvart með því að halda marki sínu í hreinu í fyrsta skipti í tólf leikj­um á þessu keppn­is­tíma­bili.

Grein­in í heild sinni er í Morg­un­blaðinu í dag ásamt M-gjöf­inni fyr­ir leik­ina þrjá

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert