Hetjuleg barátta Víkinga dugði ekki

Vík­ing­ur úr Reykja­vík datt úr leik er Vík­ing­ur og Mal­mö gerðu 3:3 jafn­tefli í fyrstu um­ferð Meist­ara­deild­ar­inn­ar á Vík­ings­velli í Foss­vog­in­um í kvöld. 

Fyrri leik­ur­inn fór 3:2 fyr­ir Mal­mö út í Svíþjóð og ein­vígið fer því sam­an­lagt 6:5. 

Vík­ing­ar byrjuðu af mikl­um krafti og virt­ust mun meira til­bún­ir held­ur en Mal­mö. Á 15. mín­útu lék Pablo Punyed á mann og ann­an í vörn Mal­mö, lagði hann svo full­kom­lega í gegn á Karl Friðleif Gunn­ars­son sem setti hann glæsi­lega í fjær­hornið fram­hjá Joh­an Dahlin í marki Mal­mö, 1:0 og heima­menn í draumalandi. 

Eft­ir mark Vík­inga fóru liðsmenn Mal­mö í fyrsta skipti í ein­víg­inu að sýna af hverju þeir eru sænsk­ir meist­ar­ar. 

Velj­ko Bir­mancevic fékk þó nokkr­um sinn­um send­ingu inn fyr­ir frá hinum og þess­um liðsmönn­um Mal­mö í fyrri hálfleikn­um. Það var á 34. mín­útu þegar að ein þeirra leiddi að marki. Þá fékk Bir­mancevic frá­bæra send­ingu inn fyr­ir frá Isaac Thel­in og renndi hon­um í netið, 1:1 og gest­irn­ir aft­ur komn­ir yfir í ein­víg­inu. 

Tíu mín­út­ur síðar gal­opnaði Mal­mö aft­ur vörn Vík­ings. Þar fékk Fel­ix Beijmo send­ingu inn fyr­ir frá Sergio Pena. Beijmo skaut, Ingvar varði en bolt­inn féll aft­ur fyr­ir fæt­ur Sví­ans sem setti hann í netið, 1:2 og brekka framund­an fyr­ir Vík­inga. 

Fleiri urðu mörk­in ekki og sænsku meist­ar­arn­ir sýndu loks í hvað þeim býr og fóru inn í hálfleik­inn marki yfir. 

Vík­ing­ur hefði ekki getað byrjað síðari hálfleik­inn verr því á 47. mín­útu skoraði fyr­irliði Mal­mö Andreas Christen­sen þriðja mark liðsins. Þá þræddi Pena Beijmo í gegn, Beijmo sendi bolt­ann þvert fyr­ir markið á fyr­irliðann sem setti hann fram­hjá Ingvari Jóns­syni og í netið, 1:3 og út­litið orðið ansi svart fyr­ir Vík­ing. 

Pena sendi svo Bir­mancevic aft­ur inn í gegn þrem­ur mín­út­um síðar en skot hasn varð Ingvar vel í mark­inu. 

Ólseig­ir Vík­ing­ar gáf­ust þó ekki upp ráðalaus­ir því á 56. mín­útu sendi Davíð Örn Atla­son háan bolta fyr­ir, Ni­kolaj Han­sen tók hann á kass­ann og setti hann svo fram­hjá Lahlin í mark­inu, lag­lega gert og Vík­ing­ar fengu smá líflínu.   

Þetta kveikti al­deil­is í Vík­ing­um sem  jöfnuðu met­in svo á 74. mín­útu. Þá tók Punyed stutta horn­spyrnu og sendi á Vikt­or Örlyg Andra­son sem sendi hann aft­ur á Punyed. Punyed sendi bolt­ann fyr­ir á Han­sen sem skallaði bolt­ann á Karl Friðleif sem skallaði sitt annað mark í netið. 3:3 og Vík­ing­ar aft­ur komn­ir inn í ein­vígið. 

Fleiri urðu mörk­in hins­veg­ar ekki og loka­töl­ur því 3:3 og 5:6 sam­tals, Mal­mö í vil. 

Vík­ing­ur fer yfir í aðra um­ferð Sam­bands­deild­ar­inn­ar og mæt­ir The New Saints frá Wales eða Lin­field frá Norður-Írlandi. Þau fé­lög leika á morg­un.

Mal­mö mæt­ir Zal­g­ir­is frá Lit­há­en í ann­arri um­ferð Meist­ara­deild­ar­inn­ar 

 

Vík­ing­ur R. 3:3 Mal­mö opna loka
skorar Karl Friðleifur Gunnarsson (15. mín.)
skorar Nikolaj Hansen (56. mín.)
skorar Karl Friðleifur Gunnarsson (74. mín.)
Mörk
skorar Veljko Birmancevic (34. mín.)
skorar Felix Beijmo (44. mín.)
skorar Anders Christiansen (47. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Isaac Kiese Thelin (18. mín.)
fær gult spjald Lasse Nielsen (45. mín.)
fær gult spjald Martin Olsson (59. mín.)
fær gult spjald Erdal Rakip (81. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Hetjuleg barátta Víkinga dugði ekki. En þeir mega svo sannarlega vera stoltir af frammistöðunni.
90 Víkingur R. fær hornspyrnu
+ 4. Ekkert varð úr henni.
90 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) á skot framhjá
+ 4 Ari fær boltann frá Karli en skot hans fer af varnarmanni og í hornspyrnu.
90
Fjórum mínútum bætt við.
87
Víkingar þurfa að finna þessa auka orku síðustu mínúturnar.
87 Eric Larsson (Malmö) kemur inn á
87 Veljko Birmancevic (Malmö) fer af velli
82 Nikolaj Hansen (Víkingur R.) á skalla sem er varinn
Hansen skallar hann í grasið og svo á Dahlin.
81 Erdal Rakip (Malmö) fær gult spjald
Fyrir brot á Ara.
76
Birmancevic fer framhjá Ingvari en varnarmenn Víkings koma boltanum í burtu.
74 MARK! Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) skorar
3:3 - Og ég fékk markið! Karl með sitt annað mark!!! Stutt hornspyrna, Pablo sendir hann á Viktor sem sendir hann aftur á Pablo, Pablo á fyrirgjöf fyrir á Hansen sem skallar hann svo á Karl Friðleif sem skallar hann í netið.
74 Víkingur R. fær hornspyrnu
Mark núna væri rosastórt.
73 Júlíus Magnússon (Víkingur R.) á skot sem er varið
Júlíus leikur vel á Birmancevic og skýtur á markið en Dahlin les hann og ver vel.
71 Hugo Larsson (Malmö) á skot framhjá
Larson nær frákastinu en skýtur lengst yfir.
71 Sergio Pena (Malmö) á skot sem er varið
Stórsókn Malmö og Víkingar í allskyns vandræðum inn í eigin teig. Pena á skot sem Ingvar ver vel.
68
Birmacevic næstum sloppinn í gegn en Ekroth axlar hann niður, Milos vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð en skosku dómararnir dæmdu ekkert.
63 Birnir Snær Ingason (Víkingur R.) kemur inn á
Birnir fær að spreyta sig síðasta hálftímann.
63 Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) fer af velli
Fínn leikur hjá Helga.
62 Ola Toivonen (Malmö) kemur inn á
Tvöföld breyting hjá Svíunum.
62 Isaac Kiese Thelin (Malmö) fer af velli
62 Erdal Rakip (Malmö) kemur inn á
62 Anders Christiansen (Malmö) fer af velli
62
Erlingur skýtur í varnarmann Malmö og Víkingar vilja víti. Karl nær frákastinu og sendir sendingu fyrir en Hansen nær ekki til boltans og dómarinn dæmir svo á Víkinga.
60 Víkingur R. fær hornspyrnu
60 Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) á skot sem er varið
Karl skýtur en varnarmaður Malmö kemst fyrir.
59 Martin Olsson (Malmö) fær gult spjald
Fyrir brot á Ara Sigurpálssyni.
56 MARK! Nikolaj Hansen (Víkingur R.) skorar
2:3 - Víkingur gefst ekki upp! Davíð sendir háan bolta fyrir á Hansen sem tók vel á móti boltanum og renndi honum framhjá Dahlin í markinu, glæsilega gert.
53 Víkingur R. fær hornspyrnu
52
Helgi keyrir vel á varnarmenn Malmö, sendir hann svo fyrir en Erlingur hittir ekki boltann. Fínt færi fyrir Víking!
50 Veljko Birmancevic (Malmö) á skot sem er varið
Pena þræðir enn einn boltann í gegn. Nú á Birmancevic sem skýtur en Ingvar ver vel.
47 MARK! Anders Christiansen (Malmö) skorar
1:3 - Malmö gerir nánast út um einvígið. Pena þræðir boltann í gegn á Beijmo sem sendir hann þvert fyrir. Þar er fyrirliðinn sem setur hann framhjá Ingvari Jónssyni í markinu. Erið byrjun á síðari hálfleik.
46 Dennis Hadzikadunic (Malmö) kemur inn á
Bæði lið gera eina breytingu.
46 Lasse Nielsen (Malmö) fer af velli
46 Ari Sigurpálsson (Víkingur R.) kemur inn á
46 Logi Tómasson (Víkingur R.) fer af velli
46 Seinni hálfleikur hafinn
Ætli Víkingar komi til baka í seinni hálfleiknum?
45 Hálfleikur
Draumabyrjun Víkinga endist ekki lengi og það er brekka framundan í seinni hálfleik.
45 Veljko Birmancevic (Malmö) á skot sem er varið
Birmacevic í dauðafæri en Ingvar ver vel í markinu.
45 Lasse Nielsen (Malmö) fær gult spjald
Fyrir að toga Helga niður.
45
Júlíus á sendingu inn fyrir en Hansen nær ekki nógu góðri sendingu.
45
Þremur mínútum bætt við.
44 MARK! Felix Beijmo (Malmö) skorar
1:2 - Pena á sendingu inn fyrir á Beijmo sem skýtur en Ingvar ver. Bejmo nær frákastinu og setur hann í netið. Malmö hefur sýnt gæði sín síðasta korterið.
43 Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) kemur inn á
43 Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) fer af velli
Halldór Smári getur ekki haldið leik áfram.
42 Isaac Kiese Thelin (Malmö) á skalla sem fer framhjá
Skalli yfir eftir hornspyrnu.
41 Malmö fær hornspyrnu
41 Veljko Birmancevic (Malmö) á skot sem er varið
Dauðafæri! Halldór Smári kemst rétt svo fyrir skot Birmancevic. Malmö er alveg að galopna vörn Víkinga.
41 Pablo Punyed (Víkingur R.) á skot framhjá
Skot framhjá úr aukaspyrnu.
39
Birmancevic með enn eitt hlaupið í gegn en rétt svo missir af boltanum. Malmö hefur nokkrum sinnum galopnað vörn Víkinga.
34 MARK! Veljko Birmancevic (Malmö) skorar
1:1 - Isaac Thelin á glæsilega sendingu inn fyrir á Birmancevic sem rennir boltanum undir Ingvar í markinu. Þetta var örlítið búið að liggja í loftinu síðustu mínútur.
33 Malmö fær hornspyrnu
Malmö aðeins farið að sækja í sig veðrið.
32 Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) á skot framhjá
Vonlaust skot frá miðju.
31 Malmö fær hornspyrnu
Birmancevic sleppur í gegn en Ekroth kemst rétt svo fyrir. Virkilega vel gert.
29 Oliver Ekroth (Víkingur R.) á skot sem er varið
Ekroth með skot/sendingu sem fer beint á Dahlin.
28 Víkingur R. fær hornspyrnu
28 Júlíus Magnússon (Víkingur R.) á skot framhjá
Malmö skallar fyrirgjöf Pablo burt en Júlíus nær frákastinu en á lélegt skot sem fer hinsvegar af varnarmanni og í horn.
27
Víkingur fær aukaspyrnu á fínum stað. Pablo stígur upp til að taka hana.
26
Karl Friðleifur með sendingu inn á teiginn sem Hansen rétt svo missir af.
25
Thelin með vonlausa fyrirgjöf sem fer í innkast eftir fína sókn Svíana.
21
Föst sending fyrir teiginn hjá Felixi Beijmo en engin hætta.
20
Víkingar nýta hornspyrnuna ansi illa.
20 Víkingur R. fær hornspyrnu
Víkingar fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
18 Isaac Kiese Thelin (Malmö) fær gult spjald
Fyrir að keyra inn í Oliver Ekroth. Annað skipti sem Thelin gerir þetta í leiknum. Virkilega vel dæmt hjá skoska dómaranum.
15 MARK! Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.) skorar
1:0 - MARK!! Pablo Punyed með sturlaðan einleik og leikur á mann og annan í vörn Malmö, sendir svo hárrétta sendingu inn í gegn á Karl Friðleif sem klárar glæsilega.
14 Veljko Birmancevic (Malmö) á skot sem er varið
Pena með flotta sendingu inn fyrir á Birmancevic sem er í góðu færi en Halldór kemst í boltann og hann fer í Ingvar.
8
Erlingur og Hansen leika vel á milli sín og Erlingur á svo fyrirgjöf sem Helgi rétt svo missir af. Víkingar byrja af krafti!
5
Helgi á mjög laust skot beint á Dahlin í markinu en dæmdur rangstæður.
5
Víkingar byrja hér nokkuð vel.
4
Júlíus fær högg frá Hugo Larssyni og liggur hér eftir. Það virðist hinsvegar vera í lagi með hann.
1
Malmö-menn sleppa næstum því í gegn en Viktor nær að vera rétt á undan framherja Malmö og Víkingar ná boltanum.
1 Leikur hafinn
Þá er veislan hafin. Gestirnir byrja með boltann.
0
Liðin ganga hér út og aðeins fjórar mínútur til stefnu.
0
Vallarmenn vökva grasið, þulurinn les upp nöfn leikmanna Víkings og stúkan fagnar. Aðeins tíu mínútur til stefnu.
0
Nánast allir stuðningsmenn Víkings eru mættir á leikinn og enn 15 mínútur til stefnu, liðin eru enn á vellinum að hita upp.
0
Víkingar hafa verið í splúnkuformi og einni leikurinn sem liðið hefur ekki unnið af síðustu tíu kom einmitt gegn Malmö. Á þessum tíma hefur Víkingur unnið meðal annars sannfærandi sigra á KR og Val.
0
Leikmenn Malmö eru einnig mættir á völlinn og klappa fyrir sínu fáu en háværu stuðningsmönnum.
0
Leikmenn Víkings eru mættir til upphitunar, við mikla fögnun stuðningsmanna.
0
Liðið sem tap­ar ein­víg­inu fer yfir í aðra um­ferð Sam­bands­deild­ar­inn­ar og mæt­ir The New Saints frá Wales eða Lin­field frá Norður-Írlandi.
0
Zalgiris er litháískur meistari og er með fimm stiga forskot í deildinni þar núna.
0
Litháíska félagið Zalgiris vann Ballkani frá Kosovó 1:0 eftir framlengingu. Þannig að það er mótherji sigurliðsins í kvöld.
0
Markverðir Malmö eru einnig mættir á svæðið.
0
Markverðir Víkings eru einu mennirnir á vellinum þessa stundina. Þeir virðast vera að æfa vítaspyrnur.
0
Mikil stemmning hefur myndast í stúkunni og enn er rúmur klukktími í leik.
0
Malmö vann Varberg 3:0 í sænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn og þá skoruðu Jo Inge Berget, Anders Christiansen og Veljko Birmancevic mörkin. Malmö er í fimmta sæti, fjórum stigum á eftir toppliði Häcken.
0
Milos Milojevic gerir þrjár breytingar á byrjunaliði Malmö frá fyrri leiknum gegn Víkingi. Varnarmaðurinn Felix Beijmo, miðjumaðurinn Hugo Larsson og framherjinn Isaac Kiese Thelin koma inn í liðið en varnarmaðurinn Dennis Hadzikadunic, miðjumaðurinn Erdal Rakip og framherjinn Ola Toivonen fara á varamannabekkinn.
0
Kristall Máni Ingason er í leikbanni vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í fyrri viðureign liðanna í Malmö. Helgi Guðjónsson kemur inn í liðið í hans stað en það voru einmitt Kristall Máni og Helgi sem skoruðu mörk Víkings í fyrri leiknum í Malmö.
0
Ingvar Jónsson kemur á ný í mark Víkings í stað Þórðar Ingasonar sem hefur spilað undanfarna leiki eftir að Ingvar brákaðist á hendi á æfingu með íslenka landsliðinu í síðasta mánuði.
0
Velkomin með mbl.is á Víkingsvöllinn þar sem Íslands- og bikarmeistarar Víkings fá tvöfalda Svíþjóðarmeistara Malmö í heimsókn. Þetta er seinni leikur liðanna í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar karla en Malmö vann nauman sigur, 3:2, í fyrri leiknum á sínum heimavelli.
Sjá meira
Sjá allt

Víkingur R.: (5-3-2) Mark: Ingvar Jónsson. Vörn: Karl Friðleifur Gunnarsson, Viktor Örlygur Andrason, Oliver Ekroth, Halldór Smári Sigurðsson (Davíð Örn Atlason 43), Logi Tómasson (Ari Sigurpálsson 46). Miðja: Pablo Punyed, Júlíus Magnússon. Sókn: Erlingur Agnarsson, Nikolaj Hansen, Helgi Guðjónsson (Birnir Snær Ingason 63).
Varamenn: Þórður Ingason (M), Uggi Jóhann Auðunsson (M), Kyle McLagan, Stígur Diljan Þórðarson, Jóhannes Dagur Geirdal, Arnór Borg Guðjohnsen, Ari Sigurpálsson, Birnir Snær Ingason, Davíð Örn Atlason, Bjarki Björn Gunnarsson.

Malmö: (5-3-2) Mark: Johan Dahlin. Vörn: Felix Beijmo, Lasse Nielsen (Dennis Hadzikadunic 46), Niklas Moisander, Martin Olsson, Jo Inge Berget. Miðja: Sergio Pena, Anders Christiansen (Erdal Rakip 62), Hugo Larsson. Sókn: Isaac Kiese Thelin (Ola Toivonen 62), Veljko Birmancevic (Eric Larsson 87).
Varamenn: Ismael Diawara (M), Viktor Andersson (M), Eric Larsson, Jonas Knudsen, Erdal Rakip, Ola Toivonen, Dennis Hadzikadunic, Matej Chalus, Patriot Sejdiu, Sebastian Nanasi.

Skot: Malmö 10 (8) - Víkingur R. 11 (7)
Horn: Víkingur R. 6 - Malmö 3.

Lýsandi: Jökull Þorkelsson
Völlur: Víkingsvöllur
Áhorfendafjöldi: Uppselt

Leikur hefst
12. júlí 2022 19:30

Aðstæður:
11 stiga hiti, skýjað og gola. Rennislétt og bleytt gervigras

Dómari: John Beaton, Skotlandi
Aðstoðardómarar: Daniel McFarlane og Douglas Potter, Skotlandi

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert