Geta borið höfuðið hátt

KR-ing­ar unnu sterk­an heima­sig­ur með einu marki gegn engu á Pogon Szczec­in frá Póllandi í kvöld í seinni leik liðanna í 1. um­ferð Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta á Meist­ara­völl­um. Úrslit­in þýða þó að KR-ing­ar eru úr leik, enda var brekk­an ansi brött eft­ir fyrri leik liðanna.

Von­um var stillt í hóf fyr­ir leik­inn um að KR-ing­ar gætu kom­ist í 2. um­ferð, þar sem fyrri leik­ur­inn hafði tap­ast 4:1, og var ljóst að allt þyrfti að ganga upp gegn firna­sterku liði Pogon Szczec­in.

Fyrri hálfleik­ur bar þess kannski merki, þar sem pólska liðið stýrði hon­um á löng­um köfl­um, án þess þó að skapa sér færi eða ná skoti á markið, en KR-ing­ar sýndu þess inn á milli ágæta takta í sókn­ar­leikn­um.

Það dró hins veg­ar til tíðinda á 43. mín­útu, sem stund­um er kölluð marka­mín­út­an, þegar bakvörður­inn Aron Kristó­fer Lárus­son átti flotta stungu­send­ingu inn fyr­ir vörn Pogon. Þar var Sig­urður Bjart­ur Halls­son rétt­ur maður á rétt­um stað, þar sem hann lék bolt­an­um inn á víta­teig­inn og skoraði svo með föstu vinstri­fót­ar­skoti sem Dan­te Stipica, markvörður Pogon hafði ekki roð á að verja.

Skömmu síðar fengu KR-ing­ar gott tæki­færi til að bæta við öðru marki, en þá var Atli Sig­ur­jóns­son á góðum stað í teig Pogon, en setti bolt­ann fram­hjá, og var óvíst hvort um skot eða send­ingu hefði verið að ræða, þar sem bæði Sig­urður Bjart­ur og Stef­an Lju­bicic hefðu mögu­lega getað komið sér í stöðu.  KR-ing­ar fóru því með góða eins marks for­ystu inn í seinni hálfleik­inn.

Í seinni hálfleik reyndu bæði lið að finna markið, þar sem KR-ing­ar hefðu þurft tvö mörk til viðbót­ar, og leik­menn Pogon vildu helst ekki fara með ósig­ur heim á bak­inu úr seinni leikn­um. Varð leik­ur­inn gal­op­inn fyr­ir vikið, þar sem Pogon-menn áttu lík­lega betri færi, en alltaf vantaði síðustu snert­ing­una til þess að úr yrði mark.

Næst komust Pogon-menn því að jafna á 76. mín­útu, en þá skaut fyrst Jean Car­los og svo Va­h­an Bichak­hc­hy­an á markið, en Beit­ir og KR-vörn­in hreinsuðu af marklín­unni. Und­ir lok leiks­ins reyndu KR-ing­ar svo að sækja annað markið, en gekk lítt áleiðis gegn sterku liði Pogon, en bæði lið gátu fagnað, mis­mikið þó, þegar flautað var til leiks­loka.

Leik­ur­inn bar þess auðvitað merki, að þriggja marka mun­ur var á liðunum eft­ir fyrri viður­eign­ina, og KR-ing­ar náðu aldrei að ógna þeirri niður­stöðu að ráði. Engu að síður geta þeir gengið mjög stolt­ir frá borði í Evr­ópu­keppni þetta árið, þar sem þeir náðu ekki bara langþráðum sigri á heima­velli á feikna­sterku liði, held­ur tryggðu þeir ís­lensk­um fé­lagsliðum einnig stig í bar­átt­unni um að fá aft­ur fjórða sætið í Evr­ópu­keppni.

Það er því vel hægt að vitna í Bubba Mort­hens og KR-lagið hans að leiks­lok­um, KR-ing­ar bera höfuðið hátt eft­ir þenn­an leik.

KR 1:0 Pogon opna loka
skorar Sigurður Bjartur Hallsson (43. mín.)
Mörk
fær gult spjald Sigurður Bjartur Hallsson (32. mín.)
fær gult spjald Atli Sigurjónsson (55. mín.)
fær gult spjald Kennie Chopart (58. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Luka Zahovic (47. mín.)
fær gult spjald Vahan Bichakhchyan (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
KR-ingar vinna hér góðan sigur, en ekki nóg til að komast áfram!
90
+4 Aftur innkast hjá Pogon.
90 Vahan Bichakhchyan (Pogon) fær gult spjald
+3 Fyrir brot.
90
+2 Beitir hikaði ögn í úthlaupi en Pogon-fótur komst ekki í fyrirgjöfina og hreinsað fram!
90
+2 Pogon með innkast við hornfánann hægra megin.
90
+1 Hér er fjórum mínútum bætt við leikinn, sem er í raun og veru bæði of mikið og of lítið fyrir KR!
90 Aron Þórður Albertsson (KR) á skot sem er varið
Erfitt færi.
90
KR-ingar pressa núna meira, og freista þess að bæta við marki.
88
Bartkowski heldur að Pogon eigi innkastið, en ákveður svo að tefja þegar hann áttar sig á því að KR á boltann. Líkt og áðan, þá eru leikmenn Pogon með skrítna blöndu af því að vera að flýta sér, því þeir vilja ekki tapa leiknum, og að tefja, því þeir eru í raun að komast áfram í rimmunni.
87
Pogon með aukaspyrnu við hliðarlínuna, fínt fyrirgjafafæri.
86 Mariusz Fornalczyk (Pogon) kemur inn á
86 Kamil Grosicki (Pogon) fer af velli
85
Stefán Árni Geirsson með laglega sendingu inn á Aron Þórð sem dettur í teignum, en fullauðveldlega fyrir Davey dómara.
84
Þess má geta að ef KR-ingar ná hér sigri, að þá telur það fyrir íslensk félagslið í Evrópukeppnum almennt. Þannig að vonum að þeir haldi þessari stöðu.
83 Aron Kristófer Lárusson (KR) á skot sem er varið
Góð tilraun, en boltinn aðeins of beint á Stipica.
83
Fá innkast úr aukaspyrnunni.
82
KR-ingar fá aukaspyrnu í fínasta skotfæri!
82
Pogon með þvílíka fyrirgjöf, en Pontus Almqvist náði ekki að reka höfuðið í boltann. Þetta hefði verið öruggt mark!
80
Tíu mínútur eftir af leiknum. Líklega er Evrópuævintýri KR-inga úti, en þeir ætla sér svo sannarlega að kveðja með sæmd!
78 Beitir Ólafsson (KR) varði
Meðan ég var að skrifa inn breytingarnar átti Pogon skot á mark sem Beitir náði að stoppa.
78 Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) kemur inn á
78 Atli Sigurjónsson (KR) fer af velli
78 Stefán Árni Geirsson (KR) kemur inn á
78 Theodór Elmar Bjarnason (KR) fer af velli
78 Aron Þórður Albertsson (KR) kemur inn á
78 Kennie Chopart (KR) fer af velli
76 Pogon fær hornspyrnu
Loksins hreinsað frá
76 Pogon fær hornspyrnu
76 Vahan Bichakhchyan (Pogon) á skot sem er varið
Hvernig var þetta ekki mark? Jean Carlos komst einn í gegn, og Bikchakhchyan skýtur að marki, en varnarmenn KR hreinsa af línunni! Þarna átti Pogon að skora!
74
Halli Hanssyni var hrint hérna á miðlínunni, en dómarinn dæmdi ekkert. Mögulega átti þetta að vera hagnaður, en lítið varð úr honum.
73 Pogon fær hornspyrnu
Skallað yfir og önnur hornspyrna dæmd. Theódór Elmar hreinsar þessa svo frá.
72 Pogon fær hornspyrnu
Pogon aðeins farið að herða róðurinn.
71
Pogon fékk hér geggjað færi nánast upp úr engu, en Beitir náði til boltans. Hann skilaði honum hins vegar illa af sér og innkast niðurstaðan, sem ekkert kemur úr.
68 Pontus Almqvist (Pogon) kemur inn á
68 Luka Zahovic (Pogon) fer af velli
68 Vahan Bichakhchyan (Pogon) kemur inn á
68 Sebastian Kowalczyk (Pogon) fer af velli
68 Kjartan Henry Finnbogason (KR) kemur inn á
68 Stefan Ljubicic (KR) fer af velli
66
Theódór Elmar vinnur knöttinn með miklum krafti, en missir hann svo á vítateigshorniinu. Pogon fer í skyndisókn, en sóknarmaður er dæmdur brotlegur þegar hann fer í Beiti sem var kominn með báðar hendur á boltann.
64 Ægir Jarl Jónasson (KR) kemur inn á
64 Sigurður Bjartur Hallsson (KR) fer af velli
Markaskorarinn búinn að standa fyrir sínu.
63 Pogon (Pogon) á skot framhjá
Þarna var alvöru færi! Sókanrmaður Pogon, sem ég sá ekki hver var, fékk boltann á markteig, en skóflaði honum yfir markið!
61
Leikurinn er enda á milli þessa stundina, eina mínútuna eru Pogon að þrýsta KR-ingum nánast upp að eigin endamörkum, þá næstu eru KR-ingar með fína sókn! Þetta er kannski enginn sambabolti, en ég er allavegana að skemmta mér ágætlega.
59
Pogon sækir upp vinstri kantinn, en fyrirgjöfin endar í höndum Beitis!
58 Kennie Chopart (KR) fær gult spjald
Stöðvar sókn Pogon.
57 Atli Sigurjónsson (KR) á skot framhjá
KR-ingar með laglega sókn hinum megin, þar sem boltinn berst til Atla sem skýtur! Þetta er galopinn leikur hérna!
56 Damian Dabrowski (Pogon) á skot framhjá
Aukaspyrna tekin stutt og fyrirliðinn hlóð í langskot, en vel framhjá.
55 Atli Sigurjónsson (KR) fær gult spjald
Fyrir brot.
54
Ágæt sókn hjá KR, en Atli nær ekki að stýra fyrirgjöfinni nægilega vel á kollinn á KR-ingi í teignum.
52
Vitlaust tekið innkast hjá Pogon, sem eru einhvern veginn bæði að flýta sér til að vinna þennan leik og að tefja, því að þeir eru að vinna rimmuna innbyrðis 4-2.
51 Pogon (Pogon) á skalla sem er varinn
51 Pogon fær hornspyrnu
50
Stuðningsmenn Pogon leika á als oddi hér í stúkunni, líkt og þeir gerðu í þeim fyrri.
48
Gott færi hjá Pogon og munar engu að þeir komi skoti á markið! KR-ingar hreinsa hins vegar frá og allt í einu er Atli Sigurjóns kominn í skyndisókn... sem rennur í sandinn.
47 Luka Zahovic (Pogon) fær gult spjald
Leikmaður Pogon braut af sér á miðjum velli. Það var engin leið að sjá hver fékk það og menn í blaðamannastúkunni eru lens. Sem betur fer eru hér pólskir blaðamenn sem þekkja liðið betur en við. Samt þó ekki betur en svo að það tók tvær tilraunir fyrir þá.
46 Seinni hálfleikur hafinn
KR-ingar taka hér miðju og leika í átt að félagsheimili sínu.
46
Fyrir áhugamenn um liðsuppstillingar, þá léku KR-ingar í 4-4-2 í fyrri hálfleik, þar sem Sigurður Bjartur var nánast fimmti miðjumaðurinn, en hljóp einnig upp í sókn þegar þurfti. Sú hreyfing skilaði eina marki leiksins til þessa.
46
Að því sögðu þá breyta mörk vitanlega leikjum, og hver veit hvað gerist ef KR-ingar ná inn öðru marki?
46
Það skal viðurkennast að miðað við gang leiksins finnst mér ólíklegt að KR-ingar nái að galdra fram farseðilinn í næstu umferð, en þeir geta allavegana borið höfuðið hátt með frammistöðuna til þessa.
46
Þetta var mjög forvitnilegur fyrri hálfleikur, þar sem mér þótti Pogon vera ívið sterkara liðið á vellinum, en þeir hafa þó ekki gert mikið af því að skapa sér færi eða skotið á markið. KR-ingar hafa hins vegar reynt að nýta sínar sóknarlotur vel og úr einni þeirra fengum við líka þetta flotta mark hjá Sigurði Bjarti!
46 Hálfleikur
KR-ingar leiða með einu marki gegn engu eftir forvitnilegan fyrri hálfleik!
45 Atli Sigurjónsson (KR) á skot framhjá
+2! Jesús, María, Jósep, Grýla og Leppalúði! Atli komst núna einn í gegn líkt og Sigurður Bjartur áðan, kom sér í fyrirgjafafæri á teignum og setti í skot/sendingu en rétt framhjá.
45
+1 Pogon sækir upp hægri kantinn, fyrirgjöfin lá og föst, en strandar á fyrsta KR-ingi.
45
Hér eru tvær mínútur í uppbótartíma. Vonandi geta KR-ingar haldið þær út.
43 MARK! Sigurður Bjartur Hallsson (KR) skorar
1:0! Sigurður Bjartur Hallsson kemst einn í gegn eftir geggjaða stungusendingu frá Aroni Kristófer, og skorar með laglegu vinstri fótar skoti sem Stipica átti ekki roð í!
42
Þess má geta að gyllt númer á ljósbláum fleti eru ekki góð hugmynd. Hvers eiga blásaklausir lýsendur að gjalda?
41
Pólverjarnir þyngja nú sókn sína, og eru allir KR-ingar nú á eigin vallarhelmingi að halda skipulagi.
39
Kowalczyk fer í fljúgandi rennitæklingu á Kennie og KR fær aukaspyrnu sem heppnast ekki betur en svo að Pogon fær stórhættulega skyndisókn. Fyrirgjöfin fer fyrir opið mark KR-inga, en Zahocki nær sem betur fer ekki til boltans!
37 Mariusz Malec (Pogon) kemur inn á
37 Kostas Triantafyllopoulos (Pogon) fer af velli
35 Kennie Chopart (KR) á skot framhjá
Fyrsta almennilega skotið í leiknum! KR-ingar hafa náð að þrýsta vel á Pogon síðustu mínúturnar, en eins og áðan þá er pólska liðið afskaplega vel skipulagt til baka og fá færi sem það gefur andstæðingnum á sér. Kennie prjónaði sig því sjálfur í gegn, en ekki í nógu góðu jafnvægi til að skotið hitti á mark.
34
Kennie með innkast á Atla, sem gefur aftur á Kennie, sem gefur fyrir, bara of hátt og og langt aftur fyrir endamörk.
33
Pólverjarnir í stúkunni syngja núna lagið "Þau gömlu kynni gleymast ei", að vísu með pólskum texta. Þetta hljómar allt mjög heimilislega samt.
32 Sigurður Bjartur Hallsson (KR) fær gult spjald
Hörð tækling á miðjum vallarhelmingi Pogon. Jafnvel smá sóli þarna og lítið hægt að kvarta.
31
Sigurður Bjartur Hallsson vann hér boltann af miklu þrekvirki við teig Pogon, en náði ekki að gera sér almennilegan mat úr því. KR-ingar fengu innkast, en það rann út í sandinn.
30
Kennie hreinsar boltann af tánum á Grosicki í innkast, sem er ekki sáttur og vill meina að Kennie þurfi að passa takkana í svona aðstæðum. Virtist saklaust frá mér séð.
29
Beitir með markspyrnu á Atla Sigurjóns, sem nær að búa til fína sókn með liprum töktum. Fyrirgjöfin fer hins vegar aftur fyrir endamörk.
27
Leikurinn er aftur stopp, þar sem leikamður Pogon og KR-ingur skullu saman eftir langa sendingu KR fram völlinn. Ekkert varð úr sókninni, en liðin ráða ráðum sínum við hliðarlínuna á meðan hlúið er að hinum meidda, sem stendur upp og gengur út af. Vonandi ekekrt alvarlegt.
26
Pogon er með ákveðna yfirburði hér á vellinum, og ég fæ á tilfinninguna að þeir væru eflaust búnir að knýja fram mark ef þeir hefðu ekki þegar verið búnir að skora fjögur á heimavelli sínum.
24
Brotið á KR-ingi við miðlínuna. Bóas veifar rauðu spjaldi, en því miður fyrir hann var Davey ekki á sama máli.
22
Grétar Snær fær hér langt tiltal eftir að hafa fellt varnarmann Pogon. KR-ingar hafa verið fastir fyrir, og var Davey líklega að láta vita að liðið væri búið með "liðsvillurnar" sínar, svo maður sletti úr öðrum íþróttum.
21
Þess má geta að stuðningsmenn Pogon hafa ekki sest eða þagnað í allar þær tuttugu mínútur sem liðnar eru af leiknum.
18
Stefan Ljubicic átti hér í harðri baráttu við Pólverja og hafði betur, enginn má þó við margnum og Pogon vann boltann, Hallur Hansson reyndi þá að ná boltanum, en var dæmdur brotlegur skömmu eftir að hafa hirt hann af leikmanni Pogon.
16
KR átti hér nokkuð langa sóknarlotu, en Pólverjarnir eru vel skipulagðir til baka, og mynduðu bara þéttan múr. sem ekkert komst yfir nema fuglinn fljúgandi.
15
Pogon reyndi hér sniðuga stungusendingu á Grosicki á vinstri kantinum, en hann var skrefinu fyrir innan varnarlínu.
13
Þetta þótti mér frekar sérstakt. Leikmaður Pogon lá hér á meðan Pólverjarnir settu þunga pressu á KR. Um leið og KR vann boltann og ætlaði að sækja fram stöðvaði Davey leikinn. Það reyndist svo vera afskaplega lítið að Pogon-manninum.
12
Þar skall hurðin fræga og hælarnir nánast fyrir hjá KR! Enn sóttu Pogon upp vinstri kantinn og sendu fyrir, og munaði bara hársbreidd að ljósblár fótur kæmist í boltann!
11
Tíu mínútur liðnar af fyrri hálfleik og Pólverjarnir hafa verið heldur sterkari, líkt og búist var við. KR-ingar eru þó ekkert að gefast upp, eru fastir fyrir og reyna að ná sínum sóknum.
9
Stórhættuleg sókn hjá Pogon sem sótti hratt upp hægri kantinn. KR-ingar vildu rangstöðu, en þurftu að gera sér að góðu að skalla fyrirgjöfina frá.
9
Pólverjarnir syngja nú lagið sem íslenskir stuðningsmenn þekkja sem "Svo miklu betri". Ég þori hins vegar ekki að fullyrða að merking textans sé sú á pólskunni.
8
Lagleg sókn hjá Kenny og Atla Sigurjóns, en fyrirgjöfin hreinsuð í innkast!
6
Aron Kristófer undir pressu sem hann leikur af sér með snúningi! Þetta var laglega gert, en hefði litið mjög illa út ef Pogon hefði náð boltanum.
6
Kenny tók hornið stutt á Elmar sem reyndi fyrirgjöf, en hún endaði bara í risahönskum Dantes í markinu.
5 KR fær hornspyrnu
Fyrsta sókn heimamanna.
5
Það var reyndar innkast sem KR átti, en þeir skila boltanum aftur til Pólverjanna.
4
KR-megin er bara Bóas sem reynir að syngja á meðan hlúið er að leikmanni Pogon sem liggur.
2
Inn á vellinum hafa Pólverjarnir þrýst ansi vel á KR-ingana, án þess þó að skapa sér færi. Davey beitir hagnaðarreglunni vel, en Pogon fær aukaspyrnu við miðlínu, þar sem einn liggur eftir.
1
Stuðningsmenn Pogon byrja hér af miklum krafti, syngja "Pogon" við lagið góðkunna, Go West, en KR-ingar hafa auðvitað sinn texta við það lag, "Stöndum upp fyrir stórveldið".
1 Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann og leika í átt að félagsheimili KR.
0
Dómarateymið í kvöld kemur frá Norður-Írlandi. Andrew Davey heldur á flautunni og stendur sig eflaust með sóma.
0
Pogon leika hér í ljósbláum búningum, og minna pínu á Manchester City. Vonandi fyrir heimamenn munu þeir ekki spila á sama hátt og City!
0
Liðin ganga hér inn á völlinn, þetta er alveg að bresta á! Stemningin er rosaleg!
0
Nokkur umræða hefur verið í sumar um gras eða gervigras á íslenskum völlum. Ég hef enga sérstaka afstöðu í þeim efnum, en KR-völlurinn í kvöld er í stórkostlegu ástandi. Maggi Bö og hans fólk á mikið hrós skilið!
0
Á bekknum hjá KR eru áhugaverð nöfn, en Kjartan Henry Finnbogason, Pálmi Rafn Pálmason og Ægir Jarl Jónasson fá allir smá hvíld í upphafi leiks. Þá er á bekknum Kristján Flóki Finnbogason, en hann hefur ekkert spilað í sumar vegna meiðsla.
0
Samkvæmt Twitter-síðu Pogon hafa þeir ákveðið að stilla upp í 4-5-1 leikkerfi hér í kvöld. Það verður athyglisvert að sjá hvernig það spilast hjá gestunum. Fremsti maður er Luka Zahovic, sem skoraði eitt, en Kamil Drygas, sem spilar í "holunni" svonefndu, skoraði tvö mörk. KR-ingar þurfa eflaust að hafa góðar gætur á þeim tveimur í kvöld.
0
Stuðningsmenn Pogon eru fjölmennir hér í kvöld. Þeir eru enda í góðri stöðu með að komast áfram í næstu umferð, með þriggja marka forystu eftir leik, sem var vægast sagt erfiður fyrir KR-inga. Vonandi geta Vesturbæingar þó strítt þeim eitthvað í kvöld, þó ekki væri nema fyrir heiðurinn.
0
Hálftími í leik ca. og allar aðstæður hér í Vesturbænum eru eins frábærar og hugsast getur! Sól, rennisléttur völlur og liðin að hita upp. Vonandi fáum við góðan knattspyrnuleik fyrir vikið!
0
Þá eru byrjunarliðin komin inn.
0
Góða kvöldið og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu á leik KR og Pogon Szczecin á Meistaravöllum í kvöld.
Sjá meira
Sjá allt

KR: (4-4-2) Mark: Beitir Ólafsson. Vörn: Aron Kristófer Lárusson, Pontus Lindgren, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Kennie Chopart (Aron Þórður Albertsson 78). Miðja: Theodór Elmar Bjarnason (Stefán Árni Geirsson 78), Grétar Snær Gunnarsson, Hallur Hansson, Atli Sigurjónsson (Þorsteinn Már Ragnarsson 78). Sókn: Sigurður Bjartur Hallsson (Ægir Jarl Jónasson 64), Stefan Ljubicic (Kjartan Henry Finnbogason 68).
Varamenn: (M), Stefán Árni Geirsson, Þorsteinn Már Ragnarsson, Kjartan Henry Finnbogason, Pálmi Rafn Pálmason, Ægir Jarl Jónasson, Kristján Flóki Finnbogason, Jón Arnar Sigurðsson, Aron Þórður Albertsson.

Pogon: (4-5-1) Mark: Dante Stipica. Vörn: Jakub Bartkowski, Benedikt Zech, Kostas Triantafyllopoulos (Mariusz Malec 37), Luís Mata. Miðja: Jean Carlos, Damian Dabrowski, Kamil Drygas, Sebastian Kowalczyk (Vahan Bichakhchyan 68), Kamil Grosicki (Mariusz Fornalczyk 86). Sókn: Luka Zahovic (Pontus Almqvist 68).
Varamenn: Bartosz Klebaniuk (M), Pontus Almqvist, Marcel Wedrychowski, Mariusz Fornalczyk, Kacper Kostorz, Vahan Bichakhchyan, Kryspin Szczesniak, Mariusz Malec, Pawel Stolarski, Kacper Smolinski, Stanislaw Wawrzynowicz, Mateusz Legowski.

Skot: KR 7 (4) - Pogon 4 (2)
Horn: KR 1 - Pogon 5.

Lýsandi: Stefán Gunnar Sveinsson
Völlur: Meistaravellir

Leikur hefst
14. júlí 2022 18:15

Aðstæður:

Dómari: Andrew Davey frá Norður-Írlandi
Aðstoðardómarar: Georgios Argyopoulos og Ryan Kelsey frá Norður-Írlandi

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka