Mikilvægur sigur fyrir sálina

Theódór Elmar Bjarnason sækir að marki Pólverja í leiknum í …
Theódór Elmar Bjarnason sækir að marki Pólverja í leiknum í kvöld. mbl.is/Hákon

„Þetta var mjög mik­il­væg­ur sig­ur fyr­ir sál­ina hjá okk­ur öll­um, að vinna hérna á heima­velli gegn gríðarlega sterku liði,“ seg­ir Rún­ar Krist­ins­son, þjálf­ari KR, eft­ir að Vest­ur­bæ­ing­ar unnu góðan sig­ur, 1:0 á feikna­sterku liði Pogon Szczec­in á Meist­ara­völl­um í 2. um­ferð Sam­bands­deild­ar karla í knatt­spyrnu.

Rún­ar seg­ir að þeir hlut­ir sem lagt hafi verið upp með hafi heppn­ast vel í þess­um leik og mun bet­ur en úti í Póllandi. „Við gerðum þá vel og miklu bet­ur en úti, og þetta gef­ur okk­ur smá sjálfs­traust og trú sem við get­um von­andi byggt ofan á,“ seg­ir Rún­ar. „En við þurf­um þá að spila alltaf svona, óháð því á móti hverj­um við spil­um, og þá get­um við verið í fínu lagi.“

Rún­ar nefn­ir einnig hversu mik­il­væg­ur sig­ur­inn er fyr­ir ís­lenska knatt­spyrnu. “„Við erum að safna stig­um í sarp­inn fyr­ir bæði okk­ur sjálfa og önn­ur ís­lensk fé­lagslið þegar verður dregið í Evr­ópu­keppni á næsta ári,“ seg­ir Rún­ar og bæt­ir við að von­andi kom­ist KR-ing­ar þangað aft­ur sjálf­ur. „En ef ekki, þá er þetta betra fyr­ir ís­lensk­an fót­bolta, að eiga mögu­leika á að vera í efri styrk­leika­flokki þegar dregið er, þannig að þetta er mjög já­kvætt.“

-Finnst þér þá hafa tek­ist að „núllstilla“ mann­skap­inn með Evr­ópu­leikj­un­um eft­ir erfitt gengi í deild­inni að und­an­förnu? „Já, við átt­um þrjá mjög góða daga í Póllandi, und­ir­bjugg­um okk­ur vel og rædd­um taktík­ina vel fyr­ir und­ir­bún­ing þess leiks og héld­um henni áfram í dag,“ seg­ir Rún­ar og bæt­ir við að liðið hafi talið sig þurfa að spila sterk­an varn­ar­leik í báðum leikj­um, sem hafi komið á dag­inn.

„Upp­still­ing­in og taktík­in fyr­ir leik­inn úti var rétt, en við fram­kvæmd­um hana illa og vor­um of pass­íf­ir. Í dag vor­um við pass­íf­ir á rétt­um stöðum, en svo aggress­íf­ir á press­unni þegar við fund­um að við gæt­um stolið bolt­an­um og komið þeim í erfiðar stöður,“ seg­ir Rún­ar.
 Þetta hafi því verið já­kvæð hvíld frá deild­inni. „Þó að maður vilji auðvitað alltaf bara fara strax í næsta leik til að rétta úr kútn­um, en nú fáum við nokkra daga til að sleikja sár­in. Við vild­um fá eitt­hvað já­kvætt úr þessu og ger­um það, þrátt fyr­ir að við dett­um úr leik.“

Á vara­manna­bekk KR-inga voru þekkt og sterk nöfn, en auk þeirra Kjart­ans Henry Finn­boga­son­ar, Pálma Rafns Pálma­son­ar og Ægis Jarl Óskars­son­ar voru einnig þeir Stefán Árni Geirs­son og Kristján Flóki Finn­boga­son, sem hafa verið á meiðslalist­an­um. Rún­ar seg­ir að Stefán Árni sé all­ur að koma til, en þurfi að ná sér í betra form. „Flóki er hins veg­ar ekki til­bú­inn, en þar sem við mátt­um vera með svo marga á vara­manna­bekkn­um vildi hann vera þar og í bún­ing. Það er samt mánuður í hann, en það er gott að hafa hann með sér á bekkn­um og vera með góðan og þétt­an hóp.“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var ánægður með góðan heimasigur í …
Rún­ar Krist­ins­son, þjálf­ari KR, var ánægður með góðan heima­sig­ur í dag. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son

Verðum að leggja okk­ur fram í hverj­um ein­asta leik

Rún­ar seg­ir aðspurður að KR-ing­ar ætli sér að byggja ofan á þenn­an sig­ur. „Við erum alla­veg­ana glaðir í dag með þessi þrjú stig og ef við get­um nýtt það til góðra verka þá er það bara já­kvætt,“ seg­ir Rún­ar um fram­haldið eft­ir Evr­ópu­keppn­ina. „Við verðum að leggja okk­ur fram í næsta leik eins og í dag til þess að eiga ein­hvern séns. Það skipt­ir engu máli við hverja við erum að spila.“

Rún­ar seg­ir að KR-ing­ar fái næst verðuga and­stæðinga, en þeir mæta sín­um gömlu erkifjend­um í Fram á Meist­ara­völl­um á þriðju­dag­inn. “„Og það er lið sem er mjög vel skipu­lagt og erfitt viður­eign­ar. Við lent­um illa í þeim, þó við höf­um unnið þá í fyrstu um­ferð, þá tel ég okk­ur hafa verið heppna að hafa farið þaðan með svona stór­an sig­ur, því þeir fengu mikið af fær­um og brenndu af víti. Þannig að við vit­um al­veg hvaða liði við erum að fara að mæta,“ seg­ir Rún­ar að lok­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka