„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir sálina hjá okkur öllum, að vinna hérna á heimavelli gegn gríðarlega sterku liði,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að Vesturbæingar unnu góðan sigur, 1:0 á feiknasterku liði Pogon Szczecin á Meistaravöllum í 2. umferð Sambandsdeildar karla í knattspyrnu.
Rúnar segir að þeir hlutir sem lagt hafi verið upp með hafi heppnast vel í þessum leik og mun betur en úti í Póllandi. „Við gerðum þá vel og miklu betur en úti, og þetta gefur okkur smá sjálfstraust og trú sem við getum vonandi byggt ofan á,“ segir Rúnar. „En við þurfum þá að spila alltaf svona, óháð því á móti hverjum við spilum, og þá getum við verið í fínu lagi.“
Rúnar nefnir einnig hversu mikilvægur sigurinn er fyrir íslenska knattspyrnu. “„Við erum að safna stigum í sarpinn fyrir bæði okkur sjálfa og önnur íslensk félagslið þegar verður dregið í Evrópukeppni á næsta ári,“ segir Rúnar og bætir við að vonandi komist KR-ingar þangað aftur sjálfur. „En ef ekki, þá er þetta betra fyrir íslenskan fótbolta, að eiga möguleika á að vera í efri styrkleikaflokki þegar dregið er, þannig að þetta er mjög jákvætt.“
-Finnst þér þá hafa tekist að „núllstilla“ mannskapinn með Evrópuleikjunum eftir erfitt gengi í deildinni að undanförnu? „Já, við áttum þrjá mjög góða daga í Póllandi, undirbjuggum okkur vel og ræddum taktíkina vel fyrir undirbúning þess leiks og héldum henni áfram í dag,“ segir Rúnar og bætir við að liðið hafi talið sig þurfa að spila sterkan varnarleik í báðum leikjum, sem hafi komið á daginn.
„Uppstillingin og taktíkin fyrir leikinn úti var rétt, en við framkvæmdum hana illa og vorum of passífir. Í dag vorum við passífir á réttum stöðum, en svo aggressífir á pressunni þegar við fundum að við gætum stolið boltanum og komið þeim í erfiðar stöður,“ segir Rúnar.
Þetta hafi því verið jákvæð hvíld frá deildinni. „Þó að maður vilji auðvitað alltaf bara fara strax í næsta leik til að rétta úr kútnum, en nú fáum við nokkra daga til að sleikja sárin. Við vildum fá eitthvað jákvætt úr þessu og gerum það, þrátt fyrir að við dettum úr leik.“
Á varamannabekk KR-inga voru þekkt og sterk nöfn, en auk þeirra Kjartans Henry Finnbogasonar, Pálma Rafns Pálmasonar og Ægis Jarl Óskarssonar voru einnig þeir Stefán Árni Geirsson og Kristján Flóki Finnbogason, sem hafa verið á meiðslalistanum. Rúnar segir að Stefán Árni sé allur að koma til, en þurfi að ná sér í betra form. „Flóki er hins vegar ekki tilbúinn, en þar sem við máttum vera með svo marga á varamannabekknum vildi hann vera þar og í búning. Það er samt mánuður í hann, en það er gott að hafa hann með sér á bekknum og vera með góðan og þéttan hóp.“
Rúnar segir aðspurður að KR-ingar ætli sér að byggja ofan á þennan sigur. „Við erum allavegana glaðir í dag með þessi þrjú stig og ef við getum nýtt það til góðra verka þá er það bara jákvætt,“ segir Rúnar um framhaldið eftir Evrópukeppnina. „Við verðum að leggja okkur fram í næsta leik eins og í dag til þess að eiga einhvern séns. Það skiptir engu máli við hverja við erum að spila.“
Rúnar segir að KR-ingar fái næst verðuga andstæðinga, en þeir mæta sínum gömlu erkifjendum í Fram á Meistaravöllum á þriðjudaginn. “„Og það er lið sem er mjög vel skipulagt og erfitt viðureignar. Við lentum illa í þeim, þó við höfum unnið þá í fyrstu umferð, þá tel ég okkur hafa verið heppna að hafa farið þaðan með svona stóran sigur, því þeir fengu mikið af færum og brenndu af víti. Þannig að við vitum alveg hvaða liði við erum að fara að mæta,“ segir Rúnar að lokum.
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
L | U | J | T | Mörk | +/- | Stig | ||
1 | Frakkland | 2 | 2 | 0 | 0 | 4:2 | 2 | 6 |
2 | Noregur | 2 | 1 | 0 | 1 | 2:2 | 0 | 3 |
3 | Ísland | 2 | 0 | 1 | 1 | 2:3 | -1 | 1 |
4 | Sviss | 2 | 0 | 1 | 1 | 1:2 | -1 | 1 |
25.02 | Frakkland | ![]() |
3:2 | ![]() |
Ísland |
25.02 | Noregur | ![]() |
2:1 | ![]() |
Sviss |
21.02 | Frakkland | ![]() |
1:0 | ![]() |
Noregur |
21.02 | Sviss | ![]() |
0:0 | ![]() |
Ísland |
04.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |
04.04 19:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
08.04 16:45 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
08.04 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
30.05 18:00 | Noregur | ![]() |
: | ![]() |
Ísland |
30.05 19:10 | Frakkland | ![]() |
: | ![]() |
Sviss |
03.06 18:00 | Ísland | ![]() |
: | ![]() |
Frakkland |
03.06 18:00 | Sviss | ![]() |
: | ![]() |
Noregur |