Stuðningsmenn pólska knattspyrnufélagsins Pogon Szczcein voru allt annað en sáttir, þrátt fyrir að komast áfram, þegar leikmenn liðsins þökkuðu þeim fyrir stuðninginn eftir leik KR og Pogon í kvöld.
KR og Pogon mættust í seinni leik liðanna í 1. umferð Sambandsdeildarinnar á Meistaravöllum. Leikurinn fór 1:0 fyrir KR en Pogon vann fyrr leikinn 4:1 og fer því áfram, 4:2 samtals.
Heljarins hópur stuðningsmanna Pogon var mættur til landsins og lét meðal annars sjá sig á EM-torginu á Ingólfstorgi fyrir leik Íslands og Ítalíu á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu fyrr í dag.
Eftir leik fóru leikmenn Pogon að stúku þeirra stuðningsmanna til að þakka þeim fyrir stuðninginn, og bjuggust líklegast við klappi til baka þar sem þeir voru komnir áfram.
Stuðningsmennirnir voru þó ekki á sama máli og gáfu engin klöpp frá sér. Heldur létu þá frekar heyra það fyrir að hafa tapað gegn íslensku liði.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá atvikinu: