Sá góða markvörslu hjá vinstri bakverðinum

Leikmenn Breiðabliks fagna marki í kvöld.
Leikmenn Breiðabliks fagna marki í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

„Ég er sátt­ur með sig­ur­inn og sátt­ur með seinni hálfleik­inn sem var öfl­ug­ur,“ sagði Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 4:1-sig­ur á UE Santa Coloma í 1. um­ferð Sam­bands­deild­ar Evr­ópu í fót­bolta í kvöld.

Liðið frá Andorra komst yfir í fyrri hálfleik en Blikar jöfnuðu rétt fyr­ir leik­hlé og voru sterk­ari í seinni hálfleik.

„Ég sagði fyr­ir leik­inn að liðið væri sýnd veiði en ekki gef­in og það tók tíma að brjóta þá á bak aft­ur. Þeir fengu svo sjálfs­traust eft­ir markið sem þeir skoruðu og þess vegna var fínt að klára þetta svona sann­fær­andi.

Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þor­valds­son Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son

Þú get­ur ekki haldið að þú far­ir í gegn­um alla leiki án þess að fá á þig mark. Menn hafa áður fengið á sig mark og þá rífa menn sig upp. Mér fannst við svara því vel. Við spiluðum miklu bet­ur eft­ir að við feng­um á okk­ur markið en í stöðunni 0:0.“

Vendipunkt­ur leiks­ins átti sér stað snemma í seinni hálfleik þegar Tiago Port­uga fékk beint rautt spjald fyr­ir að verja bolt­ann á marklínu með hendi og Breiðablik fékk víti sem Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son skoraði úr. Eft­ir­leik­ur­inn var auðveld­ur fyr­ir Breiðablik.

„Ég sá góða markvörslu hjá vinstri bakverðinum og það var lítið annað sem dóm­ar­inn gat gert en að reka hann út af og dæma víti. Við hefðum tekið  markið og haldið áfram ell­efu á móti ell­efu. Þetta flækti leik­inn að því leyt­inu til að þeir lögðust niður en á sama tíma var eft­ir­leik­ur­inn auðveld­ur fyr­ir okk­ur.“

Omar Sowe, fram­herji Breiðabliks, virkaði ósátt­ur í lok leiks eft­ir at­gang við Fabio Da Fon­seca í liði gest­anna. „Hann lenti í útistöðum við leik­mann núm­er 20 sem er at­vinnumaður í að lenda í útistöðum við and­stæðinga sína,“ sagði Óskar Hrafn.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert