Ísland komið upp um fimm sæti

Höskuldur Gunnlaugsson skorar fyrir Breiðablik í 4:1 sigrinum á UE …
Höskuldur Gunnlaugsson skorar fyrir Breiðablik í 4:1 sigrinum á UE Santa Coloma í gærkvöld. Breiðablik hefur unnið fimm Evrópuleiki á rúmu ári. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fimm sigr­ar og eitt jafn­tefli hjá Vík­ingi, Breiðabliki og KR í Evr­ópu­mót­um fé­lagsliða karla í fót­bolta á síðustu dög­um og vik­um virðast ætla að skila Íslandi fjórða liðinu í Evr­ópu­keppni á ný frá og með sumr­inu 2024.

Sam­kvæmt töl­fræðisíðunni UEFA Calculator sem reikn­ar jafnóðum út ár­ang­ur Evr­ópuþjóðanna í Meist­ara­deild­inni, Evr­ópu­deild­inni og Sam­bands­deild­inni hef­ur þessi frammistaða ís­lensku liðanna fleytt Íslandi úr 52. sæt­inu af 55 þjóðum Evr­ópu á  styrk­leikalista UEFA og upp í 47. sætið.

Ísland hef­ur með því farið upp­fyr­ir Wales, Alban­íu, Gíbralt­ar, Andorra og Liechten­stein, sem öll voru ofar á list­an­um fyr­ir þetta keppn­is­tíma­bil sem hófst með leikj­um Vík­inga í for­keppn­inni gegn Levadia og In­ter d'Escaldes, og er einnig áfram með Norður-Makedón­íu, Svart­fjalla­land og San Marínó fyr­ir neðan sig.

Vík­ing­ur og Breiðablik leika bæði í ann­arri um­ferð Sam­bands­deild­ar­inn­ar næstu tvær vik­ur, Vík­ing­ar gegn The New Saints frá Wales og Blikar gegn Buducnost Pod­g­orica frá Svart­fjalla­landi.

Wales og Svart­fjalla­land eru ein­mitt á meðal keppi­nauta Íslands um sæti í Evr­ópu­mót­un­um. Ísland missti fjórða Evr­óp­u­sætið fyr­ir þetta tíma­bil með því að detta niður í 52. sætið eft­ir tíma­bilið 2020-21.

Staða Fær­ey­inga er mjög áhuga­verð en þeir sitja nú í 42. sæti og þeirra lið hafa unnið góða  sigra síðustu daga. M.a. vann KÍ Klaks­vík 3:1 sig­ur á Nor­egs­meist­ur­um Bodö/​Glimt og B36 sló út Borac Banja Luka frá Bosn­íu með 3:1 heima­sigri. Fær­ey­ing­ar voru í 44. sæti fyr­ir þetta tíma­bil og eru því í góðum mál­um.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka