Íslandið er að rísa í Evrópumótunum í fótbolta

Blikar skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleiknum í gærkvöld.
Blikar skoruðu fjögur mörk í seinni hálfleiknum í gærkvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Það má með sanni segja að ís­lensku karlaliðin séu að fá upp­reisn æru í Evr­ópu­mót­un­um eft­ir dauft gengi und­an­far­in ár.

Eft­ir bráðfjör­ugt jafn­tefli Vík­inga gegn Svíþjóðar­meist­ur­um Mal­mö á þriðju­dags­kvöldið gerðu KR og Breiðablik sér lítið fyr­ir og unnu bæði and­stæðinga sína í seinni leikj­um fyrstu um­ferðar Sam­bands­deild­ar­inn­ar í gær­kvöld.

Breiðablik vann UE Santa Coloma frá Andorra sann­fær­andi, 4:1, á Kópa­vogs­velli og fer áfram í Sam­bands­deild­inni, 5:1 sam­an­lagt. KR lagði Pogon Szczec­in frá Póllandi, 1:0, á Meist­ara­völl­um en er fallið úr keppni, 2:4 sam­an­lagt.

Sam­tals hafa nú ís­lensku liðin unnið fimm af átta Evr­ópu­leikj­um sín­um í sum­ar og gert eitt jafn­tefli. Þegar við þetta bæt­ast þrír sigr­ar Blika í fyrra, auk tveggja jafn­tefla Breiðabliks og Stjörn­unn­ar, ætti Ísland að klífa styrk­leika­töfl­una hratt og verða komið með fjórða liðið í Evr­ópu­keppni á ný inn­an tveggja ára.

Bæði Breiðablik og Vík­ing­ur halda áfram í Sam­bands­deild­inni í næstu viku þar sem Blikar mæta Buducnost Pod­g­orica frá Svart­fjalla­landi og Vík­ing­ar eiga í höggi við The New Saints, meist­aralið Wales. Þarna eru fyr­ir hendi tæki­færi til að bæta við fleiri sig­ur­leikj­um og bæði lið ættu að eiga raun­hæfa mögu­leika á að kom­ast í þriðju um­ferð þó ljóst sé að mót­herj­ar beggja séu sterk­ir.

Blikar eru bún­ir að vinna fimm Evr­ópu­leiki á tveim­ur árum, og þeir eru nú eina ís­lenska fé­lagið í karla­flokki sem hef­ur unnið jafn­marga Evr­ópu­leiki og það hef­ur tapað.

Grein­in í heild sinni er í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka