Fáum ekki svona bíó á Íslandi

Milos Dragojevic, markvörður Buducnost, var vægast sagt heitur í leikslok.
Milos Dragojevic, markvörður Buducnost, var vægast sagt heitur í leikslok. mbl.is/Árni Sæberg

Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Breiðabliks, var ánægður með 2:0-sig­ur liðsins á Buducnost frá Svart­fjalla­landi í fyrri leik liðanna í 2. um­ferð Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta í kvöld. Leik­ur­inn var hinn skraut­leg­asti því tveir leik­menn og þjálf­ari Buducnost fengu rautt spjald og þá veitt­ust leik­menn Buducnost að leik­mönn­um Breiðabliks eft­ir leik.

„Þegar öllu er á botn­inn hvolft er ég sátt­ur með að ná tveim­ur mörk­um. Það varð ekk­ert auðveld­ara að brjóta þá á bak eft­ir þegar þeir urðu tíu og níu, þeir ein­hvern veg­inn hert­ust í því sem þeir eru góðir; hægja á leikn­um, detta og láta tím­ann líða. Þeir voru aðeins ýkt­ari í að tefja en leik­ur­inn þró­ast svona.

Þeim fannst illa að sér vegið þegar þeir fá rautt spjald og það ýkir alla hegðun­ina þeirra. Svo fer ann­ar maður út af og það spól­ar enn upp reiðina og til­finn­ing­arn­ar hjá þeim. Ég ætla ekki að dæma þá of harka­lega. Þetta var rosa­lega skrít­inn seinni hálfleik­ur,“ sagði Óskar í sam­tali við mbl.is eft­ir leik og hélt áfram.

Blikar fagna fyrra marki leiksins.
Blikar fagna fyrra marki leiks­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Þetta var skrít­inn og erfiður leik­ur og stemn­ing­in víruð af þeirra hálfu. Þeir virt­ust ekki koma hingað til að spila fót­bolta held­ur ná 0:0 og ganga frá okk­ur úti. Bæði rauðu spjöld­in voru hár­rétt. Seinna var tvö gul og bæði voru rétt og fyrra var klárt rautt spjald. Það var ekk­ert annað í stöðunni en að reka þá af velli. Þá var þjálf­ar­inn þeirra bú­inn að labba þris­var inn á völl­inn og þetta var ákveðið stjórn­leysi hjá þeim.

Kannski bjugg­ust þeir við auðveld­ari leik og að þeir gætu labbað í gegn­um þetta á móti ís­lensku liði en mér fannst við vera sterk­ari aðil­inn all­an tím­ann en ég hefði viljað sjá meiri grimmd í teign­um og betri ákv­arðanir í síðustu send­ing­unni en á milli teig­anna vor­um við flott­ir og svona leik­ur er brjálæðis­lega dýr­mæt­ur í reynslu­bank­ann. Þetta er ekki leik­ur sem við fáum á Íslandi. Við fáum ekki svona bíó, svona fram­komu og ekki svona leik­rit eins og við stóðum frammi fyr­ir í dag. Ég er stolt­ur af liðinu að ná að halda haus og ekki missa móðinn.“

Eft­ir leik veitt­ust all­ir leik­menn Buducnost að leik­mönn­um Blika, einnig vara­menn og úr urðu læti þar til lög­regl­an skarst í leik­inn.

Buducnost fékk þrjú rauð spjöld í leiknum.
Buducnost fékk þrjú rauð spjöld í leikn­um. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Ég veit það ekki. Það voru ein­hverj­ar til­finn­ing­ar sem brut­ust út hjá þeim. Þeir voru ósátt­ir við eitt­hvað en ég veit ekki hvað það var,“ sagði Óskar, sem á ekki von á blíðum mó­tök­um þegar Blikar fara í seinni leik­inn í Svart­fjalla­landi eft­ir viku. „Ég geri ekki ráð fyr­ir að þær verði á vina­legu nót­un­um. Það verður ekki rúllað út rauðum dregli og borið kampa­vín og kaví­ar til okk­ar. Það er al­veg ljóst. En ég hef ekki áhyggj­ur. Við mæt­um þarna og ætl­um að vinna þá aft­ur.“

Bæði mörk Breiðabliks komu í lok­in og var Óskar sér­stak­lega ánægður með að ná inn tveim­ur mörk­um fyr­ir seinni leik­inn.

„Það er ómet­an­legt. Það er rosa­lega mik­ill mun­ur á 1:0 og 2:0. Ég tek ofan fyr­ir liðinu mínu. Það hefði verið auðvelt að ör­vænta og fara að henda í langa bolta. Við misst­um okk­ur aldrei í það held­ur héld­um haus. Við héld­um okk­ur við planið og upp úr því koma þessi mörk.

Mér leið merki­lega vel því ég hef oft séð liðið mitt klára leiki á síðustu mín­út­un­um. Menn eru van­ir því að sækja, þótt það komi stund­um í bakið á okk­ur. Við höf­um verið góðir í að sækja sigra á loka­mín­út­un­um og það er karakt­er og svo eru menn í góðu formi og með sjálfs­traust og trú að það sem við erum að gera muni skila mörk­um og sigr­um á end­an­um,“ sagði Óskar.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka