Lögreglan skarst í leikinn á Kópavogsvelli

Andrija Raznatovic var vægast sagt ósáttur þegar hann fékk að …
Andrija Raznatovic var vægast sagt ósáttur þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. mbl.is/Árni Sæberg

Mikill hiti var í leikmönnum svartfellska liðsins Buducnost er það mætti Breiðabliki í 2. umferð Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld.

Tveir leikmenn liðsins fengu rautt spjald og þjálfarinn Aleksandar Nedovic sömuleiðis. Þá voru liðsmenn Buducnost ósáttir við vítaspyrnu sem Breiðablik fékk í lokin, en lokatölur urðu 2:0 Breiðabliki í vil.

Eftir leik veittist stór hluti leikmanna Buducnost að leikmönnum Breiðabliks en um leið og Denys Shurman, úkraínskur dómari leiksins, flautaði af fóru bæði varamenn og þeir níu leikmenn sem eftir voru á vellinum hjá Buducnost í átt að leikmönnum Breiðabliks og voru með ógnandi tilburði.

Virtust þeir sérstaklega veitast að Damir Muminovic, sem á ættir að rekja til Serbíu.

Að lokum þurfti lögreglu til að stöðva alvarlegri áflog, en ósættið hélt þó áfram þegar leikmenn Breiðabliks löbbuðu í átt til búningsherbergja eftir leik.

Seinni leikur liðanna fer fram í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, á fimmtudag eftir viku. 

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr þessum mikla hitaleik sem Árni Sæberg tók fyrir mbl.is. 

Andrija Raznatovic fékk rautt spjald fyrir að slá Jason Daða …
Andrija Raznatovic fékk rautt spjald fyrir að slá Jason Daða Svanþórsson. mbl.is/Árni Sæberg
Það var mikill hiti á Kópavogsvelli í kvöld.
Það var mikill hiti á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
Leikmenn Buducnost láta ósætti sitt í ljós við úkraínskan dómara …
Leikmenn Buducnost láta ósætti sitt í ljós við úkraínskan dómara leiksins. mbl.is/Árni Sæberg
Það var mikill hasar í Kópavogi í kvöld.
Það var mikill hasar í Kópavogi í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka