Blikar áfram eftir naumt tap í Podgorica

Viktor Karl Einarsson reynir skot að marki Buducnost á Kópavogsvelli.
Viktor Karl Einarsson reynir skot að marki Buducnost á Kópavogsvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik er komið í þriðju um­ferð Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta og mæt­ir þar Ist­an­b­ul Basak­sehir frá Tyrklandi eft­ir 2:1 tap fyr­ir Buducnost í Pod­g­orica í Svart­fjalla­landi í kvöld.

Blikar unnu þar með ein­vígi liðanna 3:2 eft­ir að hafa unnið heima­leik­inn 2:0.

Fyrri leik­ur­inn fer fram á Kópa­vogs­velli 4. ág­úst og sá seinni í Ist­an­búl 11. ág­úst.

Blikar byrjuðu leik­inn ágæt­lega og fengu fyrsta færið á 9. mín­útu þegar markvörður­inn varði frá Ísak Snæ Þor­valds­syni úr þröngu færi í markteign­um.

Eft­ir um 20 mín­út­ur fóku Svart­fell­ing­ar að sækja stíft og fengu nokk­ur góð færi á sex mín­útna kafla. Ant­on Ari Ein­ars­son varði vel í horn frá Zar­an Petrovic, Vladan Adzic skallaði yfir mark Blika úr dauðafæri í markteign­um og Bran­islav Jan­kovic átti gott skot vinstra meg­in úr víta­teign­um sem Ant­on Ari varði vel.

Blikar fengu dauðafæri á 32. mín­útu, upp úr horn­spyrnu, þegar Krist­inn Stein­dórs­son skallaði vinstra meg­in úr markteign­um, hár­fínt fram­hjá stöng­inni fjær.

Ísak Snær komst í færi í víta­teign­um á 36. mín­útu en markvörður­inn var snögg­ur og lokaði á hann áður en hann náði að skjóta.

Á 37. mín­útu komst Buducnost yfir. Zar­an Petrovic sendi inn í víta­teig­inn á Bran­ko Jan­kovic sem var einn gegn Ant­oni Ara og náði að skila bolt­an­um fram­hjá hon­um og í netið, 1:0.

Buducnost fékk sann­kallað dauðafæri á 43. mín­útu til að ná tveggja marka for­ystu. Vikt­or Djukanovic komst inn­fyr­ir Blika­vörn­ina og fram­hjá Ant­oni Ara í víta­teign­um en skaut fram­hjá mark­inu. Staðan var því 1:0 í hálfleik.

Blikar byrjuðu seinni hálfleik­inn vel því á 51. mín­útu jöfnuðu þeir met­in. Ísak Snær fékk langa send­ingu fram völl­inn, hristi af sér tvo varn­ar­menn og skoraði af harðfylgi fram­hjá markverðinum, 1:1. Þar með var staðan orðin 3:1 sam­an­lagt, Blik­un­um í hag.

Strax í næstu sókn fékk Buducnost dauðafæri. Petrovic átti skalla af markteig en Ant­on Ari varði glæsi­lega í horn.

Dag­ur Dan Þór­halls­son átti góða til­raun á 61. mín­útu þegar hann skaut frá hægra víta­teigs­horni, hár­fínt fram­hjá stöng­inni nær.

Gísli Eyj­ólfs­son fékk gott færi á 74. mín­útu þegar hann skaut frá víta­teig og rétt fram­hjá stöng­inni hægra meg­in.

Blikar voru lík­legri eft­ir því sem leið á leik­inn. Gísli átti aft­ur gott skot rétt yfir markið á 79. mín­útu og síðan skaut Dag­ur Dan á tómt markið utan af kanti eft­ir skóg­ar­hlaup markv­arðar­ins en hitti ekki markið.

Á 83. mín­útu áttu Blikar góða sókn og Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son náði föstu skoti hægra meg­in úr víta­teign­um sem markvörður­inn varði í stöng­ina.

En það var Buducnost sem skoraði á 86. mín­útu þegar Vladan Adzic skoraði með skalla úr markteign­um eft­ir auka­spyrnu frá hægri kant­in­um, 2:1. Staðan þá 3:2 sam­an­lagt, Blik­um í hag.

Þrátt fyr­ir tals­verða pressu heima­manna náðu Blikar að verj­ast vel á loka­mín­út­un­um og í sex mín­útna upp­bót­ar­tíma.

Buducnost 2:1 Breiðablik opna loka
skorar Branislov Jankovic (37. mín.)
skorar Vladan Adzic (86. mín.)
Mörk
skorar Ísak Snær Þorvaldsson (51. mín.)
fær gult spjald Lazar Miljovic (22. mín.)
fær gult spjald Petar Vukovic (30. mín.)
fær gult spjald Zaran Petrovic (40. mín.)
fær gult spjald Miomir Durickovic (90. mín.)
Spjöld
mín.
90 Leik lokið
Blikar eru komnir áfram 3:2 samanlagt!
90
Blikar koma öllu í burt
90 Miomir Durickovic (Buducnost ) fær gult spjald
Hellti sér yfir aðstoðardómarann þegar Buducnost fékk ekki aukaspyrnu
90
Aftur aukaspyrna, nú um 40 metra frá marki Blika. Sending væntanleg inn í vítateiginn. Sent inn í teiginn en Blikar koma boltanum í burtu og vinna að lokum innkast. Þrjár og hálf mínúta búin af uppbótartímanum
90
Aftur fær Mikkel Qvist á sig klaufalega aukaspyrnu eins og þegar Blikar fengu á sig markið áðan. Aukaspyrna um 30 m frá markinu. En hún heppnast ekki, boltinn siglir aftur fyrir endamörkin og Blikar eiga útspark.
90
6 mínútum bætt við!
88 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skýtur yfir markið úr aukaspyrnu af 25 metra færi.
87
Þar með er þetta orðið galopið aftur. Staðan 3:2 samanlagt Blikum í hag og heimamenn geta enn krækt sér í framlengingu.
86 MARK! Vladan Adzic (Buducnost ) skorar
2:1 - Þetta er orðið spennandi á ný. Andjelo Rudovic tekur aukaspyrnu frá hægri og Adzic stingur sér inn í markteiginn og skorar með föstum skalla.
83 Breiðablik fær hornspyrnu
83 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot í stöng
Fær boltann hægra megin í vítateignum frá Viktori og markvörðurinn ver í stöngina og í horn
80 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot framhjá
Dagur kemst framhjá markverðinum úti á kanti hægra megin og reynir að skjóta á tómt markið en hittir ekki!
80 Marko Mrvaljevic (Buducnost ) á skot sem er varið
Skot af 20 m færi og beint á Anton Ara
79 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Gott skot af 20 m færi og rétt yfir mark heimamanna.
79 Breiðablik fær hornspyrnu
79
Dagur Dan hittir ekki boltann í dauðafæri og heimamenn bjarga síðan í horn.
75 Mikkel Qvist (Breiðablik) kemur inn á
75 Damir Muminovic (Breiðablik) fer af velli
75 Marko Mrvaljevic (Buducnost ) kemur inn á
75 Vasilije Terzic (Buducnost ) fer af velli
75 Andjelo Rudovic (Buducnost ) kemur inn á
75 Zaran Petrovic (Buducnost ) fer af velli
74 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Fær boltann frá Jasoni Daða og með gott skot frá vítateig, hárfínt framhjá stönginni hægra megin.
73 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) kemur inn á
73 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
73 Stefan Milosevic (Buducnost ) á skot sem er varið
Mjög, mjög laust skot og beint á Anton Ara.
73
Leikurinn hafinn á ný og Dagur Dan getur haldið áfram
71
Dagur Dan Þórhallsson þarf aðhlynningu og þá er gefin vatnspása. Dagur fékk boltann í höndina á miðjum vellinum af örstuttu færi. Virðist sárkvalinn.
69 Buducnost fær hornspyrnu
65 Vasilije Terzic (Buducnost ) á skot framhjá
Yfir markið úr aukaspyrnu um 30 metra frá marki Blika
65 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
65 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) fer af velli
62 Stefan Milosevic (Buducnost ) kemur inn á
62 Ariel Lucero (Buducnost ) fer af velli
62 Uros Ignjatovic (Buducnost ) kemur inn á
62 Branislov Jankovic (Buducnost ) fer af velli
61 Dagur Dan Þórhallsson (Breiðablik) á skot framhjá
Góð tilraun frá hægra vítateigshorni, með jörðu og hárfínt framhjá stönginni nær.
57
Ísak Snær liggur í vítateig Blika eftir að hafa fengið hnjask í kjölfar hornspyrnu heimamanna. Hnan fær aðhlynningu en er staðinn á fætur.
56 Buducnost fær hornspyrnu
55 Viktor Dukanovic (Buducnost ) á skalla sem er varinn
Skallar framhjá upp úr hornspyrnunni. Ekki hættulegt.
54 Buducnost fær hornspyrnu
52 Buducnost fær hornspyrnu
52 Zaran Petrovic (Buducnost ) á skalla sem er varinn
Dauðafæri, skalli niður í hornið en Anton ver glæsilega í horn. Virkilega vel gert hjá Antoni því boltinn var alveg út við stöngina niðri.
52
Staðan er 3:1 Blikum í hag samanlagt og með þessu vænkaðist heldur betur staða þeirra.
51 MARK! Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) skorar
1:1 - Þetta var einfalt! Viktor Karl með langa sendingu innfyrir vörnina, Ísak hristir af sér tvo varnarmenn, kemst inn í vítateiginn og afgreiðir boltann í netið.
48 Vasilije Terzic (Buducnost ) á skot sem er varið
Anton ver auðveldlega laust skot frá vítateig.
47
Markvörður Buducnost bjargar af tám Ísaks Snæs sem fékk sendingu inn í vítateiginn
46 Seinni hálfleikur hafinn
46 Ivan Novovic (Buducnost ) kemur inn á
46 Petar Vukovic (Buducnost ) fer af velli
45 Hálfleikur
Flautað til hálfleiks. Staðan er 1:0 fyrir Buducnost en 2:1 samanlagt fyrir Breiðablik. Það er spennandi síðari hálfleikur framundan í Podgorica.
45 Breiðablik fær hornspyrnu
Blikar lengi með boltann nálægt hornfána eftir hornið en fá að lokum á sig aukaspyrnu
45
3 mínútum bætt við fyrri hálfleikinn
45
Þung sókn heimamanna á lokamínútunum. Þeir reyna að ná öðru marki fyrir hlé og setja mikla pressu á Blikana.
44
Þarna sluppu Blikar svo sannarlega með skrekkinn. Staðan gæti hæglega verið 2:0 fyrir Buducnost.
43 Viktor Dukanovic (Buducnost ) á skot framhjá
Dauðafæri, fær sendingu innfyrir vörnina og kemst framhjá Antoni Ara hægra megin í vítateignum, en hittir svo ekki markið!
40 Zaran Petrovic (Buducnost ) fær gult spjald
Brýtur á Viktori Karli og aukaspyrna um 30 metra frá marki.
39
Brotið á Ísaki Snæ alveg við vítateigslínu vinstra megin og Blikar fá aukaspyrnu. Heimamenn koma boltanum í innkast eftir hark í vítateignum.
38
Þetta breytir að sjálfsögðu öllu. Nú er staðan 2:1 fyrir Blika samanlagt og heimamenn þurfa aðeins eitt mark til að jafna metin.
37 MARK! Branislov Jankovic (Buducnost ) skorar
1:0 - Jankovic sleppur inn í vítateiginn eftir sendingu frá Petrovic og kemur boltanum framhjá Antoni Ara og í netið.
36 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fær boltann í dauðafæri rétt utan markteigs eftir flotta Blikasókn en markvörðurinn er kominn ofan í hann og hirðir boltann.
33
Damir Muminovic liggur á vellinum eftir návígi á miðju vallarins. Hann þarf aðhlynningu. Virðist hafa fengið högg fyrir bringspalir eða eitthvað slíkt. Gengur samt uppréttur af velli og heldur áfram.
32 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Dauðafæri! Stutt horn, Höskuldur sendir fyrir frá hægri, Damir skallar áfram og Kristinn er vinstra megin í markteignum og skallar rétt framhjá stönginni fjær.
32 Breiðablik fær hornspyrnu
Eftir fyrirgjöf Dags Dan frá hægri
30 Petar Vukovic (Buducnost ) fær gult spjald
Togaði niður Dag Dan sem var sloppinn af stað upp hægri kantinn
28
Nú er gert hlé á leiknum til að leikmenn geti fengið að drekka. Enda um 30 stiga hiti í Podgorica í kvöld.
26 Branislov Jankovic (Buducnost ) á skot sem er varið
Kemst í færi vinstra megin í vítateignum og skýtur á nærhornið en Anton Ari er mættur og ver með fótunum.
26 Vasilije Terzic (Buducnost ) á skot sem er varið
Skot af 25 m færi og beint á Anton í markinu.
26
Hætta í vítateig Blika en Oliver kemur boltanum frá á síðustu stundu.
22 Lazar Miljovic (Buducnost ) fær gult spjald
Tæklaði Damir út við hliðarlínu og fékk réttilega gula spjaldið
21 Vladan Adzic (Buducnost ) á skalla sem fer framhjá
Þetta var dauðafæri - gnæfði yfir alla í markteignum en skallaði yfir af tveggja metra færi!
21 Buducnost fær hornspyrnu
21 Zaran Petrovic (Buducnost ) á skot sem er varið
Gott skot vinstra megin úr vítateignum eftir þunga sókn og Anton Ari ver vel í horn
20 Breiðablik fær hornspyrnu
Góð sókn Blika og varnarmaður kemst fyrir fyrirgjöf Höskuldar. Horn frá hægri sem ekkert kemur úr, beint í hendur markvarðarins.
16
Liðin sækja til skiptis þessar mínúturnar en engin marktækifæri líta dagsins ljós
12
Nú er ljóst að ef Blikar komast áfram þá mæta þeir Istanbul Basaksehir frá Tyrklandi. Tyrkirnir unnu Maccabi Netanya 1:0 í Ísrael í kvöld og þar með 2:1 samanlagt.
10 Lazar Miljovic (Buducnost ) á skot framhjá
Hægra megin úr vítateignum en framhjá stönginni nær.
9 Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Þröngt færi hægra megin í markteignum eftir að Viktor Karl komst að endamörkum. Markvörðurinn varði og náði að halda boltanum.
8
Blikar eru áfram með undirtökin á vellinum og fá nú aukaspyrnu á vænlegum stað á hægri kantinum. Heimamenn koma boltanum í burtu en Blikar sækja áfram.
5
Góður sóknarkafli Blika og minnstu munaði að Gísli Eyjólfsson næði skoti frá vítateig. Stöðvaður á síðustu stundu.
2
Blikar eru meira með boltann en aðallega á sínum vallarhelmingi og heimamenn pressa þá.
1 Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann
0
Liðin eru komin inn á völlinn og það er ljóst að heimaliðið Buducnost fær mikinn stuðning í kvöld. Mörg þúsund manns á leiknum og mikið sungið.
0
Dómaratríó kvöldsins kemur frá Wales þar sem dómarinn Tom Owen stjórnar ferðinni.
0
Stuðningsmenn Buducnost púuðu á leikmenn Breiðabliks þegar þeir hóf upphitun fyrir leikinn:
0
Buducnost endaði í öðru sæti í fyrstu deildinni í Svartfjallalandi á síðasta tímabili, átta stigum á eftir meisturunum Sutjeska Niksic. Í gær var lið Sutjeska slegið út úr þessari sömu keppni af færeyska liðinu KÍ frá Klaksvík, þegar það tapaði 1:0 í Færeyjum, og 1:0 samanlagt.
0
Hinn 18 ára gamli Viktor Dukanovic hefur skorað tvö af fjórum mörkum Buducnost í keppninni til þessa. Hann skoraði bæði mörkin í jafnteflisleiknum gegn Llapi í fyrstu umferðinni. Dukanovic skoraði 9 mörk fyrir liðið í deildinni í Svartfjallalandi á síðasta tímabili.
0
Í Podgorica var 36 stiga hiti og sól í dag og það er afar erfitt að spila fótbolta við slíkar aðstæður. Leikurinn hefst hinsvegar kl. 20.30 að staðartíma, hitinn er dottinn niður í 32 gráður núna og fer væntanlega niður í 26-27 gráður þegar leikurinn stendur yfir.
0
Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangi Svartfjallalands í höfuðborginni Podgorica, Gradski Stadion, eða Stadion Pod Goricom eins og hann heitir óopinberlega og þá væntanlega kenndur við styrktaraðila. Leikvangurinn rúmar 15.230 manns og er bæði heimavöllur Buducnost og landsliða Svartfjallalands.
0
Breiðablik hefur unnið alla þrjá Evrópuleiki sína í sumar, tvo gegn UE Santa Coloma frá Andorra og heimaleikinn gegn Buducnost. Þar með er Breiðablik eina íslenska félagið sem hefur unnið fleiri Evrópuleiki en það hefur tapað. Blikar eru með 10 sigra og 9 töp í 24 Evrópuleikjum til þessa.
0
Tveir erlendir leikmenn eru í leikmannahópi Buducnost. Ariel Lucero, 23 ára Argentínumaður, sem kemur inn í byrjunarliðið í dag, og Uros Ignjatovic, 21 árs serbneskur varnarmaður sem er á meðal varamanna.
0
Keppni í fyrstu deildinni í Svartfjallalandi 2022-2023 hófst um síðustu helgi en leiknum hjá Buducnost var frestað. Þrír Evrópuleikir liðsins í þessum mánuði eru því þrír fyrstu leikir þess á tímabilinu en Buducnost sló út Llapi frá Kósóvó í 1. umferðinni með því að vinna 2:0 á heimavelli og gera 2:2 jafntefli í Kósóvó.
0
Blikar fóru með 19 leikmenn til Svartfjallalands en ekki 23 eins og leyfilegt er í Evrópukeppni. Það eru því átta leikmenn á bekknum hjá Blikum en tólf hjá Buducnost.
0
Átta af þeim ellefu sem hófu leik með Buducnost á Kópavogsvellinum eru í byrjunarliðinu í kvöld. Bakvörðurinn Petar Vukovic og miðjumaðurinn Ariel Lucero koma í stað þeirra tveggja sem eru í banni og þá er Zaran Petrovic í framlínunni í kvöld í stað Stefans Milosevic, eins og reyndar síðasta hálftímann á Kópavogsvelli.
0
Hjá Buducnost eru vinstri bakvörðurinn Andrija Raznatovic og miðjumaðurinn Luka Mirkovic í banni, sem og þjálfarinn Aleksandar Nedovic, en þeir fengu allir rauða spjaldið í leiknum sögulega á Kópavogsvelli í síðustu viku.
0
Breytingarnar hjá Óskari Hrafni eru hinsvegar þrjár ef miðað er við byrjunarliðið í 0:0 jafnteflinu gegn FH í Bestu deildinni. Þá voru Damir Muminovic og Ísak Snær Þorvaldsson á bekknum og Oliver Sigurjónsson í banni en þeir eru allir í byrjunarliðinu í kvöld.
0
Byrjunarliðin hjá báðum liðum hafa verið birt og Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir eina breytingu á Blikaliðinu frá fyrri leiknum gegn Buducnost. Kristinn Steindórsson, sem kom inn á og skoraði fyrra markið undir lokin, er í byrjunarliðinu í kvöld en Jason Daði Svanþórsson er á bekknum í staðinn. Liðið má sjá hér fyrir neðan.
0
Buducnost og Breiðablik leika seinni leik sinn í 2. umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta á Gradski leikvanginum í Podgorica, höfuðborg Svartfjallalands, og flautað verður til leiks kl. 18.30 að íslenskum tíma, eða 20.30 að staðartíma. Blikar eru með 2:0 forskot úr fyrri leiknum á Kópavogsvelli sem var ansi sögulegur.
Sjá meira
Sjá allt

Buducnost : (4-3-3) Mark: Milos Dragojevic . Vörn: Miomir Durickovic , Damjan Dakic , Vladan Adzic , Petar Vukovic (Ivan Novovic 46). Miðja: Branislov Jankovic (Uros Ignjatovic 62), Ariel Lucero (Stefan Milosevic 62), Vasilije Terzic (Marko Mrvaljevic 75). Sókn: Lazar Miljovic , Zaran Petrovic (Andjelo Rudovic 75), Viktor Dukanovic .
Varamenn: Filip Domazetovic (M), Dordije Pavlicic (M), Uros Ignjatovic , Vladimir Perisic , Andjelo Rudovic , Bogdan Milic , Aleksa Cetkovic , Ivan Novovic , Marko Perovic , Vasilje Adzic, Marko Mrvaljevic , Stefan Milosevic .

Breiðablik: (4-3-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic (Mikkel Qvist 75), Viktor Örn Margeirsson, Davíð Ingvarsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson, Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyjólfsson. Sókn: Kristinn Steindórsson (Jason Daði Svanþórsson 73), Dagur Dan Þórhallsson, Ísak Snær Þorvaldsson (Andri Rafn Yeoman 65).
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Mikkel Qvist, Elfar Freyr Helgason, Anton Logi Lúðvíksson, Jason Daði Svanþórsson, Pétur Theódór Árnason, Andri Rafn Yeoman, Omar Sowe.

Skot: Breiðablik 10 (4) - Buducnost 14 (10)
Horn: Breiðablik 5 - Buducnost 5.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Gradski Stadion, Podgorica

Leikur hefst
28. júlí 2022 18:30

Aðstæður:
26 stiga hiti og léttskýjað

Dómari: Tom Owen, Wales
Aðstoðardómarar: Daniel Beckett og Lewiss Edwards, Wales

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert