Ég sneri mér við og þá lá boltinn inni

Annað mark Karitasar Tómasdóttur í leiknum.
Annað mark Karitasar Tómasdóttur í leiknum. mbl.is/Arnþór Birkisson

Karitas Tómasdóttir skoraði tvö mörk í 5:0 sigri Breiðabliks á KR á Kópavogsvelli í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld. 

Ég var ekki viss hvort þetta var mitt eða ekki en ég fagnaði bara samt" sagði Karitas við mbl.is um seinna markið sitt.

Karítas skoraði fyrsta mark leiksins það var þvílík harka í því. Telma Steindórsdóttir uppskar gult spjald en hún ríghélt í treyju Karítas inn í vítateig KR. Karitas lét það ekki á sig fá og klárar boltann í netið. 

„Ég er óvön því að henda mér niður, ég fer ekki niður nema það er „full on“ rifið mig niður. Ég sá bara markið og ég hef klúðrað svona áður og mér fannst ég bara þurfa að ná skotinu," sagði Karitas.

Annað mark leiksins kom einnig frá henni en var ekki jafn glæsilegt og hitt. „Ég bjóst ekkert við þessu! Ég var bara að reyna að snerta hann og svo snéri mér við og þá lá hann inni. Ég var ekki viss hvort þetta var mitt eða ekki en ég fagnaði bara samt. Ég sé boltann ekki og fæ boltann bara rétt í taglið og inn fór hann,“ sagði Karitas Tómasdóttir sem átti virkilega góðan leik á Kópavogsvelli í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert