„Sjokkerandi asnalegt“

Höskuldur Gunnlaugsson, lengst til vinstri, fagnar sigrinum á Buducnost á …
Höskuldur Gunnlaugsson, lengst til vinstri, fagnar sigrinum á Buducnost á Kópavogsvelli. mbl.is/Árni Sæberg

Breiðablik tryggði sér sæti í 3. um­ferð Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta með sam­an­lögðum 3:2-sigri á Buducnost Pod­g­orica frá Svart­fjalla­landi. Breiðablik vann fyrri leik­inn á heima­velli í mikl­um hita­leik, þar sem tveir leik­menn og þjálf­ari Buducnost fengu að líta rauða spjaldið.

Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son, fyr­irliði Breiðabliks, viður­kenn­ir að leik­menn hafi verið stressaðir fyr­ir seinni leik­inn. Leik­menn Buducnost voru með ógn­andi til­b­urði í garð leik­manna Breiðabliks í fyrri leikn­um, en ferðalagið til Pod­g­orica gekk heilt yfir vel.

„Við vor­um orðnir eitt­hvað svaka stressaðir. Við ætluðum að passa okk­ur þegar við lent­um á flug­vell­in­um, því við bjugg­umst allt eins við ein­hverj­um múgæs­ingi, að við yrðum truflaðir á hót­el­inu og tafðir á leiðinni upp á hót­el. Við héld­um að það yrði allt gert. Svo var var fólkið með því­líka gest­risni. Okk­ur við tekið eins og kóng­um.

Það voru læti á vell­in­um, en á góðan hátt. Það var gríðarleg stemn­ing og há­vær­ar fót­bolta­bull­ur. Auðvitað voru ein­hverj­ir fá­vit­ar, eins og er í flest­um stuðnings­manna­hóp­um, en svo var hluti af stúk­unni sem klappaði fyr­ir okk­ur í lok leiks. Leik­menn tók­ust í spaðann og það var ekk­ert slæmt í leiks­lok. Þetta var and­stæðing­ur, frek­ar en ein­hver óvin­ur,“ sagði Hösk­uld­ur þegar mbl.is heim­sótti hann fyr­ir æf­ingu á Kópa­vogs­velli.

Tekn­ir á teppið af heima­mönn­um 

Aðra sögu var að segja af fyrri leikn­um, þar sem leik­menn og þjálf­ar­ar Buducnost urðu sér til skamm­ar.

„Það var al­gjört bíó. Hvað varðar fót­bolt­ann voru þeir góðir í því að hægja, liggja og fá sjúkraþjálf­ar­ann inn á rétt­um tíma. Markvörður­inn lá oft, því þeir vissu að það var ekki hægt að taka hann út af. Þeir voru með alls kon­ar brögð. Svo fannst þeim halla á sig í dómgæsl­unni en Úkraínumaður­inn virt­ist vera með allt á hreinu og öll rauðu spjöld­in áttu rétt á sér.

Þeir voru fulldrama­tísk­ir eft­ir leik og í mót­mæl­um við þessa dóma. Það var sjokk­er­andi asna­legt og þess vegna vor­um við að bú­ast við bíói úti. Þeir voru hins­veg­ar tekn­ir á teppið af sínu heima­fólki, því þeir voru full­trú­ar síns heima­lands. Þeir voru miklu erfiðari við að eiga þegar þeir ein­beittu sér að því að spila fót­bolta,“ sagði fyr­irliðinn.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka