Saddar stjörnur sem eru að elta peningana

Höskuldur Gunnlaugsson og félagar mæta Istanbúl Basaksehir í 3. umferð …
Höskuldur Gunnlaugsson og félagar mæta Istanbúl Basaksehir í 3. umferð sambandsdeildarinnar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Breiðablik mæt­ir tyrk­neska liðinu Ist­an­búl Basak­sehir í 3. um­ferð Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta. Fyrri leik­ur­inn er á Kópa­vogs­velli í kvöld og seinni leik­ur­inn í Tyrklandi viku síðar.

„Þetta er mjög stórt lið með sam­an­safn af södd­um stjörn­um sem eru að elta pen­ing­ana, von­andi,“ sagði Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son kím­inn í sam­tali við mbl.is fyr­ir æf­ingu liðsins á Kópa­vogs­velli.

„Það eru gíf­ur­leg gæði í þeim. Maður hef­ur verið að skoða þá und­an­farið og þetta er ör­ugg­lega besta lið sem við höf­um nokk­urn tím­ann mætt í Evr­ópu­keppn­inni. Þetta verður veisla. Við verðum að koma á Kópa­vogs­völl og koma þeim á óvart í fyrri leikn­um og koma okk­ur í góða stöðu fyr­ir seinni leik­inn, sem gæti orðið mjög erfiður. Það gekk upp hjá okk­ur á móti Austria Wien og Rac­ing í fyrra,“ sagði Hösk­uld­ur.

Breiðablik komst einnig í 3. um­ferðina í fyrra, en tapaði þá fyr­ir skoska liðinu Aber­deen. Þá lék Kópa­vogsliðið heima­leik sinn á Laug­ar­dals­velli, en Kópa­vogs­völl­ur hef­ur verið mikið vígi fyr­ir liðið. „Hefðum við spilað við Aber­deen á Kópa­vogs­velli hefðum við ör­ugg­lega kom­ist í um­spilið,“ sagði Hösk­uld­ur.

Breiðablik hef­ur unnið 22 keppn­is­leiki í röð á heima­velli. Sautján þeirra hafa komið í deild­inni, sem er met. Fyr­irliðanum líður að sjálf­sögðu vel á Kópa­vogs­velli.

„Við erum með mikið sjálfs­traust hér, þar sem við höf­um lagt inn alla vinn­una. Maður er að púla hérna all­an dag og svo er maður með baklandið, nán­ast all­an Kópa­vog, á bak­inu. Það er svo merki­legt fyr­ir­bæri að kom­ast á skrið í fót­bolta. Maður dett­ur inn í eitt­hvað hug­ar­ástand þegar maður labb­ar inn á völl­inn hér á Kópa­vogs­velli.“

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert