Botnlið Aftureldingar vann magnaðan baráttusigur fyrir norðan

María Catharina Ólafsdóttir Gros og Ísafold Þórhallsdóttir, sem skoraði sigurmark …
María Catharina Ólafsdóttir Gros og Ísafold Þórhallsdóttir, sem skoraði sigurmark Aftureldingar, í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Botnlið Aftureldingar galopnaði fallbaráttuna í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld með 1:0-útisigri gegn Þór/KA á Akureyri.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós eftir einungis rúmlega hálfa mínútu. Ísafold Þórhallsdóttir fékk þá ótrúlega mikinn tíma með boltann í teignum og lyfti honum skemmtilega yfir Hörpu Jóhannsdóttur í markinu, í stöngina og inn. Frábær afgreiðsla en varnarleikur heimakvenna ekki til útflutnings. Þrátt fyrir gífurlega yfirburði Þórs/KA í fyrri hálfleik náðu þær ekki að koma boltanum í netið og voru það því gestirnir úr Mosfellsbæ sem leiddu nokkuð óvænt í hálfleik.

Í seinni hálfleik var töluvert meira jafnræði með liðunum. Afturelding byrjaði hálfleikinn betur og fékk nokkra ágætis sénsa til að tvöfalda forystuna. Eftir það vann Þór/KA sig betur inn í leikinn á nýjan leik en liðið var samt sem áður í stökustu vandræðum með að koma sér í góðar stöður. Það var þó Afturelding sem sigldi mögnuðum sigri í höfn með baráttuna og viljann að vopni. Það er því mikið líf í botnbaráttunni ennþá.

Afturelding fer upp í 9 stig á meðan Þór/KA er með 10 eins og Keflavík. KR er á botninum með 7 stig þegar einungis fimm umferðir eru til stefnu.

Þór/KA 0:1 Afturelding opna loka
90. mín. Við erum komin í uppbótartíma og Afturelding virðist ætla að sigla þessu heim.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert