FH styrkti stöðu sína á toppnum

Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH.
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH. mbl.is/Arnþór Birkisson

FH vann nauman 1:0-sigur á Augnabliki þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, á Kaplakrikavelli í kvöld.

Staðan var markalaus í leikhléi en á 71. mínútu skoraði Telma Hjaltalín Þrastardóttir sigurmark FH.

FH var fyrir leikinn í toppsæti deildarinnar en eftir sigurinn í kvöld er Hafnarfjarðarliðið nú með fjögurra stiga forskot á HK í öðru sæti og átta stiga forskot á Tindastól í þriðja sætinu.

Stólarnir eiga þó leik til góða en útlitið er gott fyrir FH er liðið freistar þess að endurheimta sæti sitt í deild þeirra bestu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert