Njarðvíkingar aftur á sigurbraut

Njarðvík er í toppsætinu.
Njarðvík er í toppsætinu. Ljósmynd/Njarðvík

Eft­ir tvö töp í röð er topplið Njarðvík­ur komið aft­ur á sig­ur­braut í 2. deild karla í fót­bolta en liðið vann 3:1-heim­sig­ur á KFA í dag.

Arn­ar Helgi Magnús­son og Bergþór Ingi Smára­son komu Njarðvík­ing­um í 2:0 í fyrri hálfleik og þannig var staðan í leik­hléi.

Magnús Þórir Matth­ías­son fékk beint rautt spjald hjá Njarðvík á 53. mín­útu en það kom ekki að sök því skoski varn­ar­maður­inn Marc McAus­land kom Njarðvík­ing­um í 3:0 á 59. mín­útu.

Marteinn Már Sverris­son lagaði stöðuna fyr­ir Aust­f­irðinga á 76. mín­útu en nær komust þeir ekki. Njarðvík er með fimm stiga for­skot á Þrótt úr Reykja­vík á toppn­um og ell­efu stig­um á und­an Völsungi í þriðja sæti þegar sex um­ferðir eru eft­ir.

Ein­hverj­ir Aust­f­irðing­ar gátu fagnað í dag því Hött­ur/​Hug­inn vann 5:0-heima­sig­ur á Reyni frá Sand­gerði. Stefán Ómar Magnús­son og Mat­heus Gotler komu Hetti/​Hug­in í 2:0 í fyrri hálfleik og þeir Rafa­el Victor, Eiður Orri Ragn­ars­son og Hörv­ar Sig­ur­geirs­son bættu all­ir við mörk­um í seinni hálfleik.

Þá vann ÍR 2:0-heima­sig­ur á Vík­ingi frá Ólafs­vík. Jor­gen Petter­sen kom ÍR yfir á 58. mín­útu og Bragi Karl Bjarka­son inn­siglaði sig­ur Breiðholtsliðsins á 72. mín­útu og þar við sat.

Staðan í deildinni.
Staðan í deild­inni. mbl.is
mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert