Fylkir gerði sitt sjöunda jafntefli í röð í Lengjudeild kvenna í fótbolta er liðið gerði 0:0-jafntefli við Fjarðabyggð/Hött/Leikni á Würth-vellinum í Árbæ í dag.
Fylkiskonur hafa aðeins unnið tvo leiki í deildinni í sumar, en eru að halda sér á floti með jafnteflum. Liðið er í sjöunda sæti með 13 stig, níu stigum fyrir ofan fallsæti.
Austfirðingar eru í fimmta sæti með 25 stig, sjö stigum á eftir HK í öðru sæti. Tvö efstu liðin fara upp í efstu deild.