Völsungur upp í annað sæti

Allyson Patterson og Sonja Björg Sigurðardóttir fagna sigurmarkinu í dag.
Allyson Patterson og Sonja Björg Sigurðardóttir fagna sigurmarkinu í dag. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Völsungur er kominn upp í annað sæti 2. deildar kvenna í fótbolta eftir 3:2-heimasigur á ÍA á Húsavík í dag.

Sylvía Lind Henrysdóttir og Berta María Björnsdóttir komu Völsungi í tvígang yfir en fyrst jafnaði Samira Suleman og síðan Bryndís Rún Þórólfsdóttir.

Skagakonur áttu hinsvegar ekkert svar við sigurmarkinu sem Sonja Björg Sigurðardóttir gerði á 88. mínútu.

Þá vann Einherji 1:0-útisigur á Sindra á Hornafirði. Yoana Fernández skoraði sigurmarkið fyrir Einherja á 41. mínútu.  

Staðan í deildinni.
Staðan í deildinni. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert