Þrír leikir í Bestu deild í dag

Úr síðasta leik Stjörnunnar og Breiðabliks.
Úr síðasta leik Stjörnunnar og Breiðabliks. mbl.is/Kristvin

Fyrstu þrír leikir í 17. umferð Bestu deild karla fara fram í dag. ÍBV og FH mætast í hörku leik í neðri helming deildarinnar og aðeins eitt stig skilur af Val og Stjörnuna sem mætast í kvöld.

KA tekur á móti ÍA á Akureyri en KA er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig. ÍA situr á botni deildarinnar með 8 stig og hafa einungis unnið einn leik í sumar. Síðast þegar liðin mættust fór leikurinn 3:0 fyrir KA. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, er í leikbanni en hann var úrskurðaður í fimm leikja bann og þessi leikur er annar leikur hans í banni.

ÍBV og FH mætast í Eyjum í dag en liðin eru í 9. og 10. sæti deildarinnar. Síðasti leikur sem FH spilaði var 4:2 sigur á Kórdrengjum á fimmtudaginn en í deildinni hafa þeir ekki unnið leik síðan í maí og ekki skorað mark í síðustu fimm leikjum.

ÍBV er í sætinu fyrir ofan FH með 12 stig síðasti leikur þeirra var 0:4 tap gegn KR en fyrir það náðu þeir að fara þrjá leiki í röð án þess að tapa og það er það lengsta sem þeir hafa farið taplausir í sumar.

Stjarnan fer á Hlíðarenda í kvöld og mætir Val. Valur er í 5. sæti með 27 stig aðeins einu stigi frá Stjörnunni. Síðasti leikur liðanna fór 1:0 fyrir Stjörnunni sem er í 4. sæti. Síðasti leikur Stjörnunnar var 5:2 sigur á toppliði Blika. Valur vann einnig síðasta leik sinn sem var gegn botnliði ÍA og endaði 2:1.

KA - ÍA klukkan 16.00

ÍBV - FH klukkan 16.00

Valur - Stjarnan klukkan 19.15

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert