Botninn á Bestu

Úr leiki Þór/KA og Aftureldingar í síðustu umferð sem fór …
Úr leiki Þór/KA og Aftureldingar í síðustu umferð sem fór 1:0 fyrir Aftureldingu. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Þrír leikir eru spilaðir í dag í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hörð barátta er á botninum og þrjú lið eiga möguleika á að enda í öðru fallsætinu í kvöld.

Keflavík, Þór/KA og Afturelding eru í 7.-9. sæti með 10,10 og 9 stig og leikir kvöldsins úrskurða um hver lendir í fallsæti með KR þegar fimm leikir verða eftir af mótinu.

Selfoss fær Þór/KA í heimsókn í kvöld en Selfoss er tveim sætum ofar í deildinni. Selfoss er með 15 stig í 6. sæti en Þór /KA er með 10 stig í 9. sæti, einu stigi fyrir ofan Aftureldingu í fallsæti. Síðasti leikur liðanna fór 4:1 fyrir Selfoss.

Bæði lið hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum og gert eitt jafntefli en Selfoss hefur ekki skorað mark í þeim leikjum.

Þróttur og ÍBV mætast í spennandi leik í Laugardalnum í kvöld. Aðeins eitt stig er á milli liðanna en þau sitja í 4. og 5. sæti. Síðasti leikur liðanna fór 2:1 fyrir Þrótt í maí.

Afturelding og Keflavík mætast á botni deildarinnar og aðeins eitt stig skilur á milli liðanna en Afturelding er í næst neðsta sæti en Keflavík í 7. sæti með 10. Ef Afturelding vinnur leikinn í kvöld geta þær farið fyrir ofan bæði Þór/KA og Keflavík.

Selfoss - Þór/KA klukkan 18.00.

Þróttur - ÍBV klukkan 18.00.

Afturelding - Keflavík klukkan 19.15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert