Íslenska U17 ára landslið karla í fótbolta mátti þola 2:4-tap fyrir Ungverjalandi á alþjóðlegu móti í Ungverjalandi í dag. Króatía og Tyrkland taka einnig þátt á mótinu.
Kjartan Már Kjartansson og Daníel Tristan Guðjohnsen gerðu mörk Íslands, en Kjartan jafnaði í 1:1 og Daníel minnkaði muninn í 3:2.
Ísland mætir Tyrklandi á fimmtudag og Króatíu á laugardag.