ÍA fékk ÍBV í heimsókn í 18. umferð Bestu Deildar karla í knattspyrnu í dag. Fyrir leik var ÍA á botni deildarinnar með 8 stig en ÍBV sat í því níunda með 15 stig. ÍA gat með sigri jafnað FH að stigum og komist upp fyrir Leikni Reykjavík.
Fyrri hálfleikur fór hressilega af stað en ÍA fengu 5 hornspyrnur á fyrstu 10. mínútum leiksins en gátu ekki nýtt sér það. Það má segja að ÍA hafi verið betri aðilinn í leiknum fyrstu 15. mínútur leiksins en svo tóku ÍBV völd en náðu ekki að nýta sér það. Það var svo á 32. mínútu leiksins þegar að ÍA fengu skyndisókn. Steinar Þorsteinsson átti frábæra sendingu upp hægri kantinn á Gísla Laxdal sem átti hörkusprett inn á teiginn og átti skot sem að Guðjón Orri Sigurjónsson varði en Kristian Lindberg var vakandi á fjærstöng og náði að pota boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1:0 fyrir ÍA og þannig var hún í hálfleik.
Seinni hálfleikur fór hressilega af stað en þegar að 30 sekúndur voru liðnar jöfnuðu ÍBV leikinn með marki frá Andra Rúnari Bjarnasyni. Eftir markið gerðist lítið þangað til á 89. mínútu þegar að Haukur Andri skoraði og kom ÍA í 2-1. Það voru lokatölur og ÍA eru búnir að jafna FH að stigum sem að eiga þó leik á morgun gegn Keflavík.